Höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu Örlygur Hnefill Örlygsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Árið 1995 var byrjað að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Það sumar komu um tvö þúsund ferðamenn til landsins til að fara í hvalaskoðun frá Húsavík. Hraður vöxtur varð á næstu árum og er fjöldi ferðamanna sem koma til Húsavíkur í hvalaskoðun nú hátt í 70 þúsund á ári hverju. Hartnær 20 árum eftir að farið var af stað með einn bát starfa hér á Húsavík þrjú öflug hvalaskoðunarfyrirtæki sem gera út 14 hvalaskoðunarbáta. Hvalaskoðun kom okkar litla bæ vel á kortið. Húsavík er ekki lengur stutt stopp á leiðinni að Ásbyrgi, heldur alvöru áfangastaður fyrir ferðafólk og einn af þeim vinsælli á Íslandi í dag. Stærstan þátt í þeirri breytingu eigum við að þakka uppbyggingu í hvalaskoðun og opnun Hvalasafnsins á Húsavík.Einstakt safn á Íslandi Hvalasafnið á Húsavík er hið eina sinnar tegundar hér á landi og eitt af fáum slíkum söfnum í heiminum. Safnið er alhliða fræðslu- og upplýsingamiðstöð um hvali og hvalamenningu. Í safninu er að finna beinagrindur af átta tegundum hvala auk fróðleiks um sögu og líffræði hvala, bæði við strendur Íslands og einnig víðar um heim. Safnið hefur frá því það var stofnað árið 1997 hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir starf sitt. Þá starfar safnið náið með Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík sem staðsett er við hlið safnsins. Þar stunda innlendir og erlendir fræðimenn og nemar rannsóknir á hvölum og öðrum sjávarspendýrum. Ég hef sem formaður stjórnar Húsavíkurstofu fengið að kynnast vel því öfluga starfi sem unnið er í Hvalasafninu í samvinnu við Háskóla Íslands. Í sumar skapar hvalamenning hér á Húsavík alls 143 störf í bænum. Eru þá aðeins taldir þeir sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum, hvalasafninu og við rannsóknarsetrið. Þar að auki verða til afleidd störf sem skipta mörgum tugum vegna gistingar, verslana og veitingastaða sem þjónusta það fólk sem hingað kemur í hvalaskoðun.Hvalahagkerfið á Húsavík Ég þori að fullyrða að ekkert samfélag í heiminum byggir afkomu sína að jafn stórum hluta á hvalamenningu og raunin er hér á Húsavík. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að því að efla þetta starf yfir vetrartímann, enda hefur vetrarferðamönnum hér fjölgað jafnt og þétt síðastliðin tíu ár. Ég vona að hvalasafnið fái tækifæri til að vaxa og dafna um ókomin ár, sem höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Árið 1995 var byrjað að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Það sumar komu um tvö þúsund ferðamenn til landsins til að fara í hvalaskoðun frá Húsavík. Hraður vöxtur varð á næstu árum og er fjöldi ferðamanna sem koma til Húsavíkur í hvalaskoðun nú hátt í 70 þúsund á ári hverju. Hartnær 20 árum eftir að farið var af stað með einn bát starfa hér á Húsavík þrjú öflug hvalaskoðunarfyrirtæki sem gera út 14 hvalaskoðunarbáta. Hvalaskoðun kom okkar litla bæ vel á kortið. Húsavík er ekki lengur stutt stopp á leiðinni að Ásbyrgi, heldur alvöru áfangastaður fyrir ferðafólk og einn af þeim vinsælli á Íslandi í dag. Stærstan þátt í þeirri breytingu eigum við að þakka uppbyggingu í hvalaskoðun og opnun Hvalasafnsins á Húsavík.Einstakt safn á Íslandi Hvalasafnið á Húsavík er hið eina sinnar tegundar hér á landi og eitt af fáum slíkum söfnum í heiminum. Safnið er alhliða fræðslu- og upplýsingamiðstöð um hvali og hvalamenningu. Í safninu er að finna beinagrindur af átta tegundum hvala auk fróðleiks um sögu og líffræði hvala, bæði við strendur Íslands og einnig víðar um heim. Safnið hefur frá því það var stofnað árið 1997 hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir starf sitt. Þá starfar safnið náið með Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík sem staðsett er við hlið safnsins. Þar stunda innlendir og erlendir fræðimenn og nemar rannsóknir á hvölum og öðrum sjávarspendýrum. Ég hef sem formaður stjórnar Húsavíkurstofu fengið að kynnast vel því öfluga starfi sem unnið er í Hvalasafninu í samvinnu við Háskóla Íslands. Í sumar skapar hvalamenning hér á Húsavík alls 143 störf í bænum. Eru þá aðeins taldir þeir sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum, hvalasafninu og við rannsóknarsetrið. Þar að auki verða til afleidd störf sem skipta mörgum tugum vegna gistingar, verslana og veitingastaða sem þjónusta það fólk sem hingað kemur í hvalaskoðun.Hvalahagkerfið á Húsavík Ég þori að fullyrða að ekkert samfélag í heiminum byggir afkomu sína að jafn stórum hluta á hvalamenningu og raunin er hér á Húsavík. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að því að efla þetta starf yfir vetrartímann, enda hefur vetrarferðamönnum hér fjölgað jafnt og þétt síðastliðin tíu ár. Ég vona að hvalasafnið fái tækifæri til að vaxa og dafna um ókomin ár, sem höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar