Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2015 07:00 Prófessor Helgi Gunnlaugsson segir niðurstöður rannsóknarinnar koma nokkuð á óvart Fréttablaðið/vilhelm Fjörutíu og sex prósent landsmanna telja að sakborningar í al-Thani málinu hafi fengið of væga dóma. Þetta kemur fram í rannsókn sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Í al-Thani málinu voru þrír stjórnendur Kaupþings og einn aðaleigandinn dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þyngsta refsingin var fangelsi í fimm og hálft ár og sú vægasta fjögurra ára. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd rannsóknarinnar.„Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst við því að margir myndu segja að þetta væru hæfilega þungir dómar,“ segir Helgi. Hann bendir á að einstaklingarnir sem þarna um ræðir hafi mátt þola ýmislegt í íslensku samfélagi. Þeir hafi orðið fyrir miklum álitshnekki sem megi líta á sem refsingu. „Þeir hafa þurft að búa við það í næstum sjö ár og síðan loksins eftir rúmlega sex ár þá kemur dómur upp á fleiri ár í fangelsi. Það sýnir að það er reiði í samfélaginu og menn kenna þessum toppum í bönkunum um hvers vegna svona illa fór fyrir okkur Íslendingum.“ Menn fókuseri svolítið á það að bankamennirnir hafi verið ráðandi í því hversu illa fór fyrir okkur árið 2008. Helgi segist hafa búist við því að fleiri myndu segja að dómarnir væru hæfilega þungir og jafnvel að einhverjir myndu segja að þetta væri of þungt. Hann segir þessa dóma þunga í alþjóðlegu samhengi. „Ísland er að stíga þarna skref sem aðrar þjóðir hafa ekki gert í sama mæli,“ segir hann. Hann tekur Norðurlöndin sem dæmi, þar sem miklar bankakrísur voru upp úr 1990.Eftirtekt á alþjóðavísu Helgi segir dómana vekja eftirtekt á alþjóðavísu og búast megi við fleiri dómsuppsögum. Mál á hendur stjórnendum Glitnis og Landsbankans bíði eftir afgreiðslu í dómskerfinu. „Og þarna er komið fordæmi sem fer væntanlega yfir á Glitni og Landsbankann,“ segir hann. Þá segir Helgi að það hafi líka komið á óvart að flestir, eða um 36 prósent aðspurðra, telji efnahagsbrot vera alvarlegustu brotin. Helgi segir að lengst af frá árinu 1989, þegar hann gerði fyrst slíka rannsókn, hafi fíkniefnabrot verið alin alvarlegust. „Árið 2013 voru miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gagnvart börnum en efnahagsbrotin voru þarna líka.“ Þessi mæling, árið 2015, sé sú fyrsta þar sem flestir hafi áhyggjur af efnahagsbrotum. Helgi segir að mun fleiri nefni efnahagsbrot sem alvarlegustu brot eftir hrun en fyrir bankahrunið. „Þetta byrjar að stíga eftir hrun og núna eru flestir sem nefna það.“Aðferðafræði rannsóknarinnar Mælingin var gerð í apríl 2015 af Félagsvísindastofnun HÍ fyrir Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stuðst var við úrtak um 1.200 manns úr þjóðskrá, 18 ára og eldri, og svörun var um 60 prósent. Þess var gætt að svörin endurspegluðu samsetningu þjóðarinnar á fullnægjandi hátt eftir kyni, aldri og búsetu og því er hægt að alhæfa um niðurstöðurnar á þjóðina alla 18 ára og eldri. Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Fjörutíu og sex prósent landsmanna telja að sakborningar í al-Thani málinu hafi fengið of væga dóma. Þetta kemur fram í rannsókn sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Í al-Thani málinu voru þrír stjórnendur Kaupþings og einn aðaleigandinn dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þyngsta refsingin var fangelsi í fimm og hálft ár og sú vægasta fjögurra ára. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd rannsóknarinnar.„Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst við því að margir myndu segja að þetta væru hæfilega þungir dómar,“ segir Helgi. Hann bendir á að einstaklingarnir sem þarna um ræðir hafi mátt þola ýmislegt í íslensku samfélagi. Þeir hafi orðið fyrir miklum álitshnekki sem megi líta á sem refsingu. „Þeir hafa þurft að búa við það í næstum sjö ár og síðan loksins eftir rúmlega sex ár þá kemur dómur upp á fleiri ár í fangelsi. Það sýnir að það er reiði í samfélaginu og menn kenna þessum toppum í bönkunum um hvers vegna svona illa fór fyrir okkur Íslendingum.“ Menn fókuseri svolítið á það að bankamennirnir hafi verið ráðandi í því hversu illa fór fyrir okkur árið 2008. Helgi segist hafa búist við því að fleiri myndu segja að dómarnir væru hæfilega þungir og jafnvel að einhverjir myndu segja að þetta væri of þungt. Hann segir þessa dóma þunga í alþjóðlegu samhengi. „Ísland er að stíga þarna skref sem aðrar þjóðir hafa ekki gert í sama mæli,“ segir hann. Hann tekur Norðurlöndin sem dæmi, þar sem miklar bankakrísur voru upp úr 1990.Eftirtekt á alþjóðavísu Helgi segir dómana vekja eftirtekt á alþjóðavísu og búast megi við fleiri dómsuppsögum. Mál á hendur stjórnendum Glitnis og Landsbankans bíði eftir afgreiðslu í dómskerfinu. „Og þarna er komið fordæmi sem fer væntanlega yfir á Glitni og Landsbankann,“ segir hann. Þá segir Helgi að það hafi líka komið á óvart að flestir, eða um 36 prósent aðspurðra, telji efnahagsbrot vera alvarlegustu brotin. Helgi segir að lengst af frá árinu 1989, þegar hann gerði fyrst slíka rannsókn, hafi fíkniefnabrot verið alin alvarlegust. „Árið 2013 voru miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gagnvart börnum en efnahagsbrotin voru þarna líka.“ Þessi mæling, árið 2015, sé sú fyrsta þar sem flestir hafi áhyggjur af efnahagsbrotum. Helgi segir að mun fleiri nefni efnahagsbrot sem alvarlegustu brot eftir hrun en fyrir bankahrunið. „Þetta byrjar að stíga eftir hrun og núna eru flestir sem nefna það.“Aðferðafræði rannsóknarinnar Mælingin var gerð í apríl 2015 af Félagsvísindastofnun HÍ fyrir Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stuðst var við úrtak um 1.200 manns úr þjóðskrá, 18 ára og eldri, og svörun var um 60 prósent. Þess var gætt að svörin endurspegluðu samsetningu þjóðarinnar á fullnægjandi hátt eftir kyni, aldri og búsetu og því er hægt að alhæfa um niðurstöðurnar á þjóðina alla 18 ára og eldri.
Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00