Erlent

Hneyksli skekur bresku krúnuna

Fergie hélt að blaðamaðurinn frá News of the World væri auðugur viðskiptajöfur.
Fergie hélt að blaðamaðurinn frá News of the World væri auðugur viðskiptajöfur.
Enn eitt hneykslið skekur nú bresku krúnuna eftir að hertogaynjan af York, Sarah Ferguson, var gómuð af rannsóknarblaðamanni þar sem hún krafðist rúmlega 90 milljóna króna fyrir að koma honum í samband við Andrew prins, fyrrverandi eiginmann sinn. Hertogaynjan hélt að blaðamaðurinn frá News of the World væri auðugur viðskiptajöfur.

Á myndbandi sést hvar hún tekur tölvutösku sem á að innihalda rúmar sjö milljónir króna sem fyrirframgreiðslu. Hún segir prinsinn hafa stungið upp á þessari upphæð en hann þurfi að sjá um hana vegna þess að hún sé í fjárþörf. Síðan segist hún geta opnað ýmsa möguleika fyrir manninn. Restina af fjárhæðinni talar hertogaynjan að hún vilji fá inn á eigin bankareikning.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×