Erlent

Hitabylgja í Bandaríkjunum

Fólk gerir hvað sem það getur til að kæla sig niður
Fólk gerir hvað sem það getur til að kæla sig niður Mynd/AFP
Hitabylgja fer nú yfir austurhluta Bandaríkjanna. Veðurstofan Accuweather sagði að hitinn hafi farið yfir 38°C í New York, Washington DC. og Richmond Virginíu. Búist er við því að hitabylgjan vari út vikuna.

Mikið álag er á raforkufyrirtækjum og hefur fólk flúið inn í loftkældar byggingar eða baðar sig í gosbrunnum. Þetta er hæsti hiti í New York borg í níu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×