Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 11:48 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. Fyrirsögn Fréttablaðsins er „Reiðir hjúkrunarfræðingar munu standa við uppsagnir“ og fyrirsögn Morgunblaðsins „Lokun gjörgæslu yfirvofandi“. Heilbrigðisráðherra sagði í Bítinu í morgun að svona fyrirsagnir hafa sést alveg frá árinu 2012 þegar fjöldi hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga sagði upp á Landspítalanum auk lækna. „Þetta er búið að liggj á Íslendingum núna í allnokkur ár í kjölfar hrunsins og þetta er uppsafnaður pirringur sem er að brjótast fram með þessum hætti en ennþá gengur samt sem áður heilbrigðisþjónusta við Íslendinga þó hún gangi ekki eins vel og allir vilja.“Landspítalanum verður ekki lokað þó 300 manns láti af störfum Kristján sagðist þó ekki líta svo á að uppsagnir hjúkrunarfræðinga séu innantómar hótanir en bendir á að þrátt fyrir „dómsdagsspár síðustu ára“ sé enn verið að reka heilbrigðiskerfi hér á landi. „Dettur mönnum það til hugar að halda því fram í fullri alvöru að þó svo að á 4-5 þúsund manna vinnustað hætti 200 til 300 manns að vinnustaðnum verði lokað? Nei, það gerist ekki þannig.“ Varðandi það að lokun gjörgæslu sé yfirvofandi er Kristján sammála því að ef til þess komi sé samfélagið brostið. „En hvað er búið að halda þessu lengi fram? Það sem ég er bara að segja er það, umræðan um íslenska heilbrigðiskerfið núna í fimm ár, frá hruni er búin að vera í þessum fyrirsögnum. En enn erum við að reka kerfið. Það er alið á þessu á hverjum einasta degi, það er það sem ég er að segja.“Nóg boðið vegna umræðunnar Það er ekki ofsögum sagt að heilbrigðisráðherra hafi verið mikið niðri fyrir í morgun og aðspurður hvort honum væri nóg boðið sagði hann: „Mér er nóg boðið af þeirri umræðu sem þið eruð að flytja hérna. [...] Mér er heitt í hamsi vegna þess að umræðan er í fyrirsögnunum og hún er búin að vera svona í nokkur ár. Alltaf eru fyrirsagnirnar sóttar í umræðuna með þeim hætti að lokunin sé að verða á morgun.“ Kristján sagðist ekki vera að skjóta sendiboðann með gagnrýni sinni á umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðiskerfið. „Eðlilega bregst maður svona við vegna þess að það er búið að halda þessu að Íslendingum og fólk er orðið skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Ég hef hitt og heyrt í fólki sem er í raun búið að missa traust á því að geta leitað til íslenskrar heilbrigðisþjónustu. En ég fullyrði það, á hverjum einasta degi er verið að vinna fullt af afrekum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það fer ekkert fyrir þeirri umræðu.“ Hlusta má á viðtalið við heilbrigðisráðherra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Katrín og Árni Páll gagnrýna lög á verkföll Þau segja lagasetningu ekki hafa leyst vandann. 16. júlí 2015 07:00 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. Fyrirsögn Fréttablaðsins er „Reiðir hjúkrunarfræðingar munu standa við uppsagnir“ og fyrirsögn Morgunblaðsins „Lokun gjörgæslu yfirvofandi“. Heilbrigðisráðherra sagði í Bítinu í morgun að svona fyrirsagnir hafa sést alveg frá árinu 2012 þegar fjöldi hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga sagði upp á Landspítalanum auk lækna. „Þetta er búið að liggj á Íslendingum núna í allnokkur ár í kjölfar hrunsins og þetta er uppsafnaður pirringur sem er að brjótast fram með þessum hætti en ennþá gengur samt sem áður heilbrigðisþjónusta við Íslendinga þó hún gangi ekki eins vel og allir vilja.“Landspítalanum verður ekki lokað þó 300 manns láti af störfum Kristján sagðist þó ekki líta svo á að uppsagnir hjúkrunarfræðinga séu innantómar hótanir en bendir á að þrátt fyrir „dómsdagsspár síðustu ára“ sé enn verið að reka heilbrigðiskerfi hér á landi. „Dettur mönnum það til hugar að halda því fram í fullri alvöru að þó svo að á 4-5 þúsund manna vinnustað hætti 200 til 300 manns að vinnustaðnum verði lokað? Nei, það gerist ekki þannig.“ Varðandi það að lokun gjörgæslu sé yfirvofandi er Kristján sammála því að ef til þess komi sé samfélagið brostið. „En hvað er búið að halda þessu lengi fram? Það sem ég er bara að segja er það, umræðan um íslenska heilbrigðiskerfið núna í fimm ár, frá hruni er búin að vera í þessum fyrirsögnum. En enn erum við að reka kerfið. Það er alið á þessu á hverjum einasta degi, það er það sem ég er að segja.“Nóg boðið vegna umræðunnar Það er ekki ofsögum sagt að heilbrigðisráðherra hafi verið mikið niðri fyrir í morgun og aðspurður hvort honum væri nóg boðið sagði hann: „Mér er nóg boðið af þeirri umræðu sem þið eruð að flytja hérna. [...] Mér er heitt í hamsi vegna þess að umræðan er í fyrirsögnunum og hún er búin að vera svona í nokkur ár. Alltaf eru fyrirsagnirnar sóttar í umræðuna með þeim hætti að lokunin sé að verða á morgun.“ Kristján sagðist ekki vera að skjóta sendiboðann með gagnrýni sinni á umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðiskerfið. „Eðlilega bregst maður svona við vegna þess að það er búið að halda þessu að Íslendingum og fólk er orðið skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Ég hef hitt og heyrt í fólki sem er í raun búið að missa traust á því að geta leitað til íslenskrar heilbrigðisþjónustu. En ég fullyrði það, á hverjum einasta degi er verið að vinna fullt af afrekum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það fer ekkert fyrir þeirri umræðu.“ Hlusta má á viðtalið við heilbrigðisráðherra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Katrín og Árni Páll gagnrýna lög á verkföll Þau segja lagasetningu ekki hafa leyst vandann. 16. júlí 2015 07:00 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
Katrín og Árni Páll gagnrýna lög á verkföll Þau segja lagasetningu ekki hafa leyst vandann. 16. júlí 2015 07:00
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42