Hernaðarstefna ESB Haraldur Ólafsson skrifar 13. júní 2009 05:00 Í hinni áköfu Evrópuumræðu síðustu missera er mest rætt um peninga. Meintur ávinningur af innlimun Íslands í Evrópusambandið er sagður felast í trausti eða hliðstæðum hughrifum hjá þeim sem fara með peninga og líkist sá málflutningur helst trúboði. Lítið fer fyrir samantekt kostnaðarliða, sem þó eru ólíkt skýrari og ekki smáir. Fleira í þessu samhengi er lítt rætt og þar má nefna vígvæðingu og hernað. Evrópusambandið hefur á undanförnum árum lagt æ ríkari áherslu á mikilvægi þess að auka vígbúnað og hernaðarskuldbindingar aðildarríkjanna. Saga þess máls verður ekki rakin hér í smáatriðum, en stórt skref var stigið með samningu Lissabonsáttmálans sem lagður var fram í árslok 2007 og samþykktur hefur verið af nærri öllum aðildarríkjum sambandsins. Lissabonsáttmálann má líta á sem stjórnarskrárígildi. Hann er líklega besta heimildin um vígbúnaðar- og hernaðarstefnu sambandsins og ólíkt betri heimild en íslenskir Evróputrúboðar sem sumir hverjir hika ekki við að segja ósatt um hermál Evrópusambandsins, hvort sem það er af þekkingarleysi eða öðrum ástæðum. Lissabonsáttmálinn er líka heimild um fyrirhugaða framtíðarstöðu íbúa sambandsins. Í inngangi sáttmálans er nefnilega tekið fram að aðildarríki sambandsins séu ákveðin í að gera þjóðir sínar að þegnum í Evrópusambandinu. Í Lissabonsáttmálanum er farið mörgum orðum um sameiginlega utanríkisstefnu og hnykkt er á að hernaður (sem í enskri útgáfu er jafnan nefnt defence en hefð er fyrir að nefna hernað á íslensku) sé þar innifalinn. Í 42. grein sáttmálans segir að sameiginleg öryggis- og hernaðarstefna skuli vera framsækin. Stefnt sé að sameiginlegum her þegar Æðsta ráðið (e. European Council) samþykkir slíkt samhljóða. Í sömu grein er fjallað skýrt um skuldbindingar aðildarríkja. Þar segir: „Aðildarríki skulu með með hernaði og öðrum aðgerðum (e. civilian) framfylgja sameiginlegri öryggis- og hernaðarstefnu og ákvörðunum Ráðsins (e. the Council) þar að lútandi." Lesendur ættu að staldra við þessa málsgrein, því í henni felst mjög ákveðin skuldbinding sem er algerlega á skjön við íslenskt samfélag. Síðar í sömu grein er hnykkt á vígbúnaðarskyldunni með orðunum „Aðildarríki skulu vígbúast af kappi" (e. Member states shall undertake progressively to improve their military capabilities) og fjallað með mörgum orðum um að hermálaþjónusta Evrópusambandsins sé til ráðgjafar við vígvæðingu og styrkingu og þróun á hergagnaiðnaði. Víða annars staðar í Lissabonsáttmálanum er fjallað um vígbúnað og hernað. Settir eru fyrirvarar, m.a. um skörun við þátttöku í öðru hernaðarsamstarfi. Eins og ávallt þegar langur texti með ýmiss konar tilvísunum á í hlut geta vaknað spurningar um túlkun, en heildarsýnin er þó deginum ljósari: Evrópusambandið stefnir að því að sinna meintum hagsmunum sínum í skjóli þess að vera vel vígvætt hernaðarbandalag. Á því er hnykkt með ályktun Evrópuþingsins þann 19. febrúar 2009 þar sem farið er fram á að sambandið fái 60.000 manna her. Mjór er mikils vísir. Einhverjum kann að þykja aukin vígvæðing heimsins svo brýnt framfaramál að rétt sé að Íslendingar létti undir við það verkefni. Þeim hinum sömu má benda á að hervæddar þjóðir sem Íslendingar bera sig gjarnan við í öðrum málum leggja flestar um 2% af þjóðarframleiðslu í fallstykki, púður og það sem með fylgir. Sumar þjóðir eru örlátari þegar kemur að þessum útgjaldalið. Þar má nefna Tyrki sem knýja fast á dyr Evrópusambandsins og sjá ekki eftir rúmum 5% af andvirði þjóðarframleiðslunnar í vígbúnað. Fyrir Íslendinga mundi lægra hlutfallið sem hér er nefnt samsvara nærri þremur tugum milljarða á ári. Rétt væri að Evróputrúboðar segðu hvar þeir hyggist sækja það fé. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslenskir stjórnmálamenn sem hingað til hafa efast um ágæti hervæðingar, þar á meðal þær ágætu konur sem hófu feril sinn í framboði sem var eindregið andvígt hernaðarbandalögum, skipi sér í fararbrodd fyrir innlimun Íslands í verðandi herveldi. Eðlilegt er að gera þá kröfu að öll samtök sem mótað hafa stefnu sína gagnvart innlimun Íslands í Evrópusambandið áður en Lissabonsáttmálinn kom til skjalanna endurskoði þá stefnu. Sér í lagi hlýtur íslensk verkalýðshreyfing að hafna því að félagar hennar og afkomendur þeirra verði gerðir að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og hefur haft forgöngu um stofnun sprotafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í hinni áköfu Evrópuumræðu síðustu missera er mest rætt um peninga. Meintur ávinningur af innlimun Íslands í Evrópusambandið er sagður felast í trausti eða hliðstæðum hughrifum hjá þeim sem fara með peninga og líkist sá málflutningur helst trúboði. Lítið fer fyrir samantekt kostnaðarliða, sem þó eru ólíkt skýrari og ekki smáir. Fleira í þessu samhengi er lítt rætt og þar má nefna vígvæðingu og hernað. Evrópusambandið hefur á undanförnum árum lagt æ ríkari áherslu á mikilvægi þess að auka vígbúnað og hernaðarskuldbindingar aðildarríkjanna. Saga þess máls verður ekki rakin hér í smáatriðum, en stórt skref var stigið með samningu Lissabonsáttmálans sem lagður var fram í árslok 2007 og samþykktur hefur verið af nærri öllum aðildarríkjum sambandsins. Lissabonsáttmálann má líta á sem stjórnarskrárígildi. Hann er líklega besta heimildin um vígbúnaðar- og hernaðarstefnu sambandsins og ólíkt betri heimild en íslenskir Evróputrúboðar sem sumir hverjir hika ekki við að segja ósatt um hermál Evrópusambandsins, hvort sem það er af þekkingarleysi eða öðrum ástæðum. Lissabonsáttmálinn er líka heimild um fyrirhugaða framtíðarstöðu íbúa sambandsins. Í inngangi sáttmálans er nefnilega tekið fram að aðildarríki sambandsins séu ákveðin í að gera þjóðir sínar að þegnum í Evrópusambandinu. Í Lissabonsáttmálanum er farið mörgum orðum um sameiginlega utanríkisstefnu og hnykkt er á að hernaður (sem í enskri útgáfu er jafnan nefnt defence en hefð er fyrir að nefna hernað á íslensku) sé þar innifalinn. Í 42. grein sáttmálans segir að sameiginleg öryggis- og hernaðarstefna skuli vera framsækin. Stefnt sé að sameiginlegum her þegar Æðsta ráðið (e. European Council) samþykkir slíkt samhljóða. Í sömu grein er fjallað skýrt um skuldbindingar aðildarríkja. Þar segir: „Aðildarríki skulu með með hernaði og öðrum aðgerðum (e. civilian) framfylgja sameiginlegri öryggis- og hernaðarstefnu og ákvörðunum Ráðsins (e. the Council) þar að lútandi." Lesendur ættu að staldra við þessa málsgrein, því í henni felst mjög ákveðin skuldbinding sem er algerlega á skjön við íslenskt samfélag. Síðar í sömu grein er hnykkt á vígbúnaðarskyldunni með orðunum „Aðildarríki skulu vígbúast af kappi" (e. Member states shall undertake progressively to improve their military capabilities) og fjallað með mörgum orðum um að hermálaþjónusta Evrópusambandsins sé til ráðgjafar við vígvæðingu og styrkingu og þróun á hergagnaiðnaði. Víða annars staðar í Lissabonsáttmálanum er fjallað um vígbúnað og hernað. Settir eru fyrirvarar, m.a. um skörun við þátttöku í öðru hernaðarsamstarfi. Eins og ávallt þegar langur texti með ýmiss konar tilvísunum á í hlut geta vaknað spurningar um túlkun, en heildarsýnin er þó deginum ljósari: Evrópusambandið stefnir að því að sinna meintum hagsmunum sínum í skjóli þess að vera vel vígvætt hernaðarbandalag. Á því er hnykkt með ályktun Evrópuþingsins þann 19. febrúar 2009 þar sem farið er fram á að sambandið fái 60.000 manna her. Mjór er mikils vísir. Einhverjum kann að þykja aukin vígvæðing heimsins svo brýnt framfaramál að rétt sé að Íslendingar létti undir við það verkefni. Þeim hinum sömu má benda á að hervæddar þjóðir sem Íslendingar bera sig gjarnan við í öðrum málum leggja flestar um 2% af þjóðarframleiðslu í fallstykki, púður og það sem með fylgir. Sumar þjóðir eru örlátari þegar kemur að þessum útgjaldalið. Þar má nefna Tyrki sem knýja fast á dyr Evrópusambandsins og sjá ekki eftir rúmum 5% af andvirði þjóðarframleiðslunnar í vígbúnað. Fyrir Íslendinga mundi lægra hlutfallið sem hér er nefnt samsvara nærri þremur tugum milljarða á ári. Rétt væri að Evróputrúboðar segðu hvar þeir hyggist sækja það fé. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslenskir stjórnmálamenn sem hingað til hafa efast um ágæti hervæðingar, þar á meðal þær ágætu konur sem hófu feril sinn í framboði sem var eindregið andvígt hernaðarbandalögum, skipi sér í fararbrodd fyrir innlimun Íslands í verðandi herveldi. Eðlilegt er að gera þá kröfu að öll samtök sem mótað hafa stefnu sína gagnvart innlimun Íslands í Evrópusambandið áður en Lissabonsáttmálinn kom til skjalanna endurskoði þá stefnu. Sér í lagi hlýtur íslensk verkalýðshreyfing að hafna því að félagar hennar og afkomendur þeirra verði gerðir að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og hefur haft forgöngu um stofnun sprotafyrirtækja.
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun