Heimsmeistari í kynjajafnrétti? Margrét Steinarsdóttir skrifar 27. maí 2013 07:00 Síðastliðinn fimmtudag kynnti vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um mismunun gagnvart konum í löggjöf og framkvæmd bráðabirgðaniðurstöður úr heimsókn sinni til Íslands. Í lauslegri þýðingu er yfirskrift skýrslu þeirra „Ekkert rúm fyrir slökun hjá heimsmeistaranum í kynjajafnrétti“. Þar vísa þau til að samkvæmt World Economic Forum er jafnrétti kynjanna mest á Íslandi. Þau hrósa Íslandi til dæmis fyrir það hversu vel hafi tekist til við að samræma atvinnu og fjölskyldulíf, kynjaða hagstjórn og löggjöf um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, bann við kaupum á vændi og ein hjúskaparlög fyrir alla. Hins vegar telur vinnuhópurinn að á tveimur sviðum sé úrbóta þörf, þ.e. á vinnumarkaði og hvað varðar kynbundið ofbeldi. Gagnrýnir hópurinn m.a. launamun kynjanna sem eigi sér rót í kynskiptum vinnumarkaði og því hversu fáar konur gegni stjórnunarstöðum. Þau gagnrýna einnig að í íslenskum hegningarlögum sé ekki að finna sérstakt ákvæði er taki til ofbeldis í nánum samböndum (heimilisofbeldis), hversu sjaldan nálgunarbanni sé beitt og til hve skamms tíma það nái. Þá lýsir vinnuhópurinn verulegum áhyggjum af því að fimm árum eftir athugasemdir kvennanefndar SÞ varðandi það hversu fá kynferðisbrotamál sem kærð eru til lögreglu enda með saksókn og sakfellingu skuli engin breyting hafa orðið þar á. Leggja þau til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að bæta refsivörslukerfið. Þau benda einnig sérstaklega á stöðu innflytjendakvenna og hvetja til stuðnings við samtök sem miða að því að gera innflytjendum, einkum konum, mögulegt að taka þátt í efnahags- og félagslífi, sem og opinberu og stjórnmálalífi á Íslandi. Loks hvetur vinnuhópurinn til að sett verði löggjöf um bann við mismunun og að starfsemi Jafnréttisstofu verði styrkt. Mannréttindaskrifstofa Íslands tekur heils hugar undir athugasemdir nefndarinnar. Þótt með sanni megi segja að staða jafnréttismála á Íslandi sé góð miðað við mörg önnur ríki, þá eru þó alvarlegir brestir þar á, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Betur má ef duga skal og hvetur Mannréttindaskrifstofan nýja ríkisstjórn til að setja jafnréttis- og mannréttindamál í forgang og grípa til viðeigandi aðgerða til að taka á þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag kynnti vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um mismunun gagnvart konum í löggjöf og framkvæmd bráðabirgðaniðurstöður úr heimsókn sinni til Íslands. Í lauslegri þýðingu er yfirskrift skýrslu þeirra „Ekkert rúm fyrir slökun hjá heimsmeistaranum í kynjajafnrétti“. Þar vísa þau til að samkvæmt World Economic Forum er jafnrétti kynjanna mest á Íslandi. Þau hrósa Íslandi til dæmis fyrir það hversu vel hafi tekist til við að samræma atvinnu og fjölskyldulíf, kynjaða hagstjórn og löggjöf um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, bann við kaupum á vændi og ein hjúskaparlög fyrir alla. Hins vegar telur vinnuhópurinn að á tveimur sviðum sé úrbóta þörf, þ.e. á vinnumarkaði og hvað varðar kynbundið ofbeldi. Gagnrýnir hópurinn m.a. launamun kynjanna sem eigi sér rót í kynskiptum vinnumarkaði og því hversu fáar konur gegni stjórnunarstöðum. Þau gagnrýna einnig að í íslenskum hegningarlögum sé ekki að finna sérstakt ákvæði er taki til ofbeldis í nánum samböndum (heimilisofbeldis), hversu sjaldan nálgunarbanni sé beitt og til hve skamms tíma það nái. Þá lýsir vinnuhópurinn verulegum áhyggjum af því að fimm árum eftir athugasemdir kvennanefndar SÞ varðandi það hversu fá kynferðisbrotamál sem kærð eru til lögreglu enda með saksókn og sakfellingu skuli engin breyting hafa orðið þar á. Leggja þau til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að bæta refsivörslukerfið. Þau benda einnig sérstaklega á stöðu innflytjendakvenna og hvetja til stuðnings við samtök sem miða að því að gera innflytjendum, einkum konum, mögulegt að taka þátt í efnahags- og félagslífi, sem og opinberu og stjórnmálalífi á Íslandi. Loks hvetur vinnuhópurinn til að sett verði löggjöf um bann við mismunun og að starfsemi Jafnréttisstofu verði styrkt. Mannréttindaskrifstofa Íslands tekur heils hugar undir athugasemdir nefndarinnar. Þótt með sanni megi segja að staða jafnréttismála á Íslandi sé góð miðað við mörg önnur ríki, þá eru þó alvarlegir brestir þar á, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Betur má ef duga skal og hvetur Mannréttindaskrifstofan nýja ríkisstjórn til að setja jafnréttis- og mannréttindamál í forgang og grípa til viðeigandi aðgerða til að taka á þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun