Hollywood-stjörnur fletta ofan af olíuleitarfyrirtækjum á Íslandsmiðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2015 10:30 Alexander Skarsgård hefur áður sótt Ísland heim og skellti sér meðal annars í Vesturbæjarlaugina í maí. Vísir/Getty Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer ásamt Andy Bichlbaum úr The Yes Men eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. Skipið kom siglandi til Íslands frá Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um ferðalag Arctic Sunrise og tilgang ferðarinnar. Skipverjar hafa verið við Grænland þar sem þeir hafa skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyrirtækja sem notast við gríðarlega öflugar loftbyssur til að framkalla hljóðbylgjur til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotninum.STARS IN THE ARCTIC! True Blood fan? 30 Rock fan? Yes Men fan? THEY'RE ALL HERE on the @gp_sunrise pic.twitter.com/Rw1Zr6y0Kk— Save The Arctic (@savethearctic) September 14, 2015 Jack McBrayer er sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 RockVísir/GettySkipið og áhöfn þess hefur tekið þátt í ýmsum aðgerðum úti um allan heim undanfarin ár. Náðu aðgerðirnar líklega hámarki haustið 2013 þegar Rússar handtóku skipverjana og kyrrsettu skipið í Múrmansk. Var verið að mótmæla borun Rússa eftir gasi á Barentshafi. Þrjátíu skipverjar sátu inni í um tvo mánuði í Rússlandi og sættu ákæru fyrir sjórán eftir að nokkrir þeirra reyndu að klifra um borð í rússneskan olíuborpall. Tæpt ár er síðan skipinu var skilað. Arctic Sunrise heldur úti Twitter-síðu og í gær var greint frá því að kvikmyndastjörnur væru um borð í skipinu og fólk hvatt til að giska um hverja ræddi. Í morgun var svo upplýst að um fyrrnefndar Hollywood-stjörnur væri að ræða.Svíinn Alexander Skarsgård er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Blood. Þá lék hann Meekus í kvikmyndinni Zoolander. Hann er sonur leikarans Stellan Skarsgård. Alexander hefur verið með annan fótinn á Íslandi undanfarin ár og meðal annars gengið á Hornströndum.Jack McBrayer er bandarískur leikari sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 Rock en hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá leikur hann í The Jack and Triumph Show, The Middle og Wander Over Yonder. Tengdar fréttir Skarsgård verður Tarzan Leikur á móti Margot Robbie. 12. febrúar 2014 21:00 Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00 Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56 Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer ásamt Andy Bichlbaum úr The Yes Men eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. Skipið kom siglandi til Íslands frá Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um ferðalag Arctic Sunrise og tilgang ferðarinnar. Skipverjar hafa verið við Grænland þar sem þeir hafa skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyrirtækja sem notast við gríðarlega öflugar loftbyssur til að framkalla hljóðbylgjur til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotninum.STARS IN THE ARCTIC! True Blood fan? 30 Rock fan? Yes Men fan? THEY'RE ALL HERE on the @gp_sunrise pic.twitter.com/Rw1Zr6y0Kk— Save The Arctic (@savethearctic) September 14, 2015 Jack McBrayer er sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 RockVísir/GettySkipið og áhöfn þess hefur tekið þátt í ýmsum aðgerðum úti um allan heim undanfarin ár. Náðu aðgerðirnar líklega hámarki haustið 2013 þegar Rússar handtóku skipverjana og kyrrsettu skipið í Múrmansk. Var verið að mótmæla borun Rússa eftir gasi á Barentshafi. Þrjátíu skipverjar sátu inni í um tvo mánuði í Rússlandi og sættu ákæru fyrir sjórán eftir að nokkrir þeirra reyndu að klifra um borð í rússneskan olíuborpall. Tæpt ár er síðan skipinu var skilað. Arctic Sunrise heldur úti Twitter-síðu og í gær var greint frá því að kvikmyndastjörnur væru um borð í skipinu og fólk hvatt til að giska um hverja ræddi. Í morgun var svo upplýst að um fyrrnefndar Hollywood-stjörnur væri að ræða.Svíinn Alexander Skarsgård er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Blood. Þá lék hann Meekus í kvikmyndinni Zoolander. Hann er sonur leikarans Stellan Skarsgård. Alexander hefur verið með annan fótinn á Íslandi undanfarin ár og meðal annars gengið á Hornströndum.Jack McBrayer er bandarískur leikari sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 Rock en hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá leikur hann í The Jack and Triumph Show, The Middle og Wander Over Yonder.
Tengdar fréttir Skarsgård verður Tarzan Leikur á móti Margot Robbie. 12. febrúar 2014 21:00 Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00 Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56 Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00
Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56
Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24