Helmingur tekna Hörpunnar rennur til Reykjavíkurborgar 28. ágúst 2012 06:30 Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við. „Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta." Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ríkið hafi gert ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum. „Þessi upphæð hefur auðvitað komið upp í samræðum okkar við borgina, en þær umræður standa yfir." Spurð hvort ríkið muni gera kröfu á borgina, sem fær auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum, um að auka hlutdeild sína í rekstrarkostnaði, segir hún: „Við munum meðal annars fara yfir þetta." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að forsendurnar fyrir yfirtöku hússins hafi verið að borgin yki ekki framlag sitt frekar en þegar hefði verið samþykkt. En þýða auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum ekki í raun lægra framlag? „Nei. Fasteignagjöld eru hluti af föstum rekstrarkostnaði hvaða byggingar sem er." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru fasteignagjöld á Hörpu hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur segir það einfaldlega þýða að Harpa sé það mikið verðmætari en þau hús. „Þess vegna hefðu fasteignagjöldin í Hörpu ekki átt að koma neinum á óvart, því ríki og borg tóku við Hörpu á ákveðnu verði. Það verð tekur mið af þeirri leigu sem ríki og borg voru búin að tryggja húsinu." Almennt greiða sveitarfélög fasteignagjöld af menningarhúsum sem þau reka. Það gildir til dæmis um Hof á Akureyri. Harpa er hins vegar í sameiginlegri eigu ríkis og borgar og reksturinn er í sérstöku félagi. En kemur til greina að eigendurnir greiði fasteignagjöldin? „Það var ekki hluti af forsendunum í upphafi að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og segja að um hana gildi sérreglur. Það var þvert á móti gert ráð fyrir því að þetta hús mundi greiða gjöld eins og önnur hús en reksturinn fengi þennan myndarlega styrk frá ríki og borg, í því formi að þau borguðu leiguna af því." - kóp Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við. „Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta." Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ríkið hafi gert ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum. „Þessi upphæð hefur auðvitað komið upp í samræðum okkar við borgina, en þær umræður standa yfir." Spurð hvort ríkið muni gera kröfu á borgina, sem fær auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum, um að auka hlutdeild sína í rekstrarkostnaði, segir hún: „Við munum meðal annars fara yfir þetta." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að forsendurnar fyrir yfirtöku hússins hafi verið að borgin yki ekki framlag sitt frekar en þegar hefði verið samþykkt. En þýða auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum ekki í raun lægra framlag? „Nei. Fasteignagjöld eru hluti af föstum rekstrarkostnaði hvaða byggingar sem er." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru fasteignagjöld á Hörpu hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur segir það einfaldlega þýða að Harpa sé það mikið verðmætari en þau hús. „Þess vegna hefðu fasteignagjöldin í Hörpu ekki átt að koma neinum á óvart, því ríki og borg tóku við Hörpu á ákveðnu verði. Það verð tekur mið af þeirri leigu sem ríki og borg voru búin að tryggja húsinu." Almennt greiða sveitarfélög fasteignagjöld af menningarhúsum sem þau reka. Það gildir til dæmis um Hof á Akureyri. Harpa er hins vegar í sameiginlegri eigu ríkis og borgar og reksturinn er í sérstöku félagi. En kemur til greina að eigendurnir greiði fasteignagjöldin? „Það var ekki hluti af forsendunum í upphafi að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og segja að um hana gildi sérreglur. Það var þvert á móti gert ráð fyrir því að þetta hús mundi greiða gjöld eins og önnur hús en reksturinn fengi þennan myndarlega styrk frá ríki og borg, í því formi að þau borguðu leiguna af því." - kóp
Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira