Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 16:20 Ólafur G. Skúlason er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. VISIR/GVA Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendi í dag frá sér ályktun um öryggi sjúklinga. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákæru ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. FÍH ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákærunnar á hendur hjúkrunarfræðingnum vill félagið benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að mati FÍH að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. „Fíh hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni. Í samtali við Vísi segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, fólk úr hans röðum vera uggandi yfir þessu máli og segir hann það skapa mikla óvissu fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn. Honum þykir það ekki rétt aðferðafræði að draga einn einstakling fyrir dóm þegar mál af þessu tagi koma upp enda séu þau sjaldnast við einn einstakling að sakast. „Þegar eitthvað svona gerist þá er það vegna fjölda keðjuverkandi atvika en ekki vegna þessa að eitthvað eitt klikkar,“ segir Ólafur. „Það er ótal þættir sem spila inn í, til að mynda álag, bágur tækjakostur, krefjandi vinnuaðstæður og því er það skrýtið að skella ábyrgðinni á einn aðila, í staðinn fyrir að skoða allt ferlið og reyna að draga lærdóm af því.“ Ólafur segir að heilbrigðisstarfsfólk efist um réttarstöðu sína í kjölfar ákærunnar og telur hann að mál sem þetta geti jafnvel orðið til þess að fólk í heilbrigðisgeiranum muni hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm. „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur og skorar félagið á yfirvöld að veita heilbrigðiskerfinu það fjármagn sem þarf til að tryggja sjúklingum örugga hjúkrunarþjónustu. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) sendi í dag frá sér ályktun um öryggi sjúklinga. Ályktunin kemur í kjölfar fregna af ákæru ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir manndráp af gáleysi. FÍH ítrekar mikilvægi þess að öryggi sjúklinga sé haft að leiðarljósi í allri heilbrigðisþjónustu. Í ljósi ákærunnar á hendur hjúkrunarfræðingnum vill félagið benda á að hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir nýjum veruleika sem mun hafa umtalsverð áhrif á störf þeirra til framtíðar. Mikilvægt er að mati FÍH að komið sé í veg fyrir að alvarleg atvik í meðferð sjúklinga geti átt sér stað. „Fíh hefur um árabil barist fyrir því að starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé þess eðlis að þeir geti veitt sjúklingum örugga hjúkrun. Slíkt starfsumhverfi felur í sér nægjanlegt fjármagn, góða mönnun hjúkrunarfræðinga, nægjanlegan hvíldartíma og minna vinnuálag en til staðar er í dag,“ segir í ályktuninni. Í samtali við Vísi segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, formaður FÍH, fólk úr hans röðum vera uggandi yfir þessu máli og segir hann það skapa mikla óvissu fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn. Honum þykir það ekki rétt aðferðafræði að draga einn einstakling fyrir dóm þegar mál af þessu tagi koma upp enda séu þau sjaldnast við einn einstakling að sakast. „Þegar eitthvað svona gerist þá er það vegna fjölda keðjuverkandi atvika en ekki vegna þessa að eitthvað eitt klikkar,“ segir Ólafur. „Það er ótal þættir sem spila inn í, til að mynda álag, bágur tækjakostur, krefjandi vinnuaðstæður og því er það skrýtið að skella ábyrgðinni á einn aðila, í staðinn fyrir að skoða allt ferlið og reyna að draga lærdóm af því.“ Ólafur segir að heilbrigðisstarfsfólk efist um réttarstöðu sína í kjölfar ákærunnar og telur hann að mál sem þetta geti jafnvel orðið til þess að fólk í heilbrigðisgeiranum muni hylma yfir mistök sín af ótta við að vera dregið fyrir dóm. „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur og skorar félagið á yfirvöld að veita heilbrigðiskerfinu það fjármagn sem þarf til að tryggja sjúklingum örugga hjúkrunarþjónustu.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46