Enski boltinn

Hogdson: Ég þarf ekki að sanna mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, nýráðinn stjóri West Brom, segir að hann þurfi ekkert að sanna hjá sínu nýja félagi eftir að hann var rekinn frá Liverpool fyrir fáeinum vikum.

Roberto Di Matteo var látinn taka poka sinn fyrir stuttu og var Hodgson falið það verkefni að halda West Brom í ensku úrvalsdeildinni.

Liðið er sem stendur í fjórða neðsta sæti deildarinnar með 27 stig en Hodgson hefur nú tólf leiki til að safna nægilega mörgum stigum til að tryggja liðinu áfram sess í úrvalsdeildinni.

Hodgson á langan feril að baki og hefur náð góðum árangri með mörg lið.

„Ég held að mín 36 ár í þessu fagi tali sínu máli og ég hef ekkert að sanna," sagði Hodgson við enska fjölmiðla. „En ég tel að verkefnið sem mér var falið sé mjög mikilvægt."

„Þeir eru margir sem stóla á mig til að halda félaginu uppi. Ég finn fyrir þeirri pressu og þeirri ábyrgð sem ég fylgir því verkefni."

„En ég finn ekki fyrri neinni pressu og ég tel að leikmenn Liverpool myndu segja slíkt hið sama ef þeir væru spurðir að því."

„Ég efast heldur ekki um sjálfan mig. Það gerðist sem gerðist og er nú í fortíðinni. Hvað mig varðar er þetta allt hluti af minni fortíð. Ég óska Liverpool alls hins besta enda frábært félag með mikið af góðu fólki. Samstarfið við leikmennina var gott og þeir lögðu mikið á sig fyrir mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×