Lífið

Harry prins heimsækir Afríku

Harry prins heldur sér uppteknum um þessar mundir, en nýlega snéri hann heim eftir að hafa gegnt herskyldu í Afganistan. Þá naut hann lífsins í Sviss ásamt kærustu sinni, Cresidu Bonas, fyrir skömmu. Þessa dagana er hann staddur í Afríku við hjálparstörf og hefur vakið mikla lukku meðal innfæddra í Lesotho. Móðir Harrys, Díana prinsessa heitin, var þekkt fyrir að leggja góðgerðarmálum lið og prinsinn vildi líka leggja sitt að að mörkum. Árið 2006 stofnaði hann góðgerðarsamtök sem hjálpa börnum í Afríku sem berjast við alnæmi, fátækt, blindu og aðrar fatlanir. Fólkið í þorpinu þar sem prinsinn dvaldi virðist vera mjög hrifið af honum ef marka má myndir frá heimsókninni, en þar lærði hann að tala táknmál við börnin, dansaði með þeim, lék við þau og gaf þeim leikföng. Í myndskeiðinu hér til hliðar sjáum við börnin kenna Harry að dansa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.