Harry prins hæstánægður með að Íslandsferðin spurðist ekki út Kristján Hjálmarsson skrifar 20. ágúst 2013 10:42 Sjávarfossinn í Langá. Harry prins fékk fimm laxa og missti nokkra fiska í ánni. Harry Bretaprins var staddur hér á landi fyrir aðeins nokkrum dögum síðan og var þá við veiði í Langá. Harry, sem er fjórði í erfðaröðinni að bresku krúnunni, var í tvo daga við veiðar í ánni og veiddi fimm laxa og missti nokkra, samkvæmt heimildum Vísis. Harry og fylgdarlið flaug með Icelandair hingað til lands og fjölmiðlafulltrúi hans skoðaði reglulega íslenska fjölmiðla og var himinlifandi með að koma hans hingað til lands hefði ekki spurst út. Samkvæmt heimildum Vísis naut hann dvalarinnar hér á landi og spilaði meðal annars rugby á túninu við veiðihúsið í Langá. Þetta var ekki fyrsta ferð prinsins til landsins í ár. Hann kom hér fyrr í sumar og var við æfingar fyrir Suðurheimsskautsleiðangur. Með honum í för í það skipti var leikarinn Dominic West, úr þáttunum The Wire. Æfingarnar fóru fram á Langjökli en Harry kemur til með að fara í leiðangur um Suðurheimskautið í nóvember. Eins og margir eflaust vita kom faðir prinsins, Karl, margoft til landsins á sínum yngri árum. Hann dvaldi yfirleitt í Hofsá við veiðar. Bjarni Júlíusson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig um veiðiferð prinsins. Hann sagði þó að Karl hefði komið hingað til lands á sínum tíma, veitt í Hofsá og einu sinni í Kjarrá. "Afi Harrys, Filipus drottningarmaður, veiddi einu sinni svo ég viti til í Norðurá," segir Bjarni. "Ef þetta reynist rétt með Harry er hann þriðji ættliðurinn sem veiðir á Íslandi." Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að prinsinn hafi hug á því að koma aftur til landsins. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Harry Bretaprins var staddur hér á landi fyrir aðeins nokkrum dögum síðan og var þá við veiði í Langá. Harry, sem er fjórði í erfðaröðinni að bresku krúnunni, var í tvo daga við veiðar í ánni og veiddi fimm laxa og missti nokkra, samkvæmt heimildum Vísis. Harry og fylgdarlið flaug með Icelandair hingað til lands og fjölmiðlafulltrúi hans skoðaði reglulega íslenska fjölmiðla og var himinlifandi með að koma hans hingað til lands hefði ekki spurst út. Samkvæmt heimildum Vísis naut hann dvalarinnar hér á landi og spilaði meðal annars rugby á túninu við veiðihúsið í Langá. Þetta var ekki fyrsta ferð prinsins til landsins í ár. Hann kom hér fyrr í sumar og var við æfingar fyrir Suðurheimsskautsleiðangur. Með honum í för í það skipti var leikarinn Dominic West, úr þáttunum The Wire. Æfingarnar fóru fram á Langjökli en Harry kemur til með að fara í leiðangur um Suðurheimskautið í nóvember. Eins og margir eflaust vita kom faðir prinsins, Karl, margoft til landsins á sínum yngri árum. Hann dvaldi yfirleitt í Hofsá við veiðar. Bjarni Júlíusson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig um veiðiferð prinsins. Hann sagði þó að Karl hefði komið hingað til lands á sínum tíma, veitt í Hofsá og einu sinni í Kjarrá. "Afi Harrys, Filipus drottningarmaður, veiddi einu sinni svo ég viti til í Norðurá," segir Bjarni. "Ef þetta reynist rétt með Harry er hann þriðji ættliðurinn sem veiðir á Íslandi." Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að prinsinn hafi hug á því að koma aftur til landsins.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira