Heilbrigð skynsemi ráði Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Það er fagnaðarefni að samningar hafi náðst í læknadeilunni. Hvert sem ég kom á meðan deilan stóð yfir varð ég vör við þungar áhyggjur, ekki síst vegna þess að fólki fannst velferðarkerfinu og þar með undirstöðum samfélagsins ógnað. Nú blasir við að í kjölfarið munu ýmsir hópar gera harðari kröfur um kjarabætur í takt við kjarabætur lækna sem er flókið úrlausnarefni þegar vilji er til að viðhalda hinum efnahagslega stöðugleika. Það breytir því ekki að stöðugleiki snýst um fleira en kaup og kjör og áherslan á stöðugleika má ekki verða til þess að viðhalda eða jafnvel auka misskiptingu í samfélaginu. Þá má ekki gleyma því að stjórnendur fyrirtækja fengu ríflegar hækkanir í fyrra en venjulegir launamenn sættu sig við litlar hækkanir í nafni stöðugleika. Þessu þarf að snúa við í komandi kjarasamningum. Yfirlýsing stjórnvalda og lækna í kjölfar samninga vekur hins vegar upp ýmsar spurningar. Vissulega er gott og þarft að auka framlög til heilbrigðisþjónustu og ekki vanþörf á, þótt ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Um það ætti að geta náðst samstaða. Hins vegar vekur það undrun að stjórnvöld lýsi því yfir að opna þurfi fyrir „fjölbreytt rekstrarform“ í heilbrigðiskerfinu. Nú er það svo að ýmsir þættir íslenska heilbrigðiskerfisins eru ekki reknir af hinu opinbera og enginn skortur á fjölbreytni þar. Ekki er því hægt að túlka þessa yfirlýsingu öðruvísi en sem sérstakan vilja stjórnvalda til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu án þess að það sé rökstutt sérstaklega. Rannsóknir hafa sýnt að félagslega rekin heilbrigðiskerfi tryggja besta aðgengið að þjónustunni, besta lýðheilsu og eru fjárhagslega hagkvæmust. Einu rökin fyrir því að auka vægi einkarekstrar er pólitísk hugmyndafræði eins og einn af stofnendum og eigendum Sinnum ehf. kynnti eftirminnilega á dögunum. Tók hún þá Albaníu sem dæmi um land þar sem konur gætu valið ólíka fæðingarþjónustu en láðist að nefna að þar er ungbarnadauði margfalt meiri en hér óháð öllu vali. Það er ógnvænlegt ef pólitískt einkarekstrarofstæki á að vera sterkara en heilbrigð skynsemi og raunverulegur árangur í heilbrigðismálum. Góð heilbrigðisþjónusta er samfélagsleg verðmæti sem við eigum að eiga saman. Hún á ekki að vera gróðavegur einkaaðila á kostnað annarra í samfélaginu. Í þessu kerfi þarf að standa vörð um jöfnuð og réttlæti. Við eigum ekki að fylgja fordæmi Albaníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að samningar hafi náðst í læknadeilunni. Hvert sem ég kom á meðan deilan stóð yfir varð ég vör við þungar áhyggjur, ekki síst vegna þess að fólki fannst velferðarkerfinu og þar með undirstöðum samfélagsins ógnað. Nú blasir við að í kjölfarið munu ýmsir hópar gera harðari kröfur um kjarabætur í takt við kjarabætur lækna sem er flókið úrlausnarefni þegar vilji er til að viðhalda hinum efnahagslega stöðugleika. Það breytir því ekki að stöðugleiki snýst um fleira en kaup og kjör og áherslan á stöðugleika má ekki verða til þess að viðhalda eða jafnvel auka misskiptingu í samfélaginu. Þá má ekki gleyma því að stjórnendur fyrirtækja fengu ríflegar hækkanir í fyrra en venjulegir launamenn sættu sig við litlar hækkanir í nafni stöðugleika. Þessu þarf að snúa við í komandi kjarasamningum. Yfirlýsing stjórnvalda og lækna í kjölfar samninga vekur hins vegar upp ýmsar spurningar. Vissulega er gott og þarft að auka framlög til heilbrigðisþjónustu og ekki vanþörf á, þótt ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Um það ætti að geta náðst samstaða. Hins vegar vekur það undrun að stjórnvöld lýsi því yfir að opna þurfi fyrir „fjölbreytt rekstrarform“ í heilbrigðiskerfinu. Nú er það svo að ýmsir þættir íslenska heilbrigðiskerfisins eru ekki reknir af hinu opinbera og enginn skortur á fjölbreytni þar. Ekki er því hægt að túlka þessa yfirlýsingu öðruvísi en sem sérstakan vilja stjórnvalda til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu án þess að það sé rökstutt sérstaklega. Rannsóknir hafa sýnt að félagslega rekin heilbrigðiskerfi tryggja besta aðgengið að þjónustunni, besta lýðheilsu og eru fjárhagslega hagkvæmust. Einu rökin fyrir því að auka vægi einkarekstrar er pólitísk hugmyndafræði eins og einn af stofnendum og eigendum Sinnum ehf. kynnti eftirminnilega á dögunum. Tók hún þá Albaníu sem dæmi um land þar sem konur gætu valið ólíka fæðingarþjónustu en láðist að nefna að þar er ungbarnadauði margfalt meiri en hér óháð öllu vali. Það er ógnvænlegt ef pólitískt einkarekstrarofstæki á að vera sterkara en heilbrigð skynsemi og raunverulegur árangur í heilbrigðismálum. Góð heilbrigðisþjónusta er samfélagsleg verðmæti sem við eigum að eiga saman. Hún á ekki að vera gróðavegur einkaaðila á kostnað annarra í samfélaginu. Í þessu kerfi þarf að standa vörð um jöfnuð og réttlæti. Við eigum ekki að fylgja fordæmi Albaníu.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar