Hinn árlegi héraðsbrestur 5. mars 2010 06:00 Ár hvert verður héraðsbrestur á Íslandi. Það er þegar tilkynnt er um starfslaun til listamanna. Þannig hefur það verið lengur en elstu menn muna, t.d. árið 1907 þegar þingmaður einn spurði hvort greiða ætti fólki laun fyrir að þegja? En það ár hlutu styrki Matthías Jochumsson, Þorsteinn Erlingsson, Benedikt Gröndal, Valdimar Briem, Brynjúlfur frá Minna-Núpi og Torfhildur Hólm, svo nokkur séu nefnd. Umræðan heyrir undir fasta liði eins og venjulega og væri ekki umtalsverð að þessu sinni nema af því að allt undangengið ár hefur varla liðið svo dagur að landsmenn hafi ekki verið fræddir um milljarða og aftur milljarða sem hafi gufað upp eða verið komið fyrir í skattaskjólum – á þeirra kostnað. Þeim mun undarlegra að í miðju því fári skuli þeir vera til sem sjá ofsjónum yfir 350 milljónum sem fara til að styrkja listastarfsemi í landinu – sem þó leggur 4% til þjóðarbúsins, helmingi meira en landbúnaður svo dæmi sé tekið – án þess að með þeim samanburði sé ætlunin að varpa rýrð á hina líkamlegu næringu. Ef við tökum rithöfunda sérstaklega þá koma í þeirra hlut 505 mánaðarlaun (sem að vísu teldust ekki nema hálfsmánaðarlaun á mælikvarða sumra eða 260 þúsund brúttó á mánuði). En þessi 505 mánaðarlaun knýja síðan hin frægu hjól atvinnulífsins: prentsmiðjur, bókaútgáfur, bókaverslanir, bókasöfn, leikhús, auglýsingastofur, leggja blöðum og tímaritum og útvarpsþáttum til efni og fá skólakerfinu eitthvað til að hugsa um. Hvað er þá í vegi? Jú, af því á milli launanna og launþegans er engin stimpilklukka, það þarf ekki að ræsa 1200 kg af járni, gleri og gúmmíi og aka á tiltekinn stað í bæjarlandinu, það er hægt að vinna vinnuna heima hjá sér, þessvegna á inniskóm með ókembt hár. Karlssynir skyldu samt hafa í huga að til þess að eiga möguleika á þessum launum þurfa menn að sækja um þau, gera ítarlega grein fyrir þeim verkum sem þeir eru að vinna, lista upp það sem þeir hafa gert áður og eru út úr myndinni um aldur og ævi ef þeir standa ekki við þau fyrirheit sem gefin voru. Tökum íslenska rithöfunda sérstaklega. Íslendingar eru jú bókmenntaþjóð, hér er gefið út firnafár af bókum og bókasöfn slá hvert útlánametið á fætur öðru. Sem breytir ekki því að málsvæðið er svo lítið að það ber ekki uppi stétt atvinnuhöfunda án ytri atbeina. Lítum á tölurnar. Meðal upplag af skáldverki er þúsund eintök, sem er risavaxið, jafngildir milljón eintökum í USA. Eitt þúsund eintök skila um 600 þúsund krónum í ritlaun – brúttó – og þá er horft fram hjá kostnaði við að vinna verkið, húsnæði, tækjabúnaði, gögnum… Höfundur er að meðaltali 2 ár að vinna verk sem sómi er að, það gera 300 þúsund á ári – brúttó – í stuttu máli ólaunað starf. Gott og vel, látum rithöfundinn snúa upp tánum, en í fallinu tekur hann með sér prentsmiðjurnar, bókaútgáfurnar, bókaverslanirnar, bókasöfnin, auglýsingastofurnar, leikhúsin og eitthvað fátæklegra yrði um að litast í hugbúnaði þjóðarinnar. Þannig að samfélagið ákveður að það vilji að hér séu skrifaðar bókmenntir og ver til þess 160 milljónum árlega en uppsker milljarða í beinhörðum peningum að ógleymdu því sem mölur og ryð fá ekki grandað. En svo er líka annað. Það eru örlög Íslendinga að vera skapandi þjóð. Þeir voru rifnir upp úr heimkynnum sínum í árdaga og settir niður hér svo að segja á óþekktri reikistjörnu og þurftu að hafa fyrir því að búa allt til upp á nýtt. Taka upp úr töskum hugans: trú, siði, skáldskap, ættfræði, örnefni… Þeir eru ásamt Færeyingum einasta dæmið í nútíma um þjóð sem hefur komið að ónumdu landi. Fyrir bragðið geta Færeyingar ekki hætt að dansa og Íslendingum er áskapað að tjá sig og skapa. Að sjá á eftir árslaunum venjulegs útrásarvíkings til að hér geti allar listgreinar borið ávöxt er svo smátt að við skulum láta eins og það hafi ekki átt sér stað. Jú annars, við skulum gera það að árvissum atburði og tilefni til að varpa ljósi á heildarmyndina. Höfundur er formaður Rithöfundasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ár hvert verður héraðsbrestur á Íslandi. Það er þegar tilkynnt er um starfslaun til listamanna. Þannig hefur það verið lengur en elstu menn muna, t.d. árið 1907 þegar þingmaður einn spurði hvort greiða ætti fólki laun fyrir að þegja? En það ár hlutu styrki Matthías Jochumsson, Þorsteinn Erlingsson, Benedikt Gröndal, Valdimar Briem, Brynjúlfur frá Minna-Núpi og Torfhildur Hólm, svo nokkur séu nefnd. Umræðan heyrir undir fasta liði eins og venjulega og væri ekki umtalsverð að þessu sinni nema af því að allt undangengið ár hefur varla liðið svo dagur að landsmenn hafi ekki verið fræddir um milljarða og aftur milljarða sem hafi gufað upp eða verið komið fyrir í skattaskjólum – á þeirra kostnað. Þeim mun undarlegra að í miðju því fári skuli þeir vera til sem sjá ofsjónum yfir 350 milljónum sem fara til að styrkja listastarfsemi í landinu – sem þó leggur 4% til þjóðarbúsins, helmingi meira en landbúnaður svo dæmi sé tekið – án þess að með þeim samanburði sé ætlunin að varpa rýrð á hina líkamlegu næringu. Ef við tökum rithöfunda sérstaklega þá koma í þeirra hlut 505 mánaðarlaun (sem að vísu teldust ekki nema hálfsmánaðarlaun á mælikvarða sumra eða 260 þúsund brúttó á mánuði). En þessi 505 mánaðarlaun knýja síðan hin frægu hjól atvinnulífsins: prentsmiðjur, bókaútgáfur, bókaverslanir, bókasöfn, leikhús, auglýsingastofur, leggja blöðum og tímaritum og útvarpsþáttum til efni og fá skólakerfinu eitthvað til að hugsa um. Hvað er þá í vegi? Jú, af því á milli launanna og launþegans er engin stimpilklukka, það þarf ekki að ræsa 1200 kg af járni, gleri og gúmmíi og aka á tiltekinn stað í bæjarlandinu, það er hægt að vinna vinnuna heima hjá sér, þessvegna á inniskóm með ókembt hár. Karlssynir skyldu samt hafa í huga að til þess að eiga möguleika á þessum launum þurfa menn að sækja um þau, gera ítarlega grein fyrir þeim verkum sem þeir eru að vinna, lista upp það sem þeir hafa gert áður og eru út úr myndinni um aldur og ævi ef þeir standa ekki við þau fyrirheit sem gefin voru. Tökum íslenska rithöfunda sérstaklega. Íslendingar eru jú bókmenntaþjóð, hér er gefið út firnafár af bókum og bókasöfn slá hvert útlánametið á fætur öðru. Sem breytir ekki því að málsvæðið er svo lítið að það ber ekki uppi stétt atvinnuhöfunda án ytri atbeina. Lítum á tölurnar. Meðal upplag af skáldverki er þúsund eintök, sem er risavaxið, jafngildir milljón eintökum í USA. Eitt þúsund eintök skila um 600 þúsund krónum í ritlaun – brúttó – og þá er horft fram hjá kostnaði við að vinna verkið, húsnæði, tækjabúnaði, gögnum… Höfundur er að meðaltali 2 ár að vinna verk sem sómi er að, það gera 300 þúsund á ári – brúttó – í stuttu máli ólaunað starf. Gott og vel, látum rithöfundinn snúa upp tánum, en í fallinu tekur hann með sér prentsmiðjurnar, bókaútgáfurnar, bókaverslanirnar, bókasöfnin, auglýsingastofurnar, leikhúsin og eitthvað fátæklegra yrði um að litast í hugbúnaði þjóðarinnar. Þannig að samfélagið ákveður að það vilji að hér séu skrifaðar bókmenntir og ver til þess 160 milljónum árlega en uppsker milljarða í beinhörðum peningum að ógleymdu því sem mölur og ryð fá ekki grandað. En svo er líka annað. Það eru örlög Íslendinga að vera skapandi þjóð. Þeir voru rifnir upp úr heimkynnum sínum í árdaga og settir niður hér svo að segja á óþekktri reikistjörnu og þurftu að hafa fyrir því að búa allt til upp á nýtt. Taka upp úr töskum hugans: trú, siði, skáldskap, ættfræði, örnefni… Þeir eru ásamt Færeyingum einasta dæmið í nútíma um þjóð sem hefur komið að ónumdu landi. Fyrir bragðið geta Færeyingar ekki hætt að dansa og Íslendingum er áskapað að tjá sig og skapa. Að sjá á eftir árslaunum venjulegs útrásarvíkings til að hér geti allar listgreinar borið ávöxt er svo smátt að við skulum láta eins og það hafi ekki átt sér stað. Jú annars, við skulum gera það að árvissum atburði og tilefni til að varpa ljósi á heildarmyndina. Höfundur er formaður Rithöfundasambands Íslands.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun