Heilaskaði og tjáskipti Þórunn Hanna Halldórsdóttir skrifar 16. mars 2015 16:33 Heilinn stýrir hegðun okkar, tilfinningum, skynfærum, hreyfingum, hugsun, tali og málhegðun, svo eitthvað sé nefnt. Ef heilinn skaðast eftir áfall eða sjúkdóma situr fólk of uppi með einkenni sem það þarf að læra að lifa með. Þá þarf fólk að kynnast sjálfum sér upp á nýtt, læra að meta og reiða sig á styrkleika sína, taka tillit til veikleika sinna og byggja sjálfstraust sitt upp á nýtt. Þann 18. mars hefur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugasamra, boðað til vitundarvakningar um málefnið og mun m.a. standa fyrir opnu húsi í Sigtúni 42 frá kl.17-19.Tjáskiptafærni eftir heilaskaða Heilaskaði getur haft margvísleg áhrif á tjáskiptafærni einstaklingsins. Í sumum tilvikum verður óbætanlegur skaði á tal- og/eða málstöðvum heilans sem getur valdið þvoglumæltu tali eða erfiðleikum með að finna orð, mynda setningar eða skilja flókna málfræði. Þegar um dreifðan heilaskaða er að ræða er algengt að fólk finni fyrir erfiðleikum í tjáskiptum sem tengjast breyttri getu á vitrænum þáttum svo sem minni, athygli, einbeitingu, rökhugsun, frumkvæði og fleira. Slíkir erfiðleikar falla undir hugtakið vitræn tjáskiptaskerðing og lýsa sér m.a. í erfiðleikum með að segja skipulega frá, halda þræði í samræðum, hefja og enda samræður, lesa í aðstæður (þ.m.t. líkamstjáningu, hljómfall og svipbrigði) og að lesa og muna innihald í rituðum texta. Vitræn tjáskiptaskerðing getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklingsins og sjálfsmynd. Talsmáti, orðnotkun og hljómfall er tjáning á persónuleika okkar, tilfinningum og líðan, okkar leið til að láta umhverfið vita hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Tjáskiptaskerðing dregur úr getu fólks til að tjá sig með þessum hætti og því verður oft misræmi á milli þess hvernig einstaklingur talar og hvað hann meinar. Þá getur fólk t.d. virkað hranalegra en það ætlaði eða það getur litið út fyrir að það viti ekki hvað það er að segja. Því er mikilvægt bæði fyrir einstaklinginn og umhverfi hans að átta sig á þessum breytingum til að það meti einstaklinginn rétt og bregðist réttilega við.Talþjálfun eftir heilaskaða Innan endurhæfingarmiðstöðva eru talmeinafræðingar hluti af teymi ólíkra fagstétta sem vinna með einstaklingnum að því að styðja hann til aukinnar færni og virkni. Þegar fólk tekst á við afleiðingar heilaskaða eru allar fagstéttir sammála um að undirstaða bættrar færni séu eftirfarandi þættir; 1) að halda rútínu varðandi svefn, vökutíma, matmálstíma og virkni, 2) að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og fyrir því fólki sem stendur manni næst, og 3) að taka regluleg hlé á krefjandi verkefnum eftir þörfum, til að hvíla hugann og forðast ofþreytu sem truflar frammistöðu. Ofan á þessa þætti raðast svo sérhæfðar æfingar og uppbótaraðferðir sem hjálpa einstaklingnum að bæta færni sína. Í talþjálfun er metið hvar erfiðleikar liggja og hvernig þeir trufla daglegt líf og framtíðarmarkmið einstaklingsins. Þá er unnið t.d. með lestur, ritun texta, skipulagningu verkefna, notkun ritaðra minnisaðferða, námstækni, ýmis konar frásagnir (t.d. útskýringar, leiðsögn og atburðalýsingu), túlkun á félagslegri hegðun og viðeigandi viðbrögð í félagslegum aðstæðum. Einnig leitum við eftir því að finna viðeigandi virkni og áframhaldandi þjálfun í samstarfi við einstaklinginn og aðra í hans teymi og veitum fræðslu til fjölskyldu og annarra í nærumhverfi um hvernig hægt sé að styðja hann til aukinna lífsgæða og bættrar heilsu.Takmörkuð úrræði eftir útskrift Á endurhæfingarstöðvum landsins fer fram þverfagleg endurhæfing eftir heilaskaða. En eftir útskrift eru úrræði til áframhaldandi þjálfunar og stuðnings takmörkuð, sér í lagi hvað varðar atvinnumöguleika, þjálfun á vitrænum þáttum og sérhæfð búsetuúrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Mig langar því til að nota tækifærið og hvetja stjórnvöld til að leggja fram áætlun um úrbætur í málefnum fólks með heilaskaða, sér í lagi hvað varðar búsetuúrræði og virkni og láta svo verkin tala. Það er fyrir löngu orðið tímabært! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Heilinn stýrir hegðun okkar, tilfinningum, skynfærum, hreyfingum, hugsun, tali og málhegðun, svo eitthvað sé nefnt. Ef heilinn skaðast eftir áfall eða sjúkdóma situr fólk of uppi með einkenni sem það þarf að læra að lifa með. Þá þarf fólk að kynnast sjálfum sér upp á nýtt, læra að meta og reiða sig á styrkleika sína, taka tillit til veikleika sinna og byggja sjálfstraust sitt upp á nýtt. Þann 18. mars hefur Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugasamra, boðað til vitundarvakningar um málefnið og mun m.a. standa fyrir opnu húsi í Sigtúni 42 frá kl.17-19.Tjáskiptafærni eftir heilaskaða Heilaskaði getur haft margvísleg áhrif á tjáskiptafærni einstaklingsins. Í sumum tilvikum verður óbætanlegur skaði á tal- og/eða málstöðvum heilans sem getur valdið þvoglumæltu tali eða erfiðleikum með að finna orð, mynda setningar eða skilja flókna málfræði. Þegar um dreifðan heilaskaða er að ræða er algengt að fólk finni fyrir erfiðleikum í tjáskiptum sem tengjast breyttri getu á vitrænum þáttum svo sem minni, athygli, einbeitingu, rökhugsun, frumkvæði og fleira. Slíkir erfiðleikar falla undir hugtakið vitræn tjáskiptaskerðing og lýsa sér m.a. í erfiðleikum með að segja skipulega frá, halda þræði í samræðum, hefja og enda samræður, lesa í aðstæður (þ.m.t. líkamstjáningu, hljómfall og svipbrigði) og að lesa og muna innihald í rituðum texta. Vitræn tjáskiptaskerðing getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklingsins og sjálfsmynd. Talsmáti, orðnotkun og hljómfall er tjáning á persónuleika okkar, tilfinningum og líðan, okkar leið til að láta umhverfið vita hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Tjáskiptaskerðing dregur úr getu fólks til að tjá sig með þessum hætti og því verður oft misræmi á milli þess hvernig einstaklingur talar og hvað hann meinar. Þá getur fólk t.d. virkað hranalegra en það ætlaði eða það getur litið út fyrir að það viti ekki hvað það er að segja. Því er mikilvægt bæði fyrir einstaklinginn og umhverfi hans að átta sig á þessum breytingum til að það meti einstaklinginn rétt og bregðist réttilega við.Talþjálfun eftir heilaskaða Innan endurhæfingarmiðstöðva eru talmeinafræðingar hluti af teymi ólíkra fagstétta sem vinna með einstaklingnum að því að styðja hann til aukinnar færni og virkni. Þegar fólk tekst á við afleiðingar heilaskaða eru allar fagstéttir sammála um að undirstaða bættrar færni séu eftirfarandi þættir; 1) að halda rútínu varðandi svefn, vökutíma, matmálstíma og virkni, 2) að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og fyrir því fólki sem stendur manni næst, og 3) að taka regluleg hlé á krefjandi verkefnum eftir þörfum, til að hvíla hugann og forðast ofþreytu sem truflar frammistöðu. Ofan á þessa þætti raðast svo sérhæfðar æfingar og uppbótaraðferðir sem hjálpa einstaklingnum að bæta færni sína. Í talþjálfun er metið hvar erfiðleikar liggja og hvernig þeir trufla daglegt líf og framtíðarmarkmið einstaklingsins. Þá er unnið t.d. með lestur, ritun texta, skipulagningu verkefna, notkun ritaðra minnisaðferða, námstækni, ýmis konar frásagnir (t.d. útskýringar, leiðsögn og atburðalýsingu), túlkun á félagslegri hegðun og viðeigandi viðbrögð í félagslegum aðstæðum. Einnig leitum við eftir því að finna viðeigandi virkni og áframhaldandi þjálfun í samstarfi við einstaklinginn og aðra í hans teymi og veitum fræðslu til fjölskyldu og annarra í nærumhverfi um hvernig hægt sé að styðja hann til aukinna lífsgæða og bættrar heilsu.Takmörkuð úrræði eftir útskrift Á endurhæfingarstöðvum landsins fer fram þverfagleg endurhæfing eftir heilaskaða. En eftir útskrift eru úrræði til áframhaldandi þjálfunar og stuðnings takmörkuð, sér í lagi hvað varðar atvinnumöguleika, þjálfun á vitrænum þáttum og sérhæfð búsetuúrræði fyrir þá sem slíkt þurfa. Mig langar því til að nota tækifærið og hvetja stjórnvöld til að leggja fram áætlun um úrbætur í málefnum fólks með heilaskaða, sér í lagi hvað varðar búsetuúrræði og virkni og láta svo verkin tala. Það er fyrir löngu orðið tímabært!
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun