Innlent

Hjólandi lögreglumenn á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Myndatexti: Frá afhendingu hjólanna, Oddur og Björgvin Smárason hjá Jötun vélum takast í hendur. Með þeim eru lögreglumennirnir Hafsteinn Viktorsson, Hermundur Guðsteinsson og Guðjón Smári Guðjónsson.
Myndatexti: Frá afhendingu hjólanna, Oddur og Björgvin Smárason hjá Jötun vélum takast í hendur. Með þeim eru lögreglumennirnir Hafsteinn Viktorsson, Hermundur Guðsteinsson og Guðjón Smári Guðjónsson. Vísir/Magnús Hlynur
„Við erum mjög ánægðir með þessa gjöf og þökkum fyrir hana af heilum hug. Við höfum stundum notað okkar eigin hjól í reiðhjólaeftirlit en nú hefur embættið eignast tvö alvöru lögreglureiðhjól, sem verða framvegis notuð við löggæslustörf samhliða bílunum,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi.

Í hádeginu í dag fékk lögreglan afhent hjólin, sem Jötun Vélar á Selfossi gefa en um er að ræða Trek hjól af fullkomnustu gerð. Bæði hjólin eru á nagladekkjum tilbúin fyrir veturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×