Innlent

Haustfundur Samtaka atvinnulífsins í neðanjarðarbyrgi Hitlers

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu
Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn, stéttafélag Þingeyinga fordæma harðlega „ósmekklega auglýsingaherferð Samtaka atvinnulífsins.“ Sem þeir segja gera lítið úr kröfum verkafólks um hækkun lægstu launa.“

„Samtök atvinnulífsins!  „Þið berið fyrst og fremst ábyrgð á því launaskriði sem verið hefur á íslenskum vinnumarkaði, ekki íslenskt lágtekjufólk. Lítið því í eigin barm í stað þess að sverta aðra fyrir ykkar eigin verk!“,“ segir í ályktun stéttarfélagana.

Skora stéttarfélögin á SA að ganga í takt með launafólki í stað þess að slá ryki í augu almennings, eins og segir í ályktuninni. „Himinháum auglýsingakostnaði Samtaka atvinnulífsins er án efa betur varið í vasa launafólks en í hræðsluáróður í fjölmiðlum.“

Ennfremur segir í ályktuninni: „Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er launaskriðið 54% hærra en umsamdar almennar launahækkanir frá gerð síðustu kjarasamninga verkafólks. Þetta er minnisvarðinn sem þið reistuð ykkur til heiðurs og berið ábyrgð á skuldlaust.“

Verkalýðsfélag Akraness birti í kvöld myndskeið úr kvikmyndinni Der Untergang, en hún fjallar um síðustu daga Adolfs Hitlers, sem heitir Haustfundur hjá Samtökum atvinnulífsins. Nýr texti hefur verið settur við myndbandið og látið líta út fyrir að Hitler láti öllum illum látum vegna tilrauna almúgans til að fá 20.000 króna launahækkun.

Myndbandið er hægt að sjá hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×