Innlent

Vefur leikskóla hökkuð af ISIS?

Samúel Karl Ólason skrifar
Svo virðist sem að tölvuþrjótar á vegum Íslamska ríkisins hafi ráðist á heimasíðu leikskólans Klambrar. Sé farið inn á heimasíðuna má sjá fána ISIS og yfirlýsingu gegn hernaði í Palestínu og Sýrlandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir íslenska heimasíðu.

Sjá einnig: Njala.is hökkuð af ISIS?

Nánar tiltekið stendur að þeir sem sjái skilaboðin eigi að koma því á framfæri til stjórnvalda sinna að hernaður í Palestínu og Sýrlandi sé ekki réttlætanlegur. Lagið Soldiers of Allah heyrist í bakgrunninum.

Vísir hefur áður fjallað um lagið Soldiers of Allah, en í myndbandinu við það má sjá myndefni frá Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×