Enski boltinn

Hinn atvinnulausi Wilkins stendur enn við bakið á Ancelotti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gömlu vinnufélagarnir Ancelotti og Wilkins.
Gömlu vinnufélagarnir Ancelotti og Wilkins.

Það hefur gengið ansi hreint illa hjá Chelsea að vinna fótboltaleiki síðan aðstoðarknattspyrnustjórinn Ray Wilkins var óvænt rekinn. Liðið hefur hrapað úr efsta sætinu niður í það fimmta.

Wilkins sjálfur hefur þó trú á því að Carlo Ancelotti sé maðurinn sem getur komið liðinu aftur á beinu brautina. Hann viðurkennir að sumir mikilvægir leikmenn Chelsea hafi gjörsamlega glataða sjálfstraustinu.

„Liðið hefur ollið miklum vonbrigðum og leikmenn verið að leika undir getur. Chelsea er þó með rétta manninn við stjórnvölinn, hann var þjálfari AC Milan í átta ár og er þar af leiðandi vanur mikilli pressu. Hann lætur fjölmiðlaumfjöllun ekki fara í sig heldur bara spilamennsku liðsins," segir Wilkins. „Hann býr yfir miklum metnaði en er einnig fyndinn og léttur gaur."

Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að rússneski eigandi Chelsea, Roman Abramovich, ætli að fljúga til Englands í vikunni og funa með Ancelotti þar sem Englandsmeistararnir hafa aðeins unnið tvo af síðustu ellefu deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×