Heimsmeistari í kynjajafnrétti? Margrét Steinarsdóttir skrifar 27. maí 2013 07:00 Síðastliðinn fimmtudag kynnti vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um mismunun gagnvart konum í löggjöf og framkvæmd bráðabirgðaniðurstöður úr heimsókn sinni til Íslands. Í lauslegri þýðingu er yfirskrift skýrslu þeirra „Ekkert rúm fyrir slökun hjá heimsmeistaranum í kynjajafnrétti“. Þar vísa þau til að samkvæmt World Economic Forum er jafnrétti kynjanna mest á Íslandi. Þau hrósa Íslandi til dæmis fyrir það hversu vel hafi tekist til við að samræma atvinnu og fjölskyldulíf, kynjaða hagstjórn og löggjöf um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, bann við kaupum á vændi og ein hjúskaparlög fyrir alla. Hins vegar telur vinnuhópurinn að á tveimur sviðum sé úrbóta þörf, þ.e. á vinnumarkaði og hvað varðar kynbundið ofbeldi. Gagnrýnir hópurinn m.a. launamun kynjanna sem eigi sér rót í kynskiptum vinnumarkaði og því hversu fáar konur gegni stjórnunarstöðum. Þau gagnrýna einnig að í íslenskum hegningarlögum sé ekki að finna sérstakt ákvæði er taki til ofbeldis í nánum samböndum (heimilisofbeldis), hversu sjaldan nálgunarbanni sé beitt og til hve skamms tíma það nái. Þá lýsir vinnuhópurinn verulegum áhyggjum af því að fimm árum eftir athugasemdir kvennanefndar SÞ varðandi það hversu fá kynferðisbrotamál sem kærð eru til lögreglu enda með saksókn og sakfellingu skuli engin breyting hafa orðið þar á. Leggja þau til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að bæta refsivörslukerfið. Þau benda einnig sérstaklega á stöðu innflytjendakvenna og hvetja til stuðnings við samtök sem miða að því að gera innflytjendum, einkum konum, mögulegt að taka þátt í efnahags- og félagslífi, sem og opinberu og stjórnmálalífi á Íslandi. Loks hvetur vinnuhópurinn til að sett verði löggjöf um bann við mismunun og að starfsemi Jafnréttisstofu verði styrkt. Mannréttindaskrifstofa Íslands tekur heils hugar undir athugasemdir nefndarinnar. Þótt með sanni megi segja að staða jafnréttismála á Íslandi sé góð miðað við mörg önnur ríki, þá eru þó alvarlegir brestir þar á, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Betur má ef duga skal og hvetur Mannréttindaskrifstofan nýja ríkisstjórn til að setja jafnréttis- og mannréttindamál í forgang og grípa til viðeigandi aðgerða til að taka á þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag kynnti vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um mismunun gagnvart konum í löggjöf og framkvæmd bráðabirgðaniðurstöður úr heimsókn sinni til Íslands. Í lauslegri þýðingu er yfirskrift skýrslu þeirra „Ekkert rúm fyrir slökun hjá heimsmeistaranum í kynjajafnrétti“. Þar vísa þau til að samkvæmt World Economic Forum er jafnrétti kynjanna mest á Íslandi. Þau hrósa Íslandi til dæmis fyrir það hversu vel hafi tekist til við að samræma atvinnu og fjölskyldulíf, kynjaða hagstjórn og löggjöf um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, bann við kaupum á vændi og ein hjúskaparlög fyrir alla. Hins vegar telur vinnuhópurinn að á tveimur sviðum sé úrbóta þörf, þ.e. á vinnumarkaði og hvað varðar kynbundið ofbeldi. Gagnrýnir hópurinn m.a. launamun kynjanna sem eigi sér rót í kynskiptum vinnumarkaði og því hversu fáar konur gegni stjórnunarstöðum. Þau gagnrýna einnig að í íslenskum hegningarlögum sé ekki að finna sérstakt ákvæði er taki til ofbeldis í nánum samböndum (heimilisofbeldis), hversu sjaldan nálgunarbanni sé beitt og til hve skamms tíma það nái. Þá lýsir vinnuhópurinn verulegum áhyggjum af því að fimm árum eftir athugasemdir kvennanefndar SÞ varðandi það hversu fá kynferðisbrotamál sem kærð eru til lögreglu enda með saksókn og sakfellingu skuli engin breyting hafa orðið þar á. Leggja þau til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að bæta refsivörslukerfið. Þau benda einnig sérstaklega á stöðu innflytjendakvenna og hvetja til stuðnings við samtök sem miða að því að gera innflytjendum, einkum konum, mögulegt að taka þátt í efnahags- og félagslífi, sem og opinberu og stjórnmálalífi á Íslandi. Loks hvetur vinnuhópurinn til að sett verði löggjöf um bann við mismunun og að starfsemi Jafnréttisstofu verði styrkt. Mannréttindaskrifstofa Íslands tekur heils hugar undir athugasemdir nefndarinnar. Þótt með sanni megi segja að staða jafnréttismála á Íslandi sé góð miðað við mörg önnur ríki, þá eru þó alvarlegir brestir þar á, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Betur má ef duga skal og hvetur Mannréttindaskrifstofan nýja ríkisstjórn til að setja jafnréttis- og mannréttindamál í forgang og grípa til viðeigandi aðgerða til að taka á þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun