Heitt súkkulaði í rúminu á jóladag Sólveig Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2013 18:00 Þráinn og Elín ásamt börnum sínum, Sif, Hrönn og Óskari Þór, í hjónarúminu á jóladagsmorgun árið 1983. Í fjöldamörg ár viðhélt Þráinn Þorvaldsson þeim jólasið að drekka heitt súkkulaði með börnum sínum uppi í rúmi á jóladagsmorgun. Siðinn má rekja til móður Þráins sem ólst upp í torfbæ í Dýrafirði og naut samverustunda með móður sinni á baðstofuloftinu á jólunum. „Móðir mín, Aðalbjörg Bjarnadóttir (fædd 1910), er fædd og uppalin í torfbæ á Kirkjubóli í Dýrafirði. Hún sagði frá því hve það var henni og systkinum hennar mikils virði að móðir þeirra, Guðmunda María Guðmundsdóttir, gaf sér tíma á jóladagsmorgun til þess að koma á baðstofuloftið og dvelja nokkra stund hjá þeim,“ segir Þráinn en þetta gerði hún meðan börnin voru ung. „Guðmunda færði þeim heitt súkkulaði og kökur, jólaköku, kleinur og hálfmána. Fyrir börnin var það stór stund að fá að njóta þessarar stundar með móður sinni meðan þau nutu góðgerðanna við lítil kertaljós,“ lýsir Þráinn.Foreldrar Þráins, Aðalbjörg Bjarnadóttir frá Kirkjubóli í Dýrafirði og Þorvaldur Ellert Ásmundsson frá Akranesi.Hefðinni haldið við Þessi jólasiður lifði áfram gegnum Aðalbjörgu. „Foreldrar mínir bjuggu á Akranesi. Faðir minn, Þorvaldur Ellert Ásmundsson, er fæddur þar og færði móður minni og okkur börnunum heitt súkkulaði og kökur í rúmið á jóladagsmorgun,“ segir Þráinn. Súkkulaðið var upphitað frá kvöldinu áður en hefð var fyrir því að bera fram kökur og heitt súkkulaði fram eftir klukkan tíu á aðfangadagskvöld. „Þegar við Elín Óskarsdóttir eiginkona mín hófum búskap fyrir 46 árum hélt ég þessari hefð við. Börnin okkar þrjú Sif, Hrönn og Óskar Þór hafa talað um hve þessir jóladagsmorgnar voru þeim mikils virði,“ segir Þráinn. Hann vaknaði fyrstur á jóladagsmorgun, hitaði súkkulaði og þeytti rjóma. Síðan skar hann sneiðar af randalínu og setti á disk ásamt kleinum og smákökum. „Síðan var hefðin sú að ég fór inn í herbergi barnanna, steig upp í rúm þeirra hvers um sig og myndaði lúðrahljóm með höndunum og sagði að nú væri mál að vakna,“ segir hann og brosir. Börnin fóru fram í stofu og skoðuðu hvort jólasveinninn hefði sett eitthvað í skóna þeirra undir jólatrénu, en hvert þeirra hafði sett skó undir tréð kvöldið áður. „Við hjónin gáfum aldrei daglegar gjafir í skóinn. Þess í stað gaf jólasveinninn eina veglega gjöf á jólanóttina,“ útskýrir Þráinn en eftir þetta skriðu allir upp í hjónarúm þar sem heimilisfaðirinn bar fram veitingar.Jóladagsmorgunn í hjónarúminu árið 2006. Þarna fá fjögur barnabörn að njóta hefðarinnar.Barnabörnin með Þráinn segir börnin sín minnast jóladagsmorgnanna með hlýju. Þau hafi hlakkað til að skoða í skóinn en einnig að fá veitingar í rúmið með pabba og mömmu. „Einnig fannst þeim tilbreyting að pabbi skyldi framreiða veitingarnar því að ég var ekki of duglegur í eldhúsverkum,“ segir hann glettinn. Þessum sið var haldið á lofti í nokkur ár eftir að börnin fóru að heiman og stofnuðu eigin fjölskyldur. „Þá komu þau til okkar á jóladagsmorgun á náttfötunum með barnabörnin með sér,“ lýsir Þráinn en þegar barnabörnin voru orðin fleiri en fjögur var hópurinn orðinn of stór fyrir hjónarúmið. „Fyrst fluttist hefðin í stofuna og nú er það ákvörðun hvers og eins að halda hefðinni við á eigin heimili. Hjá okkur hjónum er enn ómissandi að fá heitt súkkulaði með rjóma, randalínu og kleinu á jóladagsmorgun.“ Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Loftkökur Jól Hálfmánar Jól Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Skrautskrifar jólakortin af natni Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin
