Innlent

Hellisheiðin opnuð - óveðrið að ná hámarki

Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiðina
Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiðina

Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, Þrengslaveg og Sandskeið. Mikið óveður er á svæðinu en það ætti að ganga milli klukkan níu og tíu í kvöld samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er staddur upp á Hellisheiðinni og segir hann að veðrið sé mjög slæmt. Mikill vindur sé á svæðinu og mikil hálka. Nokkrir bílar séu stopp og treysta sér ekki lengra.

Slæmt veður er einnig á Suðurnesjum og hefur lögreglan og Björgunarsveit farið í nokkur útköll þar sem hlutir hafa fokið.

Fólk er hvatt til að festa allt lauslegt enda mikill vindur á sunnan og vestanverðu landinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×