Innlent

Hentu grjóti í Alþingishúsið

Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvort grjótkastararni í gær hafi brotið rúður þar sem en á eftir að gera við þær sem brotnuðu í fyrrakvöld.
Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvort grjótkastararni í gær hafi brotið rúður þar sem en á eftir að gera við þær sem brotnuðu í fyrrakvöld.

Um tuttugu til þrjátíu manns stóðu í gærkvöldi fyrir framan Alþingishúsið og börðu á tunnur í friðsamlegum mótmælum. Mótmælin stóðu til að ganga ellefu í gærkvöldi og að sögn lögreglu þurfti engin afskipti að hafa af þeim sem börðu tunnurnar.

Um klukkan hálfeitt sást hinsvegar til manna að kasta grjóti í húsið, löngu eftir að mótmælunum lauk. Lögregla hafði hendur í hári tveggja sem grunaðir voru um verknaðinn en þeir neituðu báði staðfastlega sök. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni var mönnunum því sleppt.

Að auki er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort nokkrar skemmdir hafi verið unnar á húsinu í því ástandi sem það er í, en um þrjátíu rúður voru brotnar í húsinu á mánudagskvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×