Innlent

Háskólinn að reyna „að halda andlitinu“

Jóhannes Stefánsson skrifar
Jón Steinar Gunnlaugsson segir augljóst að HÍ hafi bakað sér bótaábyrgð í málinu.
Jón Steinar Gunnlaugsson segir augljóst að HÍ hafi bakað sér bótaábyrgð í málinu.
„Ég tel að þegar að skólinn ákveður að greiða manninum bætur þá sé skólinn að viðurkenna bótaskyldu,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann segir orðalag yfirlýsingar sem var gefin út vegna sátta í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Háskóla Íslands, vera yfirklór hálfu háskólans.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars:

„Það skal tekið fram, að háskólinn viðurkennir ekki bótaskyldu í samkomulaginu."

Þrátt fyrir þennan fyrirvara segir á öðrum stað í yfirlýsingunni:

„Laun og orlof fyrir kennslu á umræddu námskeiði hefðu reiknast einungis sem ca. 190 þús. kr. . Með því að greiða Jóni Baldvini hálfa milljón króna, greiðir háskólinn þar með bætur umfram áætlað fjárhagslegt tjón.“

Jón Steinar segir að í ljósi þess að HÍ hafi ákveðið að greiða bætur vegnu málsins hafi fyrirvari um greiðslu bóta enga þýðingu. Hann segir greiðslu bóta fela í sér viðurkenningu á bótaskyldu og að þar fyrir utan hafi verið augljóst að háskólinn hafi verið búinn að baka sér bótaskyldu í málinu.

„Þetta eru bara orð til að einhver sem gerði eitthvað sem hann mátti ekki gera geti haldið andlitinu,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×