Innlent

Helmingur vill stjórnarflokkana áfram við ríkisstjórnarborðið

Rúmur helmingur þjóðarinnar telur æskilegt að núverandi stjórnarflokkar komi áfram að ríkisstjórn. Um þriðjungur þjóðarinnar vill að skipuð verði utanþingsstjórn.

Þetta eru niðurstöður MMR sem kannaði afstöðu almennings til nokkurra kosta við samsetningu ríkisstjórnar sem hafa verið í umræðunni að undanförnu.

Af þeim sem tóku afstöðu voru 33,7% sem sögðu ákjósanlegast að mynduð yrði utanþingsstjórn, 21,7% vildu óbreytt stjórnarmynstur, 21,1% nefndu að mynduð yrðu samstjórn allra stjórnmálaflokka á Alþingi, 7,5% vildu að fleiri stjórnmálaflokkar kæmu að núverandi ríkisstjórn og 16,0% sögðu ákjósanlegast að mynduð yrði ný ríkisstjórn undir forystu annarra stjórnmálaflokka en nú sitja í ríkisstjórn.

Þannig kváðust að samanlögðu 49,7% þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að mynduð yrði ríkisstjórn án forsætis núverandi stjórnarflokka, það er ríkisstjórn undir forystu annarra flokka á þingi eða utanþingstjórn.

Á hinn bóginn voru 50,3% á því að ríkisstjórnarmynstur með aðkomu núverandi stjórnarflokka væri ákjósanlegast við núverandi kringumstæður, það er í óbreyttri mynd, með aðkomu annarra flokka eða samstjórn allra flokka.

Nokkur munur var á afstöðu svarenda eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, ef gengið væri til Alþingiskosninga nú. Í grófum dráttum má sjá þrennskonar skiptingu. Í fyrsta lagi var afgerandi hluti stuðningsfólks stjórnarflokkanna, 63%-68%, sem taldi ákjósanlegast að stjórnarflokkarnir sætu áfram í óbreyttri ríkisstjórn. Í öðru voru ekki nema 1-2% stuðningsfólks Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem töldu ákjósanlegast sé að núverandi ríkisstjórn sæti áfram óbreytt. Í þriðja lagi átti stuðningsfólk Hreyfingarinnar sem og þeir sem myndu kjósa aðra flokka, skila auðu eða voru óákveðnir það sammerkt að aðhyllast utanþingsstjórn umfram aðra kosti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×