Innlent

Heimilt að selja lögreglustöðina á Hverfisgötu

Anton Egilsson skrifar
Lögreglustöðin á Hverfisgötu
Lögreglustöðin á Hverfisgötu Vísir/GVA
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild til að selja lögreglustöðina á Hverfisgötu, höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt ákvæði í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Í ákvæði frumvarpsins eru tiltekin ýmis húsnæði í eigu hins opinbera sem fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt eða selja eða leigja. 

Meðal annarra húsnæða sem heimild er til sölu á eru húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg, húsnæði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og Útlendingastofnunar að Skógarhlíð 6 og húseignir ríkisins í Borgartúni 5 og 7 sem meðal annars hýsir Vegagerðina.

Þá er heimild til að leigja út Hegningarhúsið við Skólavörðustíg en starfsemi þess var hætt í sumar á þessu ári.


Tengdar fréttir

Vegabréf hækka um 20 prósent

Gjöld fyrir útgáfu vegabréfa hækka um 20 prósent samkvæmt frumvarpi til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps næsta árs.

Framlög til þjóðkirkjunnar aukast

Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×