Helmingur oddvitanna í Reykjavík hefur reykt hass 28. maí 2010 09:30 Framboðsfundur í Háskóla Íslands fyrr í vikunni. Frá vinstri: Dagur, Sóley, Helga, Einar, Óttar Proppé, Hanna Birna og Baldvin. Á myndina vantar Jón Gnarr og Ólaf Magnússon. Mynd/Anton Brink Fjórir af átta oddvitum framboðanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík hafa reykt hass. Einn þeirra hefur auk þess prófað kókaín. Þetta kemur fram í DV í dag. Blaðið lagði 30 persónulegar spurningar fyrir oddvitana og spurði frambjóðendurna meðal annars um fyrstu æskuminninguna, bestu stundina, hvern þeir hafi kysst síðast og þá eru þeir spurðir hvort þeir hafi prófað önnur fíkniefni en áfengi og er sérstaklega spurt um hassreykingar. Jón Gnarr, Sóley Tómasdóttir, Einar Skúlason og Baldvin Jónsson segjast öll hafa reykt hass. Jón bætir um betur og segist hafa prófað allt sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi prófað en hann hefur bæði reykt hass og prófað kókaín. Svör efstu manna: - Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins: „Já, komst fljótlega að því að ég réði ekki við neitt þeirra og hef því látið það allt vera í 20 ár." - Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar: „Nei, verið prinsipp frá unglingsárunum." - Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins: „Ég hef einu sinni prófað hass. Gerði það í útskriftarferð í menntaskóla. Hef aldrei reykt á ævi minni, þannig að þessi smókur var erfiður. Ég hóstaði mikið." - Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins: „Nei." - Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins: „Nei." - Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins: „Ég hef prófað allt sem Obama hefur prófað." - Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans: „Að sjálfsögðu ekki." - Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna: „Já, ég prófaði að reykja hass einu sinni þegar ég var 18 ára. Mæli ekki með því." Kosningar 2010 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fjórir af átta oddvitum framboðanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík hafa reykt hass. Einn þeirra hefur auk þess prófað kókaín. Þetta kemur fram í DV í dag. Blaðið lagði 30 persónulegar spurningar fyrir oddvitana og spurði frambjóðendurna meðal annars um fyrstu æskuminninguna, bestu stundina, hvern þeir hafi kysst síðast og þá eru þeir spurðir hvort þeir hafi prófað önnur fíkniefni en áfengi og er sérstaklega spurt um hassreykingar. Jón Gnarr, Sóley Tómasdóttir, Einar Skúlason og Baldvin Jónsson segjast öll hafa reykt hass. Jón bætir um betur og segist hafa prófað allt sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi prófað en hann hefur bæði reykt hass og prófað kókaín. Svör efstu manna: - Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins: „Já, komst fljótlega að því að ég réði ekki við neitt þeirra og hef því látið það allt vera í 20 ár." - Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar: „Nei, verið prinsipp frá unglingsárunum." - Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins: „Ég hef einu sinni prófað hass. Gerði það í útskriftarferð í menntaskóla. Hef aldrei reykt á ævi minni, þannig að þessi smókur var erfiður. Ég hóstaði mikið." - Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins: „Nei." - Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins: „Nei." - Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins: „Ég hef prófað allt sem Obama hefur prófað." - Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans: „Að sjálfsögðu ekki." - Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna: „Já, ég prófaði að reykja hass einu sinni þegar ég var 18 ára. Mæli ekki með því."
Kosningar 2010 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira