Hefðum átt að setja okkur kynjakvóta Símon Birgisson skrifar 31. janúar 2014 08:00 Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að valnefndin hefði átt að setja sér kynjakvóta. Fréttablaðið/Valli „Maður spyr sig auðvitað miðað við þetta hvort konur í íslenskum bíómyndum séu yfir höfuð talandi eða bara eitthvað skraut,“ segir Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona um val Eddunnar á 20 bestu tilvitnunum úr íslenskum kvikmyndum fyrir árið 2000. Valið var gert opinbert á Vísi í vikunni og geta lesendur vefsins kosið um bestu tilvitnunina. Þær fimm setningar sem fá flest atkvæði verða svo kynntar á Edduhátíðinni sjálfri. Það hefur hins vegar vakið athygli margra að aðeins ein tilvitnun er í kvenpersónu á þessum lista. Sú tilvitnun er í Sól úr kvikmyndinni Veggfóður þar sem hún segir: „Ég bít heldur ekki á ryðgaðan öngul.“ Á samfélagsmiðlum hefur þetta val verið gagnrýnt, meðal annars af kvikmyndagerðarkonunum Elísabetu Ronaldsdóttur, Maríönnu Friðjónsdóttur og Veru Sölvadóttur.eru konur skraut? Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona spyr hvort konur í kvikmyndum séu bara skraut.Fréttablaðið/Rósa„Eiga konur bara einn gullinn frasa í íslenskum kvikmyndum? Í alvörunni?“ skrifar Elísabet til að mynda á Facebook. Fréttablaðið leitaði til Guðna Sigurðarsonar sem skrifaði bókina Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum. Við gerð bókarinnar horfði hann á 89 íslenskar kvikmyndir og valdi bestu setningarnar úr hverri þeirra. „Það eru auðvitað miklu fleiri karlpersónur í íslenskum kvikmyndum. Það er alveg greinilegt,“ segir hann. „En það ætti samt að vera lítið mál að finna fleiri en eina tilvitnun í kvenpersónu. Ég get til dæmis nefnt Stellu í orlofi, Mávahlátur og svo á amman í Hafinu átti nokkrar góðar setningar í bókinni minni.“ Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að sérstök valnefnd á vegum Eddunnar beri ábyrgð á valinu. Hún vildi ekki gefa upp hverjir sátu í nefndinni en sagði kynjahlutföll hafa verið nokkuð jöfn. „Þetta val endurspeglar íslenskar kvikmyndir fyrir árið 2000 og auðvitað sakna allir einhverra setninga þarna,“ segir hún. Spurð hvort nefndin hefði ekki getað lagt sig betur eftir því að finna tilvitnanir í konur segir hún það eflaust rétt. „Við fórum ekki í að setja kynjakvóta í þetta val en eftir á að hyggja hefðum við bara átt að gera það. Konur eiga undir högg að sækja í kvikmyndum og við þurfum alltaf að vera á tánum.“Fréttablaðið tók saman nokkrar tilvitnanir í kvenpersónur úr íslenskri kvikmyndasögu:KATA: Þeir sem ekki geta étið hvalkjöt eiga ekki rétt á að lifa.HafiðHnallþóra: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum. Kristnihald undir jökliSTELLA: Hver er þessi ýlandi dræsa hér? Segðu mér það. Stella í orlofiKarólína: Það er nú eitt sem þú þarft að passa þig á í henni Ameríku Baddi minn og það eru helvítis tittlinganámurnar. DjöflaeyjanSTELLA: Út með gæruna!Stella í orlofiAUÐUR: Það skaltu muna vesæll maður á meðan þú lifir að kona hefur barið þig. ÚtlaginnHARPA: Þú einblínir endalaust á flísina en tekur ekki notice á bjálkanum. Með allt á hreinuÞessar tilvísanir og fleiri má finna í bókinni Ég tvista til þess að gleyma - fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum eftir Guðna Sigurðsson. Tengdar fréttir Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45 Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
„Maður spyr sig auðvitað miðað við þetta hvort konur í íslenskum bíómyndum séu yfir höfuð talandi eða bara eitthvað skraut,“ segir Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona um val Eddunnar á 20 bestu tilvitnunum úr íslenskum kvikmyndum fyrir árið 2000. Valið var gert opinbert á Vísi í vikunni og geta lesendur vefsins kosið um bestu tilvitnunina. Þær fimm setningar sem fá flest atkvæði verða svo kynntar á Edduhátíðinni sjálfri. Það hefur hins vegar vakið athygli margra að aðeins ein tilvitnun er í kvenpersónu á þessum lista. Sú tilvitnun er í Sól úr kvikmyndinni Veggfóður þar sem hún segir: „Ég bít heldur ekki á ryðgaðan öngul.“ Á samfélagsmiðlum hefur þetta val verið gagnrýnt, meðal annars af kvikmyndagerðarkonunum Elísabetu Ronaldsdóttur, Maríönnu Friðjónsdóttur og Veru Sölvadóttur.eru konur skraut? Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona spyr hvort konur í kvikmyndum séu bara skraut.Fréttablaðið/Rósa„Eiga konur bara einn gullinn frasa í íslenskum kvikmyndum? Í alvörunni?“ skrifar Elísabet til að mynda á Facebook. Fréttablaðið leitaði til Guðna Sigurðarsonar sem skrifaði bókina Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum. Við gerð bókarinnar horfði hann á 89 íslenskar kvikmyndir og valdi bestu setningarnar úr hverri þeirra. „Það eru auðvitað miklu fleiri karlpersónur í íslenskum kvikmyndum. Það er alveg greinilegt,“ segir hann. „En það ætti samt að vera lítið mál að finna fleiri en eina tilvitnun í kvenpersónu. Ég get til dæmis nefnt Stellu í orlofi, Mávahlátur og svo á amman í Hafinu átti nokkrar góðar setningar í bókinni minni.“ Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að sérstök valnefnd á vegum Eddunnar beri ábyrgð á valinu. Hún vildi ekki gefa upp hverjir sátu í nefndinni en sagði kynjahlutföll hafa verið nokkuð jöfn. „Þetta val endurspeglar íslenskar kvikmyndir fyrir árið 2000 og auðvitað sakna allir einhverra setninga þarna,“ segir hún. Spurð hvort nefndin hefði ekki getað lagt sig betur eftir því að finna tilvitnanir í konur segir hún það eflaust rétt. „Við fórum ekki í að setja kynjakvóta í þetta val en eftir á að hyggja hefðum við bara átt að gera það. Konur eiga undir högg að sækja í kvikmyndum og við þurfum alltaf að vera á tánum.“Fréttablaðið tók saman nokkrar tilvitnanir í kvenpersónur úr íslenskri kvikmyndasögu:KATA: Þeir sem ekki geta étið hvalkjöt eiga ekki rétt á að lifa.HafiðHnallþóra: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum. Kristnihald undir jökliSTELLA: Hver er þessi ýlandi dræsa hér? Segðu mér það. Stella í orlofiKarólína: Það er nú eitt sem þú þarft að passa þig á í henni Ameríku Baddi minn og það eru helvítis tittlinganámurnar. DjöflaeyjanSTELLA: Út með gæruna!Stella í orlofiAUÐUR: Það skaltu muna vesæll maður á meðan þú lifir að kona hefur barið þig. ÚtlaginnHARPA: Þú einblínir endalaust á flísina en tekur ekki notice á bjálkanum. Með allt á hreinuÞessar tilvísanir og fleiri má finna í bókinni Ég tvista til þess að gleyma - fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum eftir Guðna Sigurðsson.
Tengdar fréttir Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45 Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu Taktu þátt í valinu hér á Vísi. Hvaða fleygu setningar standa upp úr? 28. janúar 2014 15:45
Fimm fengu tilnefningu fyrir leik sinn í Málmhaus Málmhaus er með flestar tilnefningar eða 16 til Edduverðlauna. Tilkynnt var tilnefningar til Edduverðlauna í Bíó Paradís í hádeginu. 30. janúar 2014 14:44