Innlent

Hefur fengið leyfi Hæstaréttar til að áfrýja málinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt.
Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt. mynd/samsett
Lögreglumaðurinn sem var dæmdur fyrir harkalega handtöku á Laugavegi í sumar hefur fengið leyfi Hæstaréttar til að áfrýja málinu en frá þessu er greint á vefsíðunni mbl.is.

Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt, 229 þúsund í skaðabætur til fórnarlambsins og 68 þúsund í sakarkostnað.

Málið vakti talsverða reiði með almennings en tekist var á um það fyrir dómi nú í nóvember. Þar var meðal annars tekist á um hvort að þær aðferðir sem lögreglumaðurinn beitti hefðu verið réttmætar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×