Háskerpusjónvarp í snjalltækin með OZ-appinu Þorgils Jónsson skrifar 12. júní 2013 06:30 Nýir tímar eru runnir upp í sjónvarpsáhorfi landsmanna að sögn framkvæmdastjóra OZ, sem býður nú upp á háskerpusjónvarpsútsendingar í gegnum smáforrit, svokallað app. „Við höfum verið með lítinn hóp notenda til að prófa kerfið, en erum nú að taka skrefið til fulls,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, um nýja kerfið sem hleypt verður af stokkunum í dag. OZ er í nánu samstarfi við Stöð 2, sem heyrir undir 365 miðla hf. líkt og Fréttablaðið og Vísir, en með þjónustunni býðst áskrifendum OZ og Stöðvar 2 að nálgast háskerpusjónvarpsefni af stöðvum Stöðvar 2 og RÚV í snjalltækjum; símum og spjaldtölvum, með OZ-appinu sem hægt er að sækja í forritaveitu Apple, App Store. Meðal þess helsta sem þjónustan felur í sér er að áskrifendur OZ og Stöðvar 2 geta safnað saman þáttum, barnaefni og bíómyndum sem verða svo aðgengileg til áhorfs úr skýinu. Þá er möguleiki á að fara allt að klukkustund aftur í tímann til að byrja að horfa, ef komið er inn í miðja mynd eða þátt. Þá er einnig hægt að streyma útsendingunni áfram á hefðbundinn sjónvarpsskjá í gegnum Apple TV. „Það má svo sannarlega segja að áskrifendum okkar bjóðist að stíga inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, um nýja OZ-appið. Fyrirtækið sé afar stolt af þessari nýju þjónustu sem sé viðbót við aðrar dreifileiðir sjónvarpsefnis sem þegar eru í boði. „Þessi frábæra þjónusta nýtist öllum, börnum sem fullorðnum, og á vafalaust eftir að slá í gegn. Í gegnum þessa græju upplifir fólk fyrir alvöru gæðin á dagskrá Stöðvar 2 og fylgistöðvanna,“ segir Ari. Guðjón segir að þetta sé upphafið að enn meiri útbreiðslu OZ. „Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.“ Guðjón segir að næstu mánuði verði tekin ákvörðun um hvaða markaðssvæði verði næst ráðist í. Þar komi fjögur til greina, meðal annars í Evrópu og Suður-Ameríku. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nýir tímar eru runnir upp í sjónvarpsáhorfi landsmanna að sögn framkvæmdastjóra OZ, sem býður nú upp á háskerpusjónvarpsútsendingar í gegnum smáforrit, svokallað app. „Við höfum verið með lítinn hóp notenda til að prófa kerfið, en erum nú að taka skrefið til fulls,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, um nýja kerfið sem hleypt verður af stokkunum í dag. OZ er í nánu samstarfi við Stöð 2, sem heyrir undir 365 miðla hf. líkt og Fréttablaðið og Vísir, en með þjónustunni býðst áskrifendum OZ og Stöðvar 2 að nálgast háskerpusjónvarpsefni af stöðvum Stöðvar 2 og RÚV í snjalltækjum; símum og spjaldtölvum, með OZ-appinu sem hægt er að sækja í forritaveitu Apple, App Store. Meðal þess helsta sem þjónustan felur í sér er að áskrifendur OZ og Stöðvar 2 geta safnað saman þáttum, barnaefni og bíómyndum sem verða svo aðgengileg til áhorfs úr skýinu. Þá er möguleiki á að fara allt að klukkustund aftur í tímann til að byrja að horfa, ef komið er inn í miðja mynd eða þátt. Þá er einnig hægt að streyma útsendingunni áfram á hefðbundinn sjónvarpsskjá í gegnum Apple TV. „Það má svo sannarlega segja að áskrifendum okkar bjóðist að stíga inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, um nýja OZ-appið. Fyrirtækið sé afar stolt af þessari nýju þjónustu sem sé viðbót við aðrar dreifileiðir sjónvarpsefnis sem þegar eru í boði. „Þessi frábæra þjónusta nýtist öllum, börnum sem fullorðnum, og á vafalaust eftir að slá í gegn. Í gegnum þessa græju upplifir fólk fyrir alvöru gæðin á dagskrá Stöðvar 2 og fylgistöðvanna,“ segir Ari. Guðjón segir að þetta sé upphafið að enn meiri útbreiðslu OZ. „Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.“ Guðjón segir að næstu mánuði verði tekin ákvörðun um hvaða markaðssvæði verði næst ráðist í. Þar komi fjögur til greina, meðal annars í Evrópu og Suður-Ameríku.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira