Íslenski boltinn

Hilmar Geir: Vorum á hælunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán

„Við vorum á hælunum strax frá fyrstu mínútu og þeir settu bara tvö á okkur. Þá var eins og leikurinn væri búinn og við búnir að gefast upp," sagði Haukamaðurinn Hilmar Geir Eiðsson eftir 3-0 tap hans manna fyrir ÍBV á heimavelli í dag.

Haukar komu þó boltanum þrisvar í stöng ÍBV-marksins en Hilmar sagði að það hefði verið lítið að gerast hjá liðinu í leiknum. „Við virtumst hafa litla trú á því sem við vorum að gera. Við þurfum nú að skoða okkar mál og finna sjálfstraustið aftur."

Hann hefur þó ekki áhyggjur af því þó svo að einhverjir kynnu að vera búnir að dæma liðið aftur niður í 1. deildina. „Það skiptir okkur engu máli. Við vitum vel hvað við getum og erum engan veginn búnir að sýna hvað í okkur býr. Við eigum fullt inni og um leið og fyrsti sigurinn kemur þá förum við örugglega í gírinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×