Hólmbert tryggði Íslandi jafntefli í Orlando Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 22:57 Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. vísir/daníel Ísland og Kanada skildu jöfn, 1-1, í seinni vináttuleik liðanna sem fram fór í Orlando í Flórída í kvöld, en fyrri leikinn á föstudaginn var vann Ísland, 2-1. Dwayne De Rosario, fjórfaldur MLS-meistari með San Jose og Houston, kom Kanadamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu, 1-0. Haukur Heiðar Hauksson gerðist brotlegur í teignum. De Rosario, sem er án liðs í dag, skoraði einnig mark Kanada í fyrri leiknum, en þessi 36 ára gamli leikmaður er einn af þeim bestu sem Kanada hefur framleitt.Byrjunarliðið í dag.mynd/Facebook-síða KSÍÍslenska liðið jafnaði metin á 65. mínútu. Markið skoraði Hólmbert Aron Friðjónson úr vítaspyrnu sem varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson fiskaði, 1-1. Þetta er fyrsta A-landsliðsmark Hólmberts fyrir Ísland í hans öðrum leik, en fyrsti leikurinn var sá fyrri gegn Kanada á föstudaginn var. Matthías, sem skoraði seinna mark Íslands á föstudaginn, var hársbreidd frá því að skora sigurmarkið undir lok leiksins en hann rétt missti af frábærri fyrirgjöf Elíasar Más Ómarssonar frá hægri. Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Árnason spiluðu báðir sinn fyrsta landsleik í kvöld, en í heildina fengu sex nýliðar sinn fyrsta leik í þessari vikuferð til Orlando.Lið Íslands (4-4-2): Ögmundur Kