Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 12:21 Bjarni Benediktsson á Besssatöðum á föstudag þegar hann fékk stjórnarmyndunarumboðið. vísir/stefán Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. Þetta er í samræmi við orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið á gamlársdag þar sem hann sagðist reikna með því að stærð flokkanna á þingi muni endurspeglast í fjölda ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en Viðreisn er með sjö þingmenn og Björt framtíð fjóra. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram klukkan 15 í dag en þær hafa formlega staðið yfir frá því á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer með umboðið til stjórnarmyndunar en það fékk hann frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Bjartsýni ríkir í viðræðunum og sagði Bjarni í samtali við Stöð 2 í gær að líklegt væri að viðræðunum yrði lokið í vikulok. Þó væru ennþá nokkur stór mál sem stæðu út af. Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum á föstudag sagði Bjarni að gengið væri út frá því í viðræðunum að hann yrði forsætisráðherra ef tækist að koma ACD-ríkisstjórn saman. Þar með er að minnsta kosti eitt ráðuneyti mannað en ekkert annað hefur verið gefið upp um hverjir munu gegna ráðherraembætti eða hvaða ráðuneyti falla í skaut hvaða flokka. Þó verður að teljast nær öruggt að hinir formennirnir tveir, það er Benedikt og svo Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, setjist í ráðherrastóla. Þá er það líklegt, eftir því sem Vísir kemst næst, að þingflokksformenn flokkanna þriggja, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, taki sæti í ríkisstjórn. Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að þingflokksformenn séu einnig ráðherrar en hafa verður í huga að þau tóku að sér formennsku í þingflokkunum við afar sérstakar aðstæður á Alþingi núna í desember. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skipta um þingflokksformenn. Tengdar fréttir Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22 Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. Þetta er í samræmi við orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið á gamlársdag þar sem hann sagðist reikna með því að stærð flokkanna á þingi muni endurspeglast í fjölda ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en Viðreisn er með sjö þingmenn og Björt framtíð fjóra. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram klukkan 15 í dag en þær hafa formlega staðið yfir frá því á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer með umboðið til stjórnarmyndunar en það fékk hann frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Bjartsýni ríkir í viðræðunum og sagði Bjarni í samtali við Stöð 2 í gær að líklegt væri að viðræðunum yrði lokið í vikulok. Þó væru ennþá nokkur stór mál sem stæðu út af. Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum á föstudag sagði Bjarni að gengið væri út frá því í viðræðunum að hann yrði forsætisráðherra ef tækist að koma ACD-ríkisstjórn saman. Þar með er að minnsta kosti eitt ráðuneyti mannað en ekkert annað hefur verið gefið upp um hverjir munu gegna ráðherraembætti eða hvaða ráðuneyti falla í skaut hvaða flokka. Þó verður að teljast nær öruggt að hinir formennirnir tveir, það er Benedikt og svo Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, setjist í ráðherrastóla. Þá er það líklegt, eftir því sem Vísir kemst næst, að þingflokksformenn flokkanna þriggja, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, taki sæti í ríkisstjórn. Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að þingflokksformenn séu einnig ráðherrar en hafa verður í huga að þau tóku að sér formennsku í þingflokkunum við afar sérstakar aðstæður á Alþingi núna í desember. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skipta um þingflokksformenn.
Tengdar fréttir Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22 Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22
Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43