Heilbrigðiskerfið í forgang Karl Garðarsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Heilbrigðiskerfið okkar er ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins. Við erum öll sammála um það að niðurskurður síðari ára var alltof mikill og gekk nánast af heilbrigðiskerfinu dauðu. Grunnþjónustan skertist til muna og biðlistar lengdust. Laun lækna hafa nánast staðið í stað frá árinu 2008. Hér þurfti að snúa við blaðinu. Fjárlög þessa árs bera vitni um áherslubreytingar til batnaðar. Ríkisstjórnin setur heilbrigðiskerfið í forgang og hefur okkur sannarlega tekist að snúa við blaðinu. Fjárlög sýna það svart á hvítu. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga, sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, lækkar og þátttaka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar um 5%, með 150 milljóna króna aukinni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun efra þreps VSK úr 25,5% í 24%. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á fjárlögum nú – frá stofnun spítalans – eða 49,4 milljarðar króna. Framlag vegna hönnunar nýs Landspítala hefur verið stóraukið um sem nemur 875 milljónum króna. Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um rúman 2,1 milljarð króna. Rekstrarframlög til heilbrigðismála almennt eru aukin, tækjakaup á landsbyggðinni um 100 milljónir króna, styrking á rekstrargrunni heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva um 100 milljónir króna og FSA um 50 milljónir króna. Læknar eru í verkfalli, já. Það er skilningur fyrir því eftir langt fjársvelti. Samningaviðræður eru í gangi milli lækna og stjórnvalda. Vildum við að búið væri að semja? Já, auðvitað. Gætu viðræður gengið hraðar fyrir sig? Mögulega. En ferlið er flókið og að mörgu þarf að huga. Samningsniðurstaða er vissulega aðkallandi en mikilvægt er að sem flestir geti unað við hana og að almenn sátt ríki um niðurstöðuna. Það er þreytandi að hlusta á endalausa neikvæðni ákveðinna aðila innan stjórnarandstöðunnar þegar kemur að jákvæðum hlutum, eins og stórauknum framlögum til Landspítalans. Hér ættu allir að vera sammála. Vissulega þarf að gera meira fyrir Landspítalann til að vinna upp uppsafnaðan vanda eftir gríðarlegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Því neitar enginn. Enda er það stefna þessarar ríkisstjórnar að koma heilbrigðiskerfinu í það stand sem við viljum að það sé í. Slíkur viðsnúningur á sér ekki stað á einni nóttu. Það er langhlaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar er ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins. Við erum öll sammála um það að niðurskurður síðari ára var alltof mikill og gekk nánast af heilbrigðiskerfinu dauðu. Grunnþjónustan skertist til muna og biðlistar lengdust. Laun lækna hafa nánast staðið í stað frá árinu 2008. Hér þurfti að snúa við blaðinu. Fjárlög þessa árs bera vitni um áherslubreytingar til batnaðar. Ríkisstjórnin setur heilbrigðiskerfið í forgang og hefur okkur sannarlega tekist að snúa við blaðinu. Fjárlög sýna það svart á hvítu. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga, sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, lækkar og þátttaka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar um 5%, með 150 milljóna króna aukinni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun efra þreps VSK úr 25,5% í 24%. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á fjárlögum nú – frá stofnun spítalans – eða 49,4 milljarðar króna. Framlag vegna hönnunar nýs Landspítala hefur verið stóraukið um sem nemur 875 milljónum króna. Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um rúman 2,1 milljarð króna. Rekstrarframlög til heilbrigðismála almennt eru aukin, tækjakaup á landsbyggðinni um 100 milljónir króna, styrking á rekstrargrunni heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva um 100 milljónir króna og FSA um 50 milljónir króna. Læknar eru í verkfalli, já. Það er skilningur fyrir því eftir langt fjársvelti. Samningaviðræður eru í gangi milli lækna og stjórnvalda. Vildum við að búið væri að semja? Já, auðvitað. Gætu viðræður gengið hraðar fyrir sig? Mögulega. En ferlið er flókið og að mörgu þarf að huga. Samningsniðurstaða er vissulega aðkallandi en mikilvægt er að sem flestir geti unað við hana og að almenn sátt ríki um niðurstöðuna. Það er þreytandi að hlusta á endalausa neikvæðni ákveðinna aðila innan stjórnarandstöðunnar þegar kemur að jákvæðum hlutum, eins og stórauknum framlögum til Landspítalans. Hér ættu allir að vera sammála. Vissulega þarf að gera meira fyrir Landspítalann til að vinna upp uppsafnaðan vanda eftir gríðarlegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Því neitar enginn. Enda er það stefna þessarar ríkisstjórnar að koma heilbrigðiskerfinu í það stand sem við viljum að það sé í. Slíkur viðsnúningur á sér ekki stað á einni nóttu. Það er langhlaup.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun