Heilbrigðisógnir heimilanna Vilhjálmur Ari Arason skrifar 27. janúar 2011 09:40 Þjóðfélagsgerðin hefur mikið breyst í aldanna rás og sálræn velferð skiptir okkur nú mestu máli. Við þurfum lítið að hugsa um heilsuna nema ef vera skildi hvenær við komumst næst í ræktina. Heilbrigði í fullkomnum heimi hátækninnar þar sem hýbýlin og jafnvel líkaminn er eins og musteri fullkomleikans. Svipaða sögu má segja um bílinn okkar sem er oft meira eins og gullkálfur en nauðsynlegur farkostur á vegleysum landsins. Í umræðu dagsins um díoxinmengun í ýmsum þéttbýliskjörnum landsins erum við rækilega minnt á þau afglöp sem stjórnsýslan, stóri bróðir okkar, hefur sýnt varðandi sína eigin heilsu og okkar hinna. Okkur verður auðvitað fyrst hugsað til barnanna sem erfa eiga landið. Um loftið sem þau anda að sér og um mjólkina sem þau fá að drekka. En getur verið að önnur mál sem snerta okkar nærumhverfi meira, heilsu og flóru hvers okkar, séu verri en mengun á því sem við töldum okkur eiga svo mikið af? Raunverulegri mengun ef svo má segja sem þegar hefur skaðað jafnvægi í náttúrunni og alið af sér sýklalyfjaónæma bakteríustofna sem síðan herja á börnin okkar. Á liðnum öldum hafa áherslurnar alltaf verið að tryggja fyrst og fremst heilbrigði barnanna en aðstöðumunurinn hins vegar verið gríðarlegur frá einum tíma til annars. Stundum á erfiðustu tímum Íslandssögunnar hefur í raun ekki verið spurt að neinu öðru en að tóra til næsta dags. Það taldist síðan gott ef helmingur barna kæmust á legg. Ungbarnadauði var þannig skelfilega hár sem stóð fjölgun þjóðarinnar fyrir þrifum, ekki síst á tímum drepsótta og náttúruhamfara. Eina ráðið fyrir hjón að tryggja afkomendur var að eignast fleiri börn. En síðan eru liðin mörg ár. Það eru þó ekki nema tæpar 3 aldir síðan læknaþjónusta varð aðgengileg á Íslandi með stofnun Landlæknisembættisins á Íslandi 1760 og fyrstu embættislæknunum í sveitum landsins. Strax á eftir var lögð mikil áhersla á að mennta ljósmæður til að takmarka sem mest ungbarnadauða ásamt ótímabærum dauðsföllum mæðra af völdum barnsfarasóttar. Ekki síst var frætt um sóttvarnir og mikilvægi brjóstamjólkurinnar í sóttgjörnum heimi barnanna. Bólusetningar gegn stórubólu með kúabóluefni varð síðan staðreynd hér á landi á undan flestum öðrum þjóðum. Bólusetning sem ruddi brautina fyrir seinni bólusetningar í heiminum. Á tímum þegar klerkar landsins aðstoðuðu lækna og ljósmæður og sjúkraskrárnar voru í raun bara kirkjubækurnar, hverjir lifuð, hverjir dóu og hverjir voru bólusettir. En síðan hefur samt margt breyst þótt heimilislæknarnir séu ennþá embættislæknar fyrir fólkið. Framfarir í læknavísindunum hafa verið miklar og velferðarkerfið á að tryggja öllum sömu heilbrigðisþjónustu. Ungbarnadauði er nú með því sem lægst gerist í heiminum og góð ungbarnaheilsuvernd og og vel heppnaðar ungbarnabólusetningar hafa tryggt að flest börn komast á legg. Staðreyndir sem sýna að þrátt fyrir allt höfum við forgangsraðað sumu vel, ekki síst í heilsugæslunni sjálfri. Heiðrinum í leiðandi afli forvarna og fræðslu í seinni tíð má þó segja að hafi verið rænt frá grasrótinni með stofnun Lýðheilsustöðvar 2003. Ræninginn var í vissum skilningi stjórnsýslan sjálf sem ekki vildi sjá hvar mesta sérþekkingin lá, því annars hefði hún verið sett undir sameiginlega stjórn heilsugæslunnar. Þessi þróun hefur sennilega átt sér stað þar sem heilsugæslunni var einfaldlega ekki gefinn kostur á að vera með í undirbúningsvinnunni, þrátt fyrir leiðandi rannsóknir heilsugæslunnar í lýðheilsufræðum um árabil. Lýðheilsustöðvar sem hefur t.d. látið sér fátt um finnast um eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál ungbarna í dag, sýklalyfjaónæmið og aðgerðir til að snúa þeirri þróun við. Landspítalinn hefur til samanburðar átt miklu auðveldara með að sinna fræða- og fræðsluhlutverki sínu sem snýr að beint að þeirra verksviðum. Þar starfa fræðastjórar og öflugur samningur var gerður fyrir mörgum árum við Háskóla Íslands í því sjónarmiði. Stofnun Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið haust er að vísu mikilvægur áfangi fyrir heilsugæsluna til að sinna lýðheilsumálum betur, ásamt faglegri skipulagningu á innra starfi auk fræðslu og vísindum. Eins til samvinnu við Lýðheilsustöð og Landlæknisembættið. Starfsmönnum heilsugæslunnar er engu að síður ljóst að stofnun sem kennir sig við lýðheilsu sérstaklega, getur hvergi átt betur heima en innan hennar eigin veggja. Þangað sem fólkið leitar og tekur mark á ráðleggingum er varðar heilsu, ekki síst þegar vandamál steðja að. Hvort heldur er í almennri móttöku, á vöktum, í hjúkrunarráðgjöf, í félags- og sálfræðiráðgjöf, í ungbarna- og mæraheilsuvernd, í unglingamóttöku, í skólaheilsugæslu eða í starfsmannaheilsuvernd. Starfssviðum heilsugæslunnar sem samt stöðugt fleiri og fleiri utanaðkomandi ásælast af ýmsum hagnaðar- og hagsmunarsjónarmiðum. Jafnvel af pólitískum toga til að fá rós í hnappagatið. Sennilega sjá fáir betur heildarmynd heilbrigðis- og félagsmála hvað heimilin varðar og hvar kreppir mest að í fjölskylduheilbrigðinu en heimilislæknar. Félag íslenskra heimilislækna mótaði fjölskyldustefnu FÍH á ári fjölskyldunnar árið 1994, fyrst heilbrigðisfagfélaga á Íslandi. Þar var lögð áhersla á þá þætti sem skipta höfuðmáli fyrir þarfir fjölskyldunnar svo hún dafni vel, svo sem varðandi atvinnumál, húsnæðismál og menntamál. Þótt margt hafi breyst á þeim 17 árum sem liðin eru frá því stefnan var sett fram eru megingildin enn fullu gildi og sem reynir nú meir á en áður, enda flest heimili undir. Skilningsleysi stjórnvalda á hlutverki heimilislæknisins er sennilega best lýst sem skilningsleysi á mikilvægri samfellu í læknisþjónustunni. Fræðasviði heimilislæknisfræðinnar sem er utan sérþekkingar flestra annarra sérsviða læknisfræðinnar og sem byggist fyrst og fremst á meiri þekkingu á fólkinu sjálfu þ.e. skjólstæðingunum og sjúkrasögunni. Fjölskyldunni og félagslegu umhverfi hennar. Tíminn sem foreldrar hafa fyrir börnin er oftast á foreldranna forsendum og sem kemur gleggst í ljós þegar um veikindi barnanna er að ræða. Þrýstingur er mikill á foreldra að mæta í vinnu á daginn og því oft heppilegast að fara með börnin til læknis á kvöldin eftir vinnu. Jafnvel heilsugæslan hefur orðið að taka þátt í þessum leik í stað þess að tryggja barni samband við sinn lækni á daginn eins og alþjóðlegar leiðbeiningar gera ráð fyrir að sé barninu fyrir bestu og sem er best fær um að annast eftirfylgd og fræðslu. Það er líka löngu ljóst að ekki hefur verið nóg gert til að styrkja sálfræðihjálp og félagsráðgjöf á heilsugæslustöðvunum. Skólarnir ráða illa við að veita viðhlítandi sálgæslu fyrir nemendur og mikil aukning hefur orðið á notkun lyfja vegna athyglisbrests og þunglyndis, m.a. til að börn haldist í námi. Jafnvel eldri kynslóðir banka nú upp á og standa í röðum með ósk um sömu úræði vegna erfiðleika á vinnumarkaði. Í kreppu, þegar svo hin fjárhagslega veröld hrynur verður þörfin fyrir hjálp enn meiri. Í nýlegri grein prófessors Jóhanns Ágústs Sigurðssonar sem hann nefndi "Hver er þinn gæfu smiður" og birt var í Fréttablaðinu 11.1. sl. vorum við minnt á að orsakir margra svokallaðra lífstílssjúkdóma í nútíma þjóðfélagi gætu átt rætur að rekja til fortíðar hvers og eins og aðstæðna sem einstaklingunum eru skapaðar í brigðulum heimi og hvað sé þá til hjálpar. Þegar síðan oflækningar og skortur á mannlegu innsæi leiðir til enn alvarlegri sjúkdóma, má sannarlega segja að við séum ekki sjálf sjálfbær að viðhalda góðri heilsu frá einni kynslóðar til annarrar. Þvert á móti er hætta á að heilsan versni og sem í vissum tilfellum getur taldist til alvarlegustu heilsuógna framtíðar. Sala á heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga á ýmsum sérsviðum læknisfræðinnar er sennilega fyrsta skrefið að tekið verði upp tvöfalt heilbrigðiskerfi hér á landi enda hugmyndin að landinn geti einnig keypt þjónustuna. Byrjað verður á liðskiptaígræðslum og tannígræðslum. Þeir efnimeiri geta þá væntanlega keypt sína heilbrigðisþjónustu beint og fengið þjónustu á undan öðrum. Að sama skapi er hætt við að opinber þjónusta rýrni og verði ekki samkeppnishæf í sérgreinum sem þegar eru undirmannaðar. Sama á sér stað í frumheilsugæslunni í dag þegar einkafyrirtæki bjóða upp á tækifærislausnir sem þeim hentar hverju sinni í samkeppni við sjálfa Heilsugæsluna, starfsemi sem byggir á allt öðrum lögmálum. Þegar markaðslögmálin verða látin ráða í heilbrigðisþjónustunni þarf auðvitað að skilgreina velferðarþjónustuna upp á nýtt á Íslandi. Styrkleikar heilsugæslunnar eru þó ennþá miklir enda innviðirnir sterkir. Mannauðurinn er mikill, ekki síst í stórum hópi sérfræðilækna í heimilislækningum sem ákváðu að leggja þetta sérnám fyrir sig fyrir áratugum síðan. Þótt undirmönnun lækna í heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er mikill að þá eru húsakynnin góð og aðstaða víða fyrir sérnámslækna. Auðvelt ætti því að vera að nýta reynslu læknanna sem þegar eru starfandi til að mennta aðra lækna til að verða heimilislækna, m.a. aðra sérgreinalækna sem ekki fá starf við hæfi vegna yfirmönnunar í þeirra fagi. Flýta þarf þessu ferli því á næstu 10 árum má búast við að helmingur nústarfandi heimilislækna hætti störfum fyrir aldurs sakir. Öll vaktþjónusta á höfuðborgarsvæðinu þarf einnig að vera á forsendum frumheilsugæslunnar, eins og hún er annars staðar á landinu. Þegar er komið gott skipulag á vaktþjónustuna hjá Læknavaktinni á höfuðborgarsvæðinu sem tekur við vaktskyldu heilsugæslunnar eftir að síðdegismóttöku stöðvanna lýkur á daginn og sem hefur sýnt sig vera ódýrasta rekstrarformið sem stjórnvöld eiga völ á. Afleiddur sparnaður m.a. í ónauðsynlegum rannsóknakostnaði á spítölunum er auk þess mikill. Annað skipulag á vaktþjónustunni og sem er ekki á forsendum heilsugæslunnar, rýrir trúverðugleika hennar og gæði. Það eru blikur á lofti og óveðursskýin halda áfram að hrannast upp í þjóðfélaginu á tímum niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Brestir í skipulagningu heilbrigðisyfirvalda á málefnum heilsugæslunnar ásamt vöntun á framtíðarsýn hefur valdið henni miklum vanda á undanförnum árum, þrátt fyrir góð loforð um bót og betrun að styrkja beri þessa þjónustu. Koma þarf til stórátaks heilbrigðisyfirvalda sem styrkir sjálfbært heilsuhagkerfi fyrir okkur sjálf í stað þess að láta heilsuna versna af okkar eigin völdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðfélagsgerðin hefur mikið breyst í aldanna rás og sálræn velferð skiptir okkur nú mestu máli. Við þurfum lítið að hugsa um heilsuna nema ef vera skildi hvenær við komumst næst í ræktina. Heilbrigði í fullkomnum heimi hátækninnar þar sem hýbýlin og jafnvel líkaminn er eins og musteri fullkomleikans. Svipaða sögu má segja um bílinn okkar sem er oft meira eins og gullkálfur en nauðsynlegur farkostur á vegleysum landsins. Í umræðu dagsins um díoxinmengun í ýmsum þéttbýliskjörnum landsins erum við rækilega minnt á þau afglöp sem stjórnsýslan, stóri bróðir okkar, hefur sýnt varðandi sína eigin heilsu og okkar hinna. Okkur verður auðvitað fyrst hugsað til barnanna sem erfa eiga landið. Um loftið sem þau anda að sér og um mjólkina sem þau fá að drekka. En getur verið að önnur mál sem snerta okkar nærumhverfi meira, heilsu og flóru hvers okkar, séu verri en mengun á því sem við töldum okkur eiga svo mikið af? Raunverulegri mengun ef svo má segja sem þegar hefur skaðað jafnvægi í náttúrunni og alið af sér sýklalyfjaónæma bakteríustofna sem síðan herja á börnin okkar. Á liðnum öldum hafa áherslurnar alltaf verið að tryggja fyrst og fremst heilbrigði barnanna en aðstöðumunurinn hins vegar verið gríðarlegur frá einum tíma til annars. Stundum á erfiðustu tímum Íslandssögunnar hefur í raun ekki verið spurt að neinu öðru en að tóra til næsta dags. Það taldist síðan gott ef helmingur barna kæmust á legg. Ungbarnadauði var þannig skelfilega hár sem stóð fjölgun þjóðarinnar fyrir þrifum, ekki síst á tímum drepsótta og náttúruhamfara. Eina ráðið fyrir hjón að tryggja afkomendur var að eignast fleiri börn. En síðan eru liðin mörg ár. Það eru þó ekki nema tæpar 3 aldir síðan læknaþjónusta varð aðgengileg á Íslandi með stofnun Landlæknisembættisins á Íslandi 1760 og fyrstu embættislæknunum í sveitum landsins. Strax á eftir var lögð mikil áhersla á að mennta ljósmæður til að takmarka sem mest ungbarnadauða ásamt ótímabærum dauðsföllum mæðra af völdum barnsfarasóttar. Ekki síst var frætt um sóttvarnir og mikilvægi brjóstamjólkurinnar í sóttgjörnum heimi barnanna. Bólusetningar gegn stórubólu með kúabóluefni varð síðan staðreynd hér á landi á undan flestum öðrum þjóðum. Bólusetning sem ruddi brautina fyrir seinni bólusetningar í heiminum. Á tímum þegar klerkar landsins aðstoðuðu lækna og ljósmæður og sjúkraskrárnar voru í raun bara kirkjubækurnar, hverjir lifuð, hverjir dóu og hverjir voru bólusettir. En síðan hefur samt margt breyst þótt heimilislæknarnir séu ennþá embættislæknar fyrir fólkið. Framfarir í læknavísindunum hafa verið miklar og velferðarkerfið á að tryggja öllum sömu heilbrigðisþjónustu. Ungbarnadauði er nú með því sem lægst gerist í heiminum og góð ungbarnaheilsuvernd og og vel heppnaðar ungbarnabólusetningar hafa tryggt að flest börn komast á legg. Staðreyndir sem sýna að þrátt fyrir allt höfum við forgangsraðað sumu vel, ekki síst í heilsugæslunni sjálfri. Heiðrinum í leiðandi afli forvarna og fræðslu í seinni tíð má þó segja að hafi verið rænt frá grasrótinni með stofnun Lýðheilsustöðvar 2003. Ræninginn var í vissum skilningi stjórnsýslan sjálf sem ekki vildi sjá hvar mesta sérþekkingin lá, því annars hefði hún verið sett undir sameiginlega stjórn heilsugæslunnar. Þessi þróun hefur sennilega átt sér stað þar sem heilsugæslunni var einfaldlega ekki gefinn kostur á að vera með í undirbúningsvinnunni, þrátt fyrir leiðandi rannsóknir heilsugæslunnar í lýðheilsufræðum um árabil. Lýðheilsustöðvar sem hefur t.d. látið sér fátt um finnast um eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál ungbarna í dag, sýklalyfjaónæmið og aðgerðir til að snúa þeirri þróun við. Landspítalinn hefur til samanburðar átt miklu auðveldara með að sinna fræða- og fræðsluhlutverki sínu sem snýr að beint að þeirra verksviðum. Þar starfa fræðastjórar og öflugur samningur var gerður fyrir mörgum árum við Háskóla Íslands í því sjónarmiði. Stofnun Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðið haust er að vísu mikilvægur áfangi fyrir heilsugæsluna til að sinna lýðheilsumálum betur, ásamt faglegri skipulagningu á innra starfi auk fræðslu og vísindum. Eins til samvinnu við Lýðheilsustöð og Landlæknisembættið. Starfsmönnum heilsugæslunnar er engu að síður ljóst að stofnun sem kennir sig við lýðheilsu sérstaklega, getur hvergi átt betur heima en innan hennar eigin veggja. Þangað sem fólkið leitar og tekur mark á ráðleggingum er varðar heilsu, ekki síst þegar vandamál steðja að. Hvort heldur er í almennri móttöku, á vöktum, í hjúkrunarráðgjöf, í félags- og sálfræðiráðgjöf, í ungbarna- og mæraheilsuvernd, í unglingamóttöku, í skólaheilsugæslu eða í starfsmannaheilsuvernd. Starfssviðum heilsugæslunnar sem samt stöðugt fleiri og fleiri utanaðkomandi ásælast af ýmsum hagnaðar- og hagsmunarsjónarmiðum. Jafnvel af pólitískum toga til að fá rós í hnappagatið. Sennilega sjá fáir betur heildarmynd heilbrigðis- og félagsmála hvað heimilin varðar og hvar kreppir mest að í fjölskylduheilbrigðinu en heimilislæknar. Félag íslenskra heimilislækna mótaði fjölskyldustefnu FÍH á ári fjölskyldunnar árið 1994, fyrst heilbrigðisfagfélaga á Íslandi. Þar var lögð áhersla á þá þætti sem skipta höfuðmáli fyrir þarfir fjölskyldunnar svo hún dafni vel, svo sem varðandi atvinnumál, húsnæðismál og menntamál. Þótt margt hafi breyst á þeim 17 árum sem liðin eru frá því stefnan var sett fram eru megingildin enn fullu gildi og sem reynir nú meir á en áður, enda flest heimili undir. Skilningsleysi stjórnvalda á hlutverki heimilislæknisins er sennilega best lýst sem skilningsleysi á mikilvægri samfellu í læknisþjónustunni. Fræðasviði heimilislæknisfræðinnar sem er utan sérþekkingar flestra annarra sérsviða læknisfræðinnar og sem byggist fyrst og fremst á meiri þekkingu á fólkinu sjálfu þ.e. skjólstæðingunum og sjúkrasögunni. Fjölskyldunni og félagslegu umhverfi hennar. Tíminn sem foreldrar hafa fyrir börnin er oftast á foreldranna forsendum og sem kemur gleggst í ljós þegar um veikindi barnanna er að ræða. Þrýstingur er mikill á foreldra að mæta í vinnu á daginn og því oft heppilegast að fara með börnin til læknis á kvöldin eftir vinnu. Jafnvel heilsugæslan hefur orðið að taka þátt í þessum leik í stað þess að tryggja barni samband við sinn lækni á daginn eins og alþjóðlegar leiðbeiningar gera ráð fyrir að sé barninu fyrir bestu og sem er best fær um að annast eftirfylgd og fræðslu. Það er líka löngu ljóst að ekki hefur verið nóg gert til að styrkja sálfræðihjálp og félagsráðgjöf á heilsugæslustöðvunum. Skólarnir ráða illa við að veita viðhlítandi sálgæslu fyrir nemendur og mikil aukning hefur orðið á notkun lyfja vegna athyglisbrests og þunglyndis, m.a. til að börn haldist í námi. Jafnvel eldri kynslóðir banka nú upp á og standa í röðum með ósk um sömu úræði vegna erfiðleika á vinnumarkaði. Í kreppu, þegar svo hin fjárhagslega veröld hrynur verður þörfin fyrir hjálp enn meiri. Í nýlegri grein prófessors Jóhanns Ágústs Sigurðssonar sem hann nefndi "Hver er þinn gæfu smiður" og birt var í Fréttablaðinu 11.1. sl. vorum við minnt á að orsakir margra svokallaðra lífstílssjúkdóma í nútíma þjóðfélagi gætu átt rætur að rekja til fortíðar hvers og eins og aðstæðna sem einstaklingunum eru skapaðar í brigðulum heimi og hvað sé þá til hjálpar. Þegar síðan oflækningar og skortur á mannlegu innsæi leiðir til enn alvarlegri sjúkdóma, má sannarlega segja að við séum ekki sjálf sjálfbær að viðhalda góðri heilsu frá einni kynslóðar til annarrar. Þvert á móti er hætta á að heilsan versni og sem í vissum tilfellum getur taldist til alvarlegustu heilsuógna framtíðar. Sala á heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga á ýmsum sérsviðum læknisfræðinnar er sennilega fyrsta skrefið að tekið verði upp tvöfalt heilbrigðiskerfi hér á landi enda hugmyndin að landinn geti einnig keypt þjónustuna. Byrjað verður á liðskiptaígræðslum og tannígræðslum. Þeir efnimeiri geta þá væntanlega keypt sína heilbrigðisþjónustu beint og fengið þjónustu á undan öðrum. Að sama skapi er hætt við að opinber þjónusta rýrni og verði ekki samkeppnishæf í sérgreinum sem þegar eru undirmannaðar. Sama á sér stað í frumheilsugæslunni í dag þegar einkafyrirtæki bjóða upp á tækifærislausnir sem þeim hentar hverju sinni í samkeppni við sjálfa Heilsugæsluna, starfsemi sem byggir á allt öðrum lögmálum. Þegar markaðslögmálin verða látin ráða í heilbrigðisþjónustunni þarf auðvitað að skilgreina velferðarþjónustuna upp á nýtt á Íslandi. Styrkleikar heilsugæslunnar eru þó ennþá miklir enda innviðirnir sterkir. Mannauðurinn er mikill, ekki síst í stórum hópi sérfræðilækna í heimilislækningum sem ákváðu að leggja þetta sérnám fyrir sig fyrir áratugum síðan. Þótt undirmönnun lækna í heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er mikill að þá eru húsakynnin góð og aðstaða víða fyrir sérnámslækna. Auðvelt ætti því að vera að nýta reynslu læknanna sem þegar eru starfandi til að mennta aðra lækna til að verða heimilislækna, m.a. aðra sérgreinalækna sem ekki fá starf við hæfi vegna yfirmönnunar í þeirra fagi. Flýta þarf þessu ferli því á næstu 10 árum má búast við að helmingur nústarfandi heimilislækna hætti störfum fyrir aldurs sakir. Öll vaktþjónusta á höfuðborgarsvæðinu þarf einnig að vera á forsendum frumheilsugæslunnar, eins og hún er annars staðar á landinu. Þegar er komið gott skipulag á vaktþjónustuna hjá Læknavaktinni á höfuðborgarsvæðinu sem tekur við vaktskyldu heilsugæslunnar eftir að síðdegismóttöku stöðvanna lýkur á daginn og sem hefur sýnt sig vera ódýrasta rekstrarformið sem stjórnvöld eiga völ á. Afleiddur sparnaður m.a. í ónauðsynlegum rannsóknakostnaði á spítölunum er auk þess mikill. Annað skipulag á vaktþjónustunni og sem er ekki á forsendum heilsugæslunnar, rýrir trúverðugleika hennar og gæði. Það eru blikur á lofti og óveðursskýin halda áfram að hrannast upp í þjóðfélaginu á tímum niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Brestir í skipulagningu heilbrigðisyfirvalda á málefnum heilsugæslunnar ásamt vöntun á framtíðarsýn hefur valdið henni miklum vanda á undanförnum árum, þrátt fyrir góð loforð um bót og betrun að styrkja beri þessa þjónustu. Koma þarf til stórátaks heilbrigðisyfirvalda sem styrkir sjálfbært heilsuhagkerfi fyrir okkur sjálf í stað þess að láta heilsuna versna af okkar eigin völdum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun