Innlent

Hélt að bílnum hefði verið stolið - fann hann svo í snjóskafli

Snjórinn sem liggur nú yfir allri borginni hefur ruglað suma í ríminu. Þannig hafði bíleigandi einn samband við lögreglu og tilkynntu að bílnum hefði verið stolið. Boðaði hann komu sína á lögreglustöð til þess að leggja fram formlega kæru í málinu.

Maðurinn mætti þó aldrei upp á stöð, því skömmu síðar hafði hann aftur samband og tjáði lögreglu að hann hefði fundið bílinn. Þegar lögreglumaðurinn spurði manninn nánar út í málsatvik kom í ljós að bílnum hafði alls ekkert verið stolið.

Hann hafði hinsvegar fennt í kaf þannig að þegar maðurinn kom út hélt hann að honum hefði verið stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×