Heimilt að sjá gosið úr tíu kílómetra fjarlægð Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2015 19:52 Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit skipuleggja nú jeppaferðir um Ódáðahraun langleiðina að Holuhrauni eftir að almannavarnir minnkuðu bannsvæðið umhverfis gosstöðvarnar. Leyft er að fara á útsýnisstað um tíu kílómetra frá gígnum. Stór hluti hálendisins norðan Vatnajökuls hefur verið bannsvæði undanfarið hálft ár en nú segja almannavarnir að dregið hafi það mikið úr eldgosinu að óhætt sé að minnka lokunarsvæðið. Enn er þó talin hætta á hlaupi um farveg Jökulsár á Fjöllum og því er almenningi áfram bannað að aka leiðina frá Möðrudal. Þá er öll umferð áfram bönnuð um Öskjuleið frá Hrossaborg á Mývatnsöræfum. Fólki leyfist hins vegar núna að nálgast gosstöðvarnar með því að fara leiðir vestan Öskju, til dæmis jeppaslóða sem liggur frá Mývatni um Ódáðahraun og að útsýnisstað sunnan við fjallið Kattbeking. Nýtt hættumat, sem kynnt var í dag, setur þann stað utan bannsvæðis. Leiðin um Ódáðahraun liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni. Leiðin úr Möðrudal er aðeins opin fyrir þá sem fá sérstakt leyfi almannavarna.Grafík/Hjalti Þór Þórsson. Oddviti Mývetninga, Yngvi Ragnar Kristjánsson, benti raunar á þennan möguleika strax í haust og ók þá þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar. Hann segir að frá hól einum sunnan Kattbekings hafi eldgosið blasað við. Yngvi Ragnar kvaðst í samtali við Stöð 2 í dag vita til þess að 4-5 ferðaþjónustuaðilar fyrir norðan væru þegar byrjaðir að skipuleggja jeppaferðir þessa leið. Hann segir jeppafæri nú mjög gott, áætlar þetta um tveggja stunda akstur úr Mývatnssveit. Veðurspáin sé hins vegar leiðinleg fyrir helgina og býst hann ekki við að menn fari fyrstu ferðir fyrr en eftir helgi.Horft til gosstöðvanna frá útsýnisstaðnum sunnan Kattbekings.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson.Almannavarnir vara menn þó við því að gasmengun frá eldstöðinni geti enn verið mikil utan við lokunarsvæðið. Menn eru því hvattir til að sýna ítrustu varfærni, vera með viðeigandi viðvörunar- og hlífðarbúnað og kynna sér spár um gasdreifingu á vefsíðu Veðurstofunnar áður en lagt er í hann. Tengdar fréttir Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Lögreglustjóri segir að ákvarðanir verði byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu. 20. janúar 2015 18:45 Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit skipuleggja nú jeppaferðir um Ódáðahraun langleiðina að Holuhrauni eftir að almannavarnir minnkuðu bannsvæðið umhverfis gosstöðvarnar. Leyft er að fara á útsýnisstað um tíu kílómetra frá gígnum. Stór hluti hálendisins norðan Vatnajökuls hefur verið bannsvæði undanfarið hálft ár en nú segja almannavarnir að dregið hafi það mikið úr eldgosinu að óhætt sé að minnka lokunarsvæðið. Enn er þó talin hætta á hlaupi um farveg Jökulsár á Fjöllum og því er almenningi áfram bannað að aka leiðina frá Möðrudal. Þá er öll umferð áfram bönnuð um Öskjuleið frá Hrossaborg á Mývatnsöræfum. Fólki leyfist hins vegar núna að nálgast gosstöðvarnar með því að fara leiðir vestan Öskju, til dæmis jeppaslóða sem liggur frá Mývatni um Ódáðahraun og að útsýnisstað sunnan við fjallið Kattbeking. Nýtt hættumat, sem kynnt var í dag, setur þann stað utan bannsvæðis. Leiðin um Ódáðahraun liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni. Leiðin úr Möðrudal er aðeins opin fyrir þá sem fá sérstakt leyfi almannavarna.Grafík/Hjalti Þór Þórsson. Oddviti Mývetninga, Yngvi Ragnar Kristjánsson, benti raunar á þennan möguleika strax í haust og ók þá þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar. Hann segir að frá hól einum sunnan Kattbekings hafi eldgosið blasað við. Yngvi Ragnar kvaðst í samtali við Stöð 2 í dag vita til þess að 4-5 ferðaþjónustuaðilar fyrir norðan væru þegar byrjaðir að skipuleggja jeppaferðir þessa leið. Hann segir jeppafæri nú mjög gott, áætlar þetta um tveggja stunda akstur úr Mývatnssveit. Veðurspáin sé hins vegar leiðinleg fyrir helgina og býst hann ekki við að menn fari fyrstu ferðir fyrr en eftir helgi.Horft til gosstöðvanna frá útsýnisstaðnum sunnan Kattbekings.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson.Almannavarnir vara menn þó við því að gasmengun frá eldstöðinni geti enn verið mikil utan við lokunarsvæðið. Menn eru því hvattir til að sýna ítrustu varfærni, vera með viðeigandi viðvörunar- og hlífðarbúnað og kynna sér spár um gasdreifingu á vefsíðu Veðurstofunnar áður en lagt er í hann.
Tengdar fréttir Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Lögreglustjóri segir að ákvarðanir verði byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu. 20. janúar 2015 18:45 Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Lögreglustjóri segir að ákvarðanir verði byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu. 20. janúar 2015 18:45
Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00