Hljóp fyrir tengdason sinn: "Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. september 2015 11:12 Ágúst hljóp í fallegu fjallaumhverfi. Vísir/Aðsend „Á tímabili var ég orðinn úrkula vonar um að mér tækist að ljúka hlaupinu á til ætluðum tíma, það er að segja undir fjörtíu klukkustundum, en á síðasta áfanga hlaupsins þegar ég sá þorpið Chamonix blasa við ofan úr brattri fjallshlíð gegnt Mont Blanc eygði ég von.“ Svona segir Ágúst Kvaran frá síðustu kílómetrunum í Ultra Trail Mont Blanc hlaupinu en það er 170 kílómetrahlaup, eitt erfiðasta í heiminum.Ágúst þurfti að taka á stóra sínum í hlaupinu.Mynd/AðsendÁgúst hljóp það til styrktar Útmeða og naut aðstoðar tengdasonar síns en hans glíma við þunglyndi var einmitt það sem veitti Ágústi innblástur til að hlaupa til styrktar félaginu. „Honum bar sem betur fer gæfa til að „koma út með það“ fyrir nokkrum árum,“ útskýrir Ágúst. Útmeða er söfnunarátak í baráttu gegn sjálfsvígum ungar karla á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins.Sjá einnig: Hleypur 170 kílómetra í einni lotu Hlaupið er umhverfis Mont Blanc en heildarhækkun fyrir hlaupara eru tíu þúsund metrar.Áttundi í sínum aldursflokki „Hlaupið var vægast sagt erfitt og fól meðal annars í sér mjög brattar og grýttar brautir í miklum hita, en hitinn fór yfir 30 gráður um hádaginn. Til að forðast ofhitun kældi ég mig í lækjarsprænum og drakk mikið vatn bæði úr lækjum og af drykkjarbrúsum. Á áningarstöðum úðaði ég í mig mat og orku, núðlusúpum, ávöxtum, kóki, kexi og fleira en reyndi að staldra þar við sem styst af ótta við að erfitt yrði að hefja hlaup á ný,“ segir Ágúst. Mesta hæð sem hann hljóp í var 2560 metrar yfir sjávarmáli. „2563 þátttakendur hófu hlaupið, sem ljúka þurfti á innan við 46:30 klst. Afföll voru óvenju mikil þetta árið, eða hátt í 40 prósent í heild og 63 prósent í mínum aldursflokki, 60 - 70 ára. Þess má geta að nokkrum dögum fyrir hlaupið varð ég 63. ára. Þetta var því nokkurs konar afmælishlaup.“ Eins og fyrr segir átti Ágúst erfitt á endasprettinum. „Ég tók á öllu því litla sem eftir var af orku á síðustu kílómetrunum niður snarbratta hlíðina og náði að klára hlaupið á 39 klukkustundum og 56 mínútum með endaspretti. Það skilaði mér í 711. sæti í heildina og í áttunda sæti í aldursflokknum 60 - 70 ára og ég er alsæll með árangurinn og upplifunina alla. Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi sem tókst með hjálp vina og vandamanna.“ Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
„Á tímabili var ég orðinn úrkula vonar um að mér tækist að ljúka hlaupinu á til ætluðum tíma, það er að segja undir fjörtíu klukkustundum, en á síðasta áfanga hlaupsins þegar ég sá þorpið Chamonix blasa við ofan úr brattri fjallshlíð gegnt Mont Blanc eygði ég von.“ Svona segir Ágúst Kvaran frá síðustu kílómetrunum í Ultra Trail Mont Blanc hlaupinu en það er 170 kílómetrahlaup, eitt erfiðasta í heiminum.Ágúst þurfti að taka á stóra sínum í hlaupinu.Mynd/AðsendÁgúst hljóp það til styrktar Útmeða og naut aðstoðar tengdasonar síns en hans glíma við þunglyndi var einmitt það sem veitti Ágústi innblástur til að hlaupa til styrktar félaginu. „Honum bar sem betur fer gæfa til að „koma út með það“ fyrir nokkrum árum,“ útskýrir Ágúst. Útmeða er söfnunarátak í baráttu gegn sjálfsvígum ungar karla á vegum Geðhjálpar og Rauða krossins.Sjá einnig: Hleypur 170 kílómetra í einni lotu Hlaupið er umhverfis Mont Blanc en heildarhækkun fyrir hlaupara eru tíu þúsund metrar.Áttundi í sínum aldursflokki „Hlaupið var vægast sagt erfitt og fól meðal annars í sér mjög brattar og grýttar brautir í miklum hita, en hitinn fór yfir 30 gráður um hádaginn. Til að forðast ofhitun kældi ég mig í lækjarsprænum og drakk mikið vatn bæði úr lækjum og af drykkjarbrúsum. Á áningarstöðum úðaði ég í mig mat og orku, núðlusúpum, ávöxtum, kóki, kexi og fleira en reyndi að staldra þar við sem styst af ótta við að erfitt yrði að hefja hlaup á ný,“ segir Ágúst. Mesta hæð sem hann hljóp í var 2560 metrar yfir sjávarmáli. „2563 þátttakendur hófu hlaupið, sem ljúka þurfti á innan við 46:30 klst. Afföll voru óvenju mikil þetta árið, eða hátt í 40 prósent í heild og 63 prósent í mínum aldursflokki, 60 - 70 ára. Þess má geta að nokkrum dögum fyrir hlaupið varð ég 63. ára. Þetta var því nokkurs konar afmælishlaup.“ Eins og fyrr segir átti Ágúst erfitt á endasprettinum. „Ég tók á öllu því litla sem eftir var af orku á síðustu kílómetrunum niður snarbratta hlíðina og náði að klára hlaupið á 39 klukkustundum og 56 mínútum með endaspretti. Það skilaði mér í 711. sæti í heildina og í áttunda sæti í aldursflokknum 60 - 70 ára og ég er alsæll með árangurinn og upplifunina alla. Þetta var ógleymanleg áskorun í stórkostlegu umhverfi sem tókst með hjálp vina og vandamanna.“
Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07