Innlent

Heimasíða ráðherra hrunin

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

Heimasíða Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, liggur niðri eftir gabb sem birtist á síðunni fyrr í dag. Þar var búið að birta færslu þar sem einhver tilkynnti um afsögn Árna Páls í hans nafni.

„Fréttir af afsögn minni eru stórlega ýktar," sagði Árni Páll svo í samtali við starfsmann sinn í ráðuneytinu þegar hann tilkynnti honum að frásagnir af afsögn væru komnar á kreik.

Hann bar þær því til baka og ljóst er að einhver hefur brotist inn á heimasíðu ráðherrans. Gabbið hefur að vonum vakið gríðarlega athygli og því hefur umferð inn á síðuna margfaldast með þeim afleiðingum að hún hrundi.

Tölvuþrjóturinn er ófundinn. Ekki hefur náðst í Árna Pál þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×