Innlent

Heimilt að vera á nagladekkjum í vissum aðstæðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Borið hefur á ofankomu á landinu síðustu daga og stendur orðið páskahret fullkomlega undir merkingu sinni.

Samgöngustofa vill minna á mikilvægi þess að ökumenn fylgist vel með veðurspám og fréttum af færð og gæti þess að ökutæki séu vel búin til vetraraksturs áður en lagt er af stað. Rétt er að minna á mikilvægi þess að hjólbarðar hæfi akstursaðstæðum.

Í gær, 15 apríl, rann upp sá dagur sem heimild til notkunar nagladekkja rann út en rétt er að minna á að í lögunum er jafnframt tekið fram að heimilt sé að vera á nagladekkjum utan þess tíma gerist þess þörf vegna akstursaðstæðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×