Innlent

Hjólastígur á Hverfisgötu

Tölvugerð mynd af hjólastígnum.
Tölvugerð mynd af hjólastígnum.

Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú að uppsetningu tímabundins hjólreiðastígs á Hverfisgötu sem tekinn verður í notkun föstudaginn 20. ágúst. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hleypa þessu tilraunaverkefni af stað til að efla mannlíf í miðborginni og hvetja til aukinna hjólreiða.

„Markmið tilraunarinnar er að vekja athygli á Hverfisgötu, möguleikum hennar og sérstöðu og gera hjólreiðar að fullgildum samgöngumáta á þessari leið" segir Hans Heiðar Tryggvason, verkefnisstjóri hjá Umhverfis- og samgöngusviði sem unnið hefur að verkefninu í sumar ásamt Örnu Ösp Guðbrandsdóttur.

„Á næsta ári er fyrirhugað að bæta við 10 km af hjólaleiðum í borginni og mun tilraunin á Hverfisgötu veita okkur góð gögn fyrir þá vinnu" segir Pálmi Freyr Randversson, sérfræðingur hjá Samgönguskrifstofu.

35 gjaldskyld bílastæði á Hverfisgötu verða helguð hjólreiðum í þessari tilraun og hefur verkefnið verið kynnt fyrir íbúum og þjónustuaðilum.


Tengdar fréttir

Bílastæðum á Hverfisgötu breytt í hjólastíg

„Þetta er með því heimskasta sem maður hefur séð lengi," segir Guðjón Pétursson íbúi á Hverfisgötu í Reykjavík. Samþykkt hefur verið í Umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að koma fyrir hjólreiðastíg tímabundið í einn mánuð, sunnanmegin í Hverfisgötunni svo að öll bílastæði á götunni munu víkja fyrir hjólastígnum. Íbúum var sent bréf í gær um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×