Í fjöldamörg ár viðhélt Þráinn Þorvaldsson þeim jólasið að drekka heitt súkkulaði með börnum sínum uppi í rúmi á jóladagsmorgun. Siðinn má rekja til móður Þráins sem ólst upp í torfbæ í Dýrafirði og naut samverustunda með móður sinni á baðstofuloftinu á jólunum. „Móðir mín, Aðalbjörg Bjarnadóttir (fædd 1910), er fædd og uppalin í torfbæ á Kirkjubóli í Dýrafirði. Hún sagði frá því hve það var henni og systkinum hennar mikils virði að móðir þeirra, Guðmunda María Guðmundsdóttir, gaf sér tíma á jóladagsmorgun til þess að koma á baðstofuloftið og dvelja nokkra stund hjá þeim,“ segir Þráinn en þetta gerði hún meðan börnin voru ung. „Guðmunda færði þeim heitt súkkulaði og kökur, jólaköku, kleinur og hálfmána. Fyrir börnin var það stór stund að fá að njóta þessarar stundar með móður sinni meðan þau nutu góðgerðanna við lítil kertaljós,“ lýsir Þráinn.Foreldrar Þráins, Aðalbjörg Bjarnadóttir frá Kirkjubóli í Dýrafirði og Þorvaldur Ellert Ásmundsson frá Akranesi.Hefðinni haldið við Þessi jólasiður lifði áfram gegnum Aðalbjörgu. „Foreldrar mínir bjuggu á Akranesi. Faðir minn, Þorvaldur Ellert Ásmundsson, er fæddur þar og færði móður minni og okkur börnunum heitt súkkulaði og kökur í rúmið á jóladagsmorgun,“ segir Þráinn. Súkkulaðið var upphitað frá kvöldinu áður en hefð var fyrir því að bera fram kökur og heitt súkkulaði fram eftir klukkan tíu á aðfangadagskvöld. „Þegar við Elín Óskarsdóttir eiginkona mín hófum búskap fyrir 46 árum hélt ég þessari hefð við. Börnin okkar þrjú Sif, Hrönn og Óskar Þór hafa talað um hve þessir jóladagsmorgnar voru þeim mikils virði,“ segir Þráinn. Hann vaknaði fyrstur á jóladagsmorgun, hitaði súkkulaði og þeytti rjóma. Síðan skar hann sneiðar af randalínu og setti á disk ásamt kleinum og smákökum. „Síðan var hefðin sú að ég fór inn í herbergi barnanna, steig upp í rúm þeirra hvers um sig og myndaði lúðrahljóm með höndunum og sagði að nú væri mál að vakna,“ segir hann og brosir. Börnin fóru fram í stofu og skoðuðu hvort jólasveinninn hefði sett eitthvað í skóna þeirra undir jólatrénu, en hvert þeirra hafði sett skó undir tréð kvöldið áður. „Við hjónin gáfum aldrei daglegar gjafir í skóinn. Þess í stað gaf jólasveinninn eina veglega gjöf á jólanóttina,“ útskýrir Þráinn en eftir þetta skriðu allir upp í hjónarúm þar sem heimilisfaðirinn bar fram veitingar.Jóladagsmorgunn í hjónarúminu árið 2006. Þarna fá fjögur barnabörn að njóta hefðarinnar.Barnabörnin með Þráinn segir börnin sín minnast jóladagsmorgnanna með hlýju. Þau hafi hlakkað til að skoða í skóinn en einnig að fá veitingar í rúmið með pabba og mömmu. „Einnig fannst þeim tilbreyting að pabbi skyldi framreiða veitingarnar því að ég var ekki of duglegur í eldhúsverkum,“ segir hann glettinn. Þessum sið var haldið á lofti í nokkur ár eftir að börnin fóru að heiman og stofnuðu eigin fjölskyldur. „Þá komu þau til okkar á jóladagsmorgun á náttfötunum með barnabörnin með sér,“ lýsir Þráinn en þegar barnabörnin voru orðin fleiri en fjögur var hópurinn orðinn of stór fyrir hjónarúmið. „Fyrst fluttist hefðin í stofuna og nú er það ákvörðun hvers og eins að halda hefðinni við á eigin heimili. Hjá okkur hjónum er enn ómissandi að fá heitt súkkulaði með rjóma, randalínu og kleinu á jóladagsmorgun.“
Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Loftkökur Jól Hálfmánar Jól Sálmur 73 - Í Betlehem er barn oss fætt Jól Skrautskrifar jólakortin af natni Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin