Heilbrigðiskerfið í forgang Karl Garðarsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Heilbrigðiskerfið okkar er ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins. Við erum öll sammála um það að niðurskurður síðari ára var alltof mikill og gekk nánast af heilbrigðiskerfinu dauðu. Grunnþjónustan skertist til muna og biðlistar lengdust. Laun lækna hafa nánast staðið í stað frá árinu 2008. Hér þurfti að snúa við blaðinu. Fjárlög þessa árs bera vitni um áherslubreytingar til batnaðar. Ríkisstjórnin setur heilbrigðiskerfið í forgang og hefur okkur sannarlega tekist að snúa við blaðinu. Fjárlög sýna það svart á hvítu. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga, sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, lækkar og þátttaka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar um 5%, með 150 milljóna króna aukinni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun efra þreps VSK úr 25,5% í 24%. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á fjárlögum nú – frá stofnun spítalans – eða 49,4 milljarðar króna. Framlag vegna hönnunar nýs Landspítala hefur verið stóraukið um sem nemur 875 milljónum króna. Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um rúman 2,1 milljarð króna. Rekstrarframlög til heilbrigðismála almennt eru aukin, tækjakaup á landsbyggðinni um 100 milljónir króna, styrking á rekstrargrunni heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva um 100 milljónir króna og FSA um 50 milljónir króna. Læknar eru í verkfalli, já. Það er skilningur fyrir því eftir langt fjársvelti. Samningaviðræður eru í gangi milli lækna og stjórnvalda. Vildum við að búið væri að semja? Já, auðvitað. Gætu viðræður gengið hraðar fyrir sig? Mögulega. En ferlið er flókið og að mörgu þarf að huga. Samningsniðurstaða er vissulega aðkallandi en mikilvægt er að sem flestir geti unað við hana og að almenn sátt ríki um niðurstöðuna. Það er þreytandi að hlusta á endalausa neikvæðni ákveðinna aðila innan stjórnarandstöðunnar þegar kemur að jákvæðum hlutum, eins og stórauknum framlögum til Landspítalans. Hér ættu allir að vera sammála. Vissulega þarf að gera meira fyrir Landspítalann til að vinna upp uppsafnaðan vanda eftir gríðarlegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Því neitar enginn. Enda er það stefna þessarar ríkisstjórnar að koma heilbrigðiskerfinu í það stand sem við viljum að það sé í. Slíkur viðsnúningur á sér ekki stað á einni nóttu. Það er langhlaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar er ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins. Við erum öll sammála um það að niðurskurður síðari ára var alltof mikill og gekk nánast af heilbrigðiskerfinu dauðu. Grunnþjónustan skertist til muna og biðlistar lengdust. Laun lækna hafa nánast staðið í stað frá árinu 2008. Hér þurfti að snúa við blaðinu. Fjárlög þessa árs bera vitni um áherslubreytingar til batnaðar. Ríkisstjórnin setur heilbrigðiskerfið í forgang og hefur okkur sannarlega tekist að snúa við blaðinu. Fjárlög sýna það svart á hvítu. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga, sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, lækkar og þátttaka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar um 5%, með 150 milljóna króna aukinni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun efra þreps VSK úr 25,5% í 24%. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á fjárlögum nú – frá stofnun spítalans – eða 49,4 milljarðar króna. Framlag vegna hönnunar nýs Landspítala hefur verið stóraukið um sem nemur 875 milljónum króna. Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um rúman 2,1 milljarð króna. Rekstrarframlög til heilbrigðismála almennt eru aukin, tækjakaup á landsbyggðinni um 100 milljónir króna, styrking á rekstrargrunni heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva um 100 milljónir króna og FSA um 50 milljónir króna. Læknar eru í verkfalli, já. Það er skilningur fyrir því eftir langt fjársvelti. Samningaviðræður eru í gangi milli lækna og stjórnvalda. Vildum við að búið væri að semja? Já, auðvitað. Gætu viðræður gengið hraðar fyrir sig? Mögulega. En ferlið er flókið og að mörgu þarf að huga. Samningsniðurstaða er vissulega aðkallandi en mikilvægt er að sem flestir geti unað við hana og að almenn sátt ríki um niðurstöðuna. Það er þreytandi að hlusta á endalausa neikvæðni ákveðinna aðila innan stjórnarandstöðunnar þegar kemur að jákvæðum hlutum, eins og stórauknum framlögum til Landspítalans. Hér ættu allir að vera sammála. Vissulega þarf að gera meira fyrir Landspítalann til að vinna upp uppsafnaðan vanda eftir gríðarlegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Því neitar enginn. Enda er það stefna þessarar ríkisstjórnar að koma heilbrigðiskerfinu í það stand sem við viljum að það sé í. Slíkur viðsnúningur á sér ekki stað á einni nóttu. Það er langhlaup.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar