Hlægilega lágar bætur Erla Hlynsdóttir skrifar 21. janúar 2013 20:27 Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. Þetta byrjaði allt með því að Páll leitaði til Heilbrigðisstofnunar Austurlands árið 2011 eftir að hafa slasast á hendi. Það var mögrum mánuðum síðar sem hann komst að því að læknisheimsóknin hans hafði blandast inn í deilur tveggja lækna, deilu sem síðar var tekin fyrir af siðanefnd Læknafélagsins. Fyrir mistök birtist kafli úr sjúkdómsgreiningu Páls í úrskurði siðanefndar, í Læknablaðinu. „Það var í raun og veru læknir sem gat gefið út vottorð um að ég væri vitlaus - hann gerði það, þeir tóku mark á því og gáfu það út opinberlega," segir Páll. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Hann stefndi bæði Læknafélaginu og ritstjóra Læknablaðsins, og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness í málinu fyrir helgi.Þetta eru 300 þúsund krónur sem þú færð í bætur, hvað finnst þér um þessa upphæð? „Hlægileg. Hún nær ekki vikulaunum lækna. Ef að sjúkraskrár eiga að vera opnar og þetta eigi að skapa fordæmi um það, hvað yrði gert ef svona lagað gerist, ég held að enginn vilji það," segir Páll. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn komi ekki á óvart. Læknafélagið hafi þegar viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða og beðið Pál afsökunar. Hinsvegar hafi félagið hafa haft efasemdir um greiðslu miskabóta. Dómurinn hefur enn ekki verið ræddur í stjórn Læknafélagsins. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. Þetta byrjaði allt með því að Páll leitaði til Heilbrigðisstofnunar Austurlands árið 2011 eftir að hafa slasast á hendi. Það var mögrum mánuðum síðar sem hann komst að því að læknisheimsóknin hans hafði blandast inn í deilur tveggja lækna, deilu sem síðar var tekin fyrir af siðanefnd Læknafélagsins. Fyrir mistök birtist kafli úr sjúkdómsgreiningu Páls í úrskurði siðanefndar, í Læknablaðinu. „Það var í raun og veru læknir sem gat gefið út vottorð um að ég væri vitlaus - hann gerði það, þeir tóku mark á því og gáfu það út opinberlega," segir Páll. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Hann stefndi bæði Læknafélaginu og ritstjóra Læknablaðsins, og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness í málinu fyrir helgi.Þetta eru 300 þúsund krónur sem þú færð í bætur, hvað finnst þér um þessa upphæð? „Hlægileg. Hún nær ekki vikulaunum lækna. Ef að sjúkraskrár eiga að vera opnar og þetta eigi að skapa fordæmi um það, hvað yrði gert ef svona lagað gerist, ég held að enginn vilji það," segir Páll. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn komi ekki á óvart. Læknafélagið hafi þegar viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða og beðið Pál afsökunar. Hinsvegar hafi félagið hafa haft efasemdir um greiðslu miskabóta. Dómurinn hefur enn ekki verið ræddur í stjórn Læknafélagsins.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira