Heilsugæslan á heima hjá sveitarfélögunum Ingveldur Geirsdóttir skrifar 14. júlí 2013 18:38 Rekstur heilsugæslunnar á heima hjá sveitarfélögunum og getur það gert þjónustuna heildstæðari og betri. Þetta er mat oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann er alfarið á móti einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að aðrir séu færari í að annast rekstur heilsugæslunnar en ríkið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana og tók þar sem dæmi rekstur sveitarfélaga á heilsugæslunni. „Það er ýmislegt annað í boði heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stenfumótandi á grunni löggjafar sem alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari að annast um rekstur en ráðuneytin sjálf," sagði Kristján. Túlka má orð Kristjáns Þórs á þann veg að honum hugnist einkavæðing heilbrigðiskerfisins, því er Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík alfarið á móti og sér ekki að peningar muni sparast á þann hátt. „Þá held ég að það sé miklu skynsamlegra að horfa til hugmynda um að heilsugæslan flytjist yfir á ábyrgð sveitarfélaga. Það yrði þá liður í því að efla heilsugæslu fyrir alla með öruggum og góðum aðgangi og nægjanlegu fé til að standa undir góðri þjónustu," segir Dagur. Dagur telur sveitarfélög vel í stakk búin til að reka heilsugæsluna og reynslan sýni að þjónustan geti orðið heildstæðari og betri fyrir sama fé. „Reykjavík hefur lengi verið þeirrar skoðunar að heilsugæslan eigi heima hjá sveitarfélögunum og við höfum sent ráðuneytinu erindi og farið þess á leit að hefja viðræður um yfirtöku heilsugæslunnar því við sjáum heilsugæsluna sem snaran þátt í nærþjónustu við íbúana," segir Dagur. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Rekstur heilsugæslunnar á heima hjá sveitarfélögunum og getur það gert þjónustuna heildstæðari og betri. Þetta er mat oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann er alfarið á móti einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að aðrir séu færari í að annast rekstur heilsugæslunnar en ríkið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana og tók þar sem dæmi rekstur sveitarfélaga á heilsugæslunni. „Það er ýmislegt annað í boði heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stenfumótandi á grunni löggjafar sem alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari að annast um rekstur en ráðuneytin sjálf," sagði Kristján. Túlka má orð Kristjáns Þórs á þann veg að honum hugnist einkavæðing heilbrigðiskerfisins, því er Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík alfarið á móti og sér ekki að peningar muni sparast á þann hátt. „Þá held ég að það sé miklu skynsamlegra að horfa til hugmynda um að heilsugæslan flytjist yfir á ábyrgð sveitarfélaga. Það yrði þá liður í því að efla heilsugæslu fyrir alla með öruggum og góðum aðgangi og nægjanlegu fé til að standa undir góðri þjónustu," segir Dagur. Dagur telur sveitarfélög vel í stakk búin til að reka heilsugæsluna og reynslan sýni að þjónustan geti orðið heildstæðari og betri fyrir sama fé. „Reykjavík hefur lengi verið þeirrar skoðunar að heilsugæslan eigi heima hjá sveitarfélögunum og við höfum sent ráðuneytinu erindi og farið þess á leit að hefja viðræður um yfirtöku heilsugæslunnar því við sjáum heilsugæsluna sem snaran þátt í nærþjónustu við íbúana," segir Dagur.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira