Hjóluðu og drukku bjór í sautján daga Freyr Bjarnason skrifar 19. febrúar 2014 09:23 Félagarnir á hjólreiðaferðalagi sínu í Evrópu sumarið 2013. Mynd/Aðsend Félagarnir Haukur Snær Hauksson, Andrés Júlíus Ólafsson, Svavar Svavarsson og Ólafur Þórisson, sem allir starfa hjá Umboðsmanni skuldara í Reykjavík, hjóla í vinnuna á hverjum einasta morgni, sama hvernig viðrar. Samanlagt eru fimmtíu starfsmenn á vinnustaðnum. „Við komum flestir ferlega langt að,“ segir Haukur Snær um hjólreiðahópinn, sem ferðast þó í sitt hvoru lagi í vinnuna. Hann býr í Norðlingaholti og hjólar tíu kílómetra hvora leið. Svavar býr í miðbæ Hafnarfjarðar, Andrés Júlíus í Kársnesi í Kópavogi og Ólafur í Kórahverfinu en áður hjólaði hann frá Völlunum í Hafnarfirði. „Við höfum farið síðustu sumur í hjólreiðaferðir, til dæmis í Hvalfjörð og á Þingvelli. Við erum tveir á svipuðum aldri, ég og Ólafur sem erum rúmlega þrítugir. Svo eru þarna tveir karlar, rúmlega fimmtugir, og við drífum þá áfram,“ segir Haukur Snær í léttum dúr. Síðasta sumar fóru þeir í sautján daga hjólreiðaferð um Evrópu þar sem svalandi mjöður var drukkinn á helstu áningarstöðunum. Með í för var Ágúst, bróðir Hauks. Saman hjóluðu þeir í gegnum sex lönd á 1.500 kílómetra leið sinni frá Berlín til Mílanó. „Það var mikið drukkið af bjór. Við hjóluðum í Þýskalandi og Tékklandi, sem eru mikil bjórlönd, og fórum líka í gegnum Liechtenstein, Sviss og Austurríki og enduðum svo á Ítalíu. Þetta var mjög gaman.“Frá vinstri: Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara. Fréttablaðið/DaníelAðspurður segist Haukur hafa byrjað að hjóla fyrir alvöru fyrir fjórum árum vegna hnémeiðsla eftir áralanga fótboltaiðkun. „Mig vantaði nýja hreyfingu sem færi ekki illa með hnén. Það var líka bara einn bíll á heimilinu og þarna gat maður slegið tvær flugur í einu höggi og sparað pening.“ Hann hjólar í gegnum Elliðaárdal og Fossvog í Kringlu 1 þar sem Umboðsmaður skuldara er til húsa. Aðeins einu sinni á þessum fjórum árum hefur hann lent í óhappi, eða þegar hann lenti í árekstri við annað hjól. „Ég endaði uppi á spítala en sem betur fer var ekkert brotið,“ segir hjólreiðagarpurinn og mælir eindregið með þessum ferðamáta.Sextán hringvegir á fjórum árum Haukur Snær hefur skráð kílómetrafjöldann sem hann hefur hjólað samviskusamlega niður. Fyrst notaði hann til þess mæli á hjólinu en undanfarið hefur hann notað smáforritið Runkeeper sem skráir kílómetrafjöldann. Samanlagt jafngildir þetta um sextán og hálfum hringvegi en hringvegurinn sjálfur er 1.322 kílómetra langur.Heildarfjöldi í kmÁr Km2010 3.139,02011 6.173,82012 5.894,72013 6.756,7Samtals km 21.964,1 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Félagarnir Haukur Snær Hauksson, Andrés Júlíus Ólafsson, Svavar Svavarsson og Ólafur Þórisson, sem allir starfa hjá Umboðsmanni skuldara í Reykjavík, hjóla í vinnuna á hverjum einasta morgni, sama hvernig viðrar. Samanlagt eru fimmtíu starfsmenn á vinnustaðnum. „Við komum flestir ferlega langt að,“ segir Haukur Snær um hjólreiðahópinn, sem ferðast þó í sitt hvoru lagi í vinnuna. Hann býr í Norðlingaholti og hjólar tíu kílómetra hvora leið. Svavar býr í miðbæ Hafnarfjarðar, Andrés Júlíus í Kársnesi í Kópavogi og Ólafur í Kórahverfinu en áður hjólaði hann frá Völlunum í Hafnarfirði. „Við höfum farið síðustu sumur í hjólreiðaferðir, til dæmis í Hvalfjörð og á Þingvelli. Við erum tveir á svipuðum aldri, ég og Ólafur sem erum rúmlega þrítugir. Svo eru þarna tveir karlar, rúmlega fimmtugir, og við drífum þá áfram,“ segir Haukur Snær í léttum dúr. Síðasta sumar fóru þeir í sautján daga hjólreiðaferð um Evrópu þar sem svalandi mjöður var drukkinn á helstu áningarstöðunum. Með í för var Ágúst, bróðir Hauks. Saman hjóluðu þeir í gegnum sex lönd á 1.500 kílómetra leið sinni frá Berlín til Mílanó. „Það var mikið drukkið af bjór. Við hjóluðum í Þýskalandi og Tékklandi, sem eru mikil bjórlönd, og fórum líka í gegnum Liechtenstein, Sviss og Austurríki og enduðum svo á Ítalíu. Þetta var mjög gaman.“Frá vinstri: Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara. Fréttablaðið/DaníelAðspurður segist Haukur hafa byrjað að hjóla fyrir alvöru fyrir fjórum árum vegna hnémeiðsla eftir áralanga fótboltaiðkun. „Mig vantaði nýja hreyfingu sem færi ekki illa með hnén. Það var líka bara einn bíll á heimilinu og þarna gat maður slegið tvær flugur í einu höggi og sparað pening.“ Hann hjólar í gegnum Elliðaárdal og Fossvog í Kringlu 1 þar sem Umboðsmaður skuldara er til húsa. Aðeins einu sinni á þessum fjórum árum hefur hann lent í óhappi, eða þegar hann lenti í árekstri við annað hjól. „Ég endaði uppi á spítala en sem betur fer var ekkert brotið,“ segir hjólreiðagarpurinn og mælir eindregið með þessum ferðamáta.Sextán hringvegir á fjórum árum Haukur Snær hefur skráð kílómetrafjöldann sem hann hefur hjólað samviskusamlega niður. Fyrst notaði hann til þess mæli á hjólinu en undanfarið hefur hann notað smáforritið Runkeeper sem skráir kílómetrafjöldann. Samanlagt jafngildir þetta um sextán og hálfum hringvegi en hringvegurinn sjálfur er 1.322 kílómetra langur.Heildarfjöldi í kmÁr Km2010 3.139,02011 6.173,82012 5.894,72013 6.756,7Samtals km 21.964,1
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira