Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. desember 2013 21:54 "Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um litháískan karlmann, Ricardas Zazeckis, sem býr í bíl sínum við Esjurætur ákvað Róbert að fara ásamt félaga sínum til þess hitta manninn og færa honum góðgæti og bensín. Hann segir að maðurinn hafi verið nokkuð tregur til að byrja með en hafi svo þegið aðstoð. „Við gáfum honum smákökur, kanilsnúða, mjólk, appelsín og sígarettur. Svo létum við hann fá 2000 krónur í peningum og bensín,“ segir Róbert. Þegar þeir voru uppfrá kom að annar maður sem vildi færa Ricardas bensín. Bíllinn fór þó ekki í gang og telur Róbert að geymirinn sé bilaður. Hann ætlar því að fara uppeftir í fyrramálið með nýjan geymi og með í för verður Frank Höybye, bifvélavirki. Sá hefur lofað Ricardas að leggja bílnum sínum fyrir framan verkstæðið sitt í Hafnarfirði. Bifvélavirkinn ætlar að tengja rafmagn í bílinn og lána honum rafmagnsofn en það myndi verða til bráðabirgða þar til maðurinn fær varanlegt úrræði. „Ég er ör með svona hluti,“ segir Róbert. „Ég er að gefa hluti um allt land og meðal annars fékk ég bakarann Jóa Fel til þess að hjálpa mér með deig í smákökur sem ég gef.“Hvað er það sem drífur þig áfram við að hjálpa öðrum?„Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „En það er ekki lengur þannig, nú rek ég mína eigin málningarþjónustu og ég vil endilega láta gott af mér leiða,“ segir Róbert. Stöð 2 fjallaði um mál litháíska mannsins í kvöld. Hann flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
„Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um litháískan karlmann, Ricardas Zazeckis, sem býr í bíl sínum við Esjurætur ákvað Róbert að fara ásamt félaga sínum til þess hitta manninn og færa honum góðgæti og bensín. Hann segir að maðurinn hafi verið nokkuð tregur til að byrja með en hafi svo þegið aðstoð. „Við gáfum honum smákökur, kanilsnúða, mjólk, appelsín og sígarettur. Svo létum við hann fá 2000 krónur í peningum og bensín,“ segir Róbert. Þegar þeir voru uppfrá kom að annar maður sem vildi færa Ricardas bensín. Bíllinn fór þó ekki í gang og telur Róbert að geymirinn sé bilaður. Hann ætlar því að fara uppeftir í fyrramálið með nýjan geymi og með í för verður Frank Höybye, bifvélavirki. Sá hefur lofað Ricardas að leggja bílnum sínum fyrir framan verkstæðið sitt í Hafnarfirði. Bifvélavirkinn ætlar að tengja rafmagn í bílinn og lána honum rafmagnsofn en það myndi verða til bráðabirgða þar til maðurinn fær varanlegt úrræði. „Ég er ör með svona hluti,“ segir Róbert. „Ég er að gefa hluti um allt land og meðal annars fékk ég bakarann Jóa Fel til þess að hjálpa mér með deig í smákökur sem ég gef.“Hvað er það sem drífur þig áfram við að hjálpa öðrum?„Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „En það er ekki lengur þannig, nú rek ég mína eigin málningarþjónustu og ég vil endilega láta gott af mér leiða,“ segir Róbert. Stöð 2 fjallaði um mál litháíska mannsins í kvöld. Hann flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira