Viðskipti innlent

Hollenska þingið gagnrýnir seðlabanka landsins harðlega

Rannsóknarnefnd hollenska þingsins gagnrýnir harðlega að hollenski seðlabankinn hafi ekki sett Landsbankanum strangari skilyrði fyrir innkomu á hollenska fjármálamarkaðinn. Seðlabankinn hafi skilgreint valdheimildir sínar óþarflega þröngt í sambandi við Icesave.

Nefndin leggur áherslu á að kjarni vandans hafi legið hjá Landsbankanum sjálfum og íslenska Fjármálaeftirlitinu. Nefndin segir að hollenska seðlabankanum hafi vel verið kunnugt um áhættuna sem fylgdi íslenska fjármálakerfinu, þar með talið Landsbankanum, í upphafi árs 2008. Nefndin segir það lagalega útilokað að seðlabankinn hefði getað varað almenning við þeirri áhættu þegar Landsbankinn kynnti Icesave reikninganna á hollenskan markað. Slík aðvörun hefði einnig valdið Landsbankanum miklum fjárhagslegum skaða sem og fjármálakerfinu á Íslandi í heild.

Í ljósi þeirrar áhættu sem seðlabankinn gerði sér grein fyrir að væri af Icesave reikningunum, hefur nefndin miklar efasemdir sem þá stefnu sem bankinn tók í málefnum Icesave, þá sér í lagi að veita Landsbankanum aðgengi að hollenska tryggingarinnstæðukerfinu í maí 2008. Nefndin telur að  seðlabankinn hefði átt að setja Landsbankanum strangari skilyrði fyrir innkomu á hollenska fjármálamarkaðinn, enda heimili bæði hollensk lög sem og evrópsk Hollendingum að gera það.  

Í niðurstöðu nefndarinnar segir að seðlabankinn hafi skilgreint valdheimildir sínar óþarflega þröngt og þar með hafi verið skapaður grundvöllur fyrir starfsemi Icesave í Hollandi með alþekktum afleiðingum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×