Hið nýstofnaða stjórnmálaafl Guðmundar Steingrímssonar, Björt framtíð, mun ekki skipta um nafn eftir því sem segir í frétt mbl.
„Við ætlum ekki að skipta um nafn og ég óska Nýrri framtíð bjartrar framtíðar," sagði Guðmundur Steingrímsson. Pólitísku samtökin Ný framtíð hafa óskað eftir því að Björt framtíð skipti um nafn til að koma í veg fyrir misskilning.
Guðmundur bendir á að þetta sé ekki sama nafnið. „Það er ýmislegt sem heitir framtíð í samfélaginu svo það er bara skemmtilegt að það sé til Ný framtíð líka," segir hann.
