Hef á tilfinningunni að ég verði sakfelld 12. maí 2010 08:00 Sólveig Anna Jónsdóttir leikskólastarfsmaður er ásamt átta öðrum ákærð fyrir árás á Alþingi í búsáhaldabyltingunni. Hún segir sakargiftirnar svívirðilegar. Mynd/Anton Brink Mál níu mótmælenda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir. Sólveig Anna Jónsdóttir leikskólastarfsmaður er meðal sakborninga. Hún segir það hafa komið sér á óvart að vera ákærð fyrir árás á Alþingi, samkvæmt 100. grein hegningarlaga. „Mig grunaði að það yrði gefin út ákæra, eins og menn létu á sínum tíma. Ég var yfirheyrð tvisvar, í seinna skiptið sótti lögreglan mig í vinnuna, og það var greinilegt að það átti að taka okkur föstum tökum. En mér datt ekki í hug að viðbrögðin yrðu svona hysterísk. Það er svívirðilegt að krefjast refsingar samkvæmt 100. grein hegningarlaga og liggur við að maður tali um pólitískar ofsóknir." Sólveig Anna segir það óþægilega tilhugsun að eiga á hættu að verða dæmd. „Eins og staðan er núna þá hef ég á tilfinningunni að ég verði sakfelld. Ég vona auðvitað að svo fari ekki. Ef fólk fer yfir gögnin sést að þar stendur ekki steinn yfir steini, en satt best að segja býst ég við því að fá dóm." Spurð hvort hún óttist að fara í fangelsi segist hún ekki hafa leitt hugann að því. „Ég leyfi mér ekki að hugsa svo langt en það yrði ábyggilega ömurleg lífsreynsla." Sólveig Anna telur að með því að ákæra mótmælendur fyrir árás á Alþingi séu yfirvöld að senda skilaboð um að hart verði tekið á mótmælum á borð við þau sem urðu í búsáhaldabyltingunni. „Það er í raun verið að hræða fólk frá því að taka þátt í mótmælaaðgerðum á tímum þegar það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikil ástæða til að mótmæla." Sólveig Anna segist vona að ekki komi til átaka í dag, eins og gerðist við fyrirtöku málsins 30. apríl síðastliðinn. Ekki var nægur sætafjöldi fyrir áhorfendur og var þeim sem ekki höfðu sæti gert að víkja þaðan. Þegar sumir viðstaddra neituðu að hlíta fyrirmælunum voru þeir fjarlægðir með valdi. Bón um að fyrirtakan í dag færi fram í stærri dómsal var synjað. „Réttarhaldið er eftir sem áður opið," segir hún. „Ég vona að lögreglan virði það og hemji sig." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Mál níu mótmælenda sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi í desember 2008 verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir eiga yfir höfði sér að minnsta kosti eins árs fangelsi verði þeir fundnir sekir. Sólveig Anna Jónsdóttir leikskólastarfsmaður er meðal sakborninga. Hún segir það hafa komið sér á óvart að vera ákærð fyrir árás á Alþingi, samkvæmt 100. grein hegningarlaga. „Mig grunaði að það yrði gefin út ákæra, eins og menn létu á sínum tíma. Ég var yfirheyrð tvisvar, í seinna skiptið sótti lögreglan mig í vinnuna, og það var greinilegt að það átti að taka okkur föstum tökum. En mér datt ekki í hug að viðbrögðin yrðu svona hysterísk. Það er svívirðilegt að krefjast refsingar samkvæmt 100. grein hegningarlaga og liggur við að maður tali um pólitískar ofsóknir." Sólveig Anna segir það óþægilega tilhugsun að eiga á hættu að verða dæmd. „Eins og staðan er núna þá hef ég á tilfinningunni að ég verði sakfelld. Ég vona auðvitað að svo fari ekki. Ef fólk fer yfir gögnin sést að þar stendur ekki steinn yfir steini, en satt best að segja býst ég við því að fá dóm." Spurð hvort hún óttist að fara í fangelsi segist hún ekki hafa leitt hugann að því. „Ég leyfi mér ekki að hugsa svo langt en það yrði ábyggilega ömurleg lífsreynsla." Sólveig Anna telur að með því að ákæra mótmælendur fyrir árás á Alþingi séu yfirvöld að senda skilaboð um að hart verði tekið á mótmælum á borð við þau sem urðu í búsáhaldabyltingunni. „Það er í raun verið að hræða fólk frá því að taka þátt í mótmælaaðgerðum á tímum þegar það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikil ástæða til að mótmæla." Sólveig Anna segist vona að ekki komi til átaka í dag, eins og gerðist við fyrirtöku málsins 30. apríl síðastliðinn. Ekki var nægur sætafjöldi fyrir áhorfendur og var þeim sem ekki höfðu sæti gert að víkja þaðan. Þegar sumir viðstaddra neituðu að hlíta fyrirmælunum voru þeir fjarlægðir með valdi. Bón um að fyrirtakan í dag færi fram í stærri dómsal var synjað. „Réttarhaldið er eftir sem áður opið," segir hún. „Ég vona að lögreglan virði það og hemji sig." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira