Hjóluðu og drukku bjór í sautján daga Freyr Bjarnason skrifar 19. febrúar 2014 09:23 Félagarnir á hjólreiðaferðalagi sínu í Evrópu sumarið 2013. Mynd/Aðsend Félagarnir Haukur Snær Hauksson, Andrés Júlíus Ólafsson, Svavar Svavarsson og Ólafur Þórisson, sem allir starfa hjá Umboðsmanni skuldara í Reykjavík, hjóla í vinnuna á hverjum einasta morgni, sama hvernig viðrar. Samanlagt eru fimmtíu starfsmenn á vinnustaðnum. „Við komum flestir ferlega langt að,“ segir Haukur Snær um hjólreiðahópinn, sem ferðast þó í sitt hvoru lagi í vinnuna. Hann býr í Norðlingaholti og hjólar tíu kílómetra hvora leið. Svavar býr í miðbæ Hafnarfjarðar, Andrés Júlíus í Kársnesi í Kópavogi og Ólafur í Kórahverfinu en áður hjólaði hann frá Völlunum í Hafnarfirði. „Við höfum farið síðustu sumur í hjólreiðaferðir, til dæmis í Hvalfjörð og á Þingvelli. Við erum tveir á svipuðum aldri, ég og Ólafur sem erum rúmlega þrítugir. Svo eru þarna tveir karlar, rúmlega fimmtugir, og við drífum þá áfram,“ segir Haukur Snær í léttum dúr. Síðasta sumar fóru þeir í sautján daga hjólreiðaferð um Evrópu þar sem svalandi mjöður var drukkinn á helstu áningarstöðunum. Með í för var Ágúst, bróðir Hauks. Saman hjóluðu þeir í gegnum sex lönd á 1.500 kílómetra leið sinni frá Berlín til Mílanó. „Það var mikið drukkið af bjór. Við hjóluðum í Þýskalandi og Tékklandi, sem eru mikil bjórlönd, og fórum líka í gegnum Liechtenstein, Sviss og Austurríki og enduðum svo á Ítalíu. Þetta var mjög gaman.“Frá vinstri: Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara. Fréttablaðið/DaníelAðspurður segist Haukur hafa byrjað að hjóla fyrir alvöru fyrir fjórum árum vegna hnémeiðsla eftir áralanga fótboltaiðkun. „Mig vantaði nýja hreyfingu sem færi ekki illa með hnén. Það var líka bara einn bíll á heimilinu og þarna gat maður slegið tvær flugur í einu höggi og sparað pening.“ Hann hjólar í gegnum Elliðaárdal og Fossvog í Kringlu 1 þar sem Umboðsmaður skuldara er til húsa. Aðeins einu sinni á þessum fjórum árum hefur hann lent í óhappi, eða þegar hann lenti í árekstri við annað hjól. „Ég endaði uppi á spítala en sem betur fer var ekkert brotið,“ segir hjólreiðagarpurinn og mælir eindregið með þessum ferðamáta.Sextán hringvegir á fjórum árum Haukur Snær hefur skráð kílómetrafjöldann sem hann hefur hjólað samviskusamlega niður. Fyrst notaði hann til þess mæli á hjólinu en undanfarið hefur hann notað smáforritið Runkeeper sem skráir kílómetrafjöldann. Samanlagt jafngildir þetta um sextán og hálfum hringvegi en hringvegurinn sjálfur er 1.322 kílómetra langur.Heildarfjöldi í kmÁr Km2010 3.139,02011 6.173,82012 5.894,72013 6.756,7Samtals km 21.964,1 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Félagarnir Haukur Snær Hauksson, Andrés Júlíus Ólafsson, Svavar Svavarsson og Ólafur Þórisson, sem allir starfa hjá Umboðsmanni skuldara í Reykjavík, hjóla í vinnuna á hverjum einasta morgni, sama hvernig viðrar. Samanlagt eru fimmtíu starfsmenn á vinnustaðnum. „Við komum flestir ferlega langt að,“ segir Haukur Snær um hjólreiðahópinn, sem ferðast þó í sitt hvoru lagi í vinnuna. Hann býr í Norðlingaholti og hjólar tíu kílómetra hvora leið. Svavar býr í miðbæ Hafnarfjarðar, Andrés Júlíus í Kársnesi í Kópavogi og Ólafur í Kórahverfinu en áður hjólaði hann frá Völlunum í Hafnarfirði. „Við höfum farið síðustu sumur í hjólreiðaferðir, til dæmis í Hvalfjörð og á Þingvelli. Við erum tveir á svipuðum aldri, ég og Ólafur sem erum rúmlega þrítugir. Svo eru þarna tveir karlar, rúmlega fimmtugir, og við drífum þá áfram,“ segir Haukur Snær í léttum dúr. Síðasta sumar fóru þeir í sautján daga hjólreiðaferð um Evrópu þar sem svalandi mjöður var drukkinn á helstu áningarstöðunum. Með í för var Ágúst, bróðir Hauks. Saman hjóluðu þeir í gegnum sex lönd á 1.500 kílómetra leið sinni frá Berlín til Mílanó. „Það var mikið drukkið af bjór. Við hjóluðum í Þýskalandi og Tékklandi, sem eru mikil bjórlönd, og fórum líka í gegnum Liechtenstein, Sviss og Austurríki og enduðum svo á Ítalíu. Þetta var mjög gaman.“Frá vinstri: Svavar Svavarsson, Andrés Júlíus Ólafsson, Ólafur Þórisson og Haukur Snær Hauksson starfa saman hjá Umboðsmanni skuldara. Fréttablaðið/DaníelAðspurður segist Haukur hafa byrjað að hjóla fyrir alvöru fyrir fjórum árum vegna hnémeiðsla eftir áralanga fótboltaiðkun. „Mig vantaði nýja hreyfingu sem færi ekki illa með hnén. Það var líka bara einn bíll á heimilinu og þarna gat maður slegið tvær flugur í einu höggi og sparað pening.“ Hann hjólar í gegnum Elliðaárdal og Fossvog í Kringlu 1 þar sem Umboðsmaður skuldara er til húsa. Aðeins einu sinni á þessum fjórum árum hefur hann lent í óhappi, eða þegar hann lenti í árekstri við annað hjól. „Ég endaði uppi á spítala en sem betur fer var ekkert brotið,“ segir hjólreiðagarpurinn og mælir eindregið með þessum ferðamáta.Sextán hringvegir á fjórum árum Haukur Snær hefur skráð kílómetrafjöldann sem hann hefur hjólað samviskusamlega niður. Fyrst notaði hann til þess mæli á hjólinu en undanfarið hefur hann notað smáforritið Runkeeper sem skráir kílómetrafjöldann. Samanlagt jafngildir þetta um sextán og hálfum hringvegi en hringvegurinn sjálfur er 1.322 kílómetra langur.Heildarfjöldi í kmÁr Km2010 3.139,02011 6.173,82012 5.894,72013 6.756,7Samtals km 21.964,1
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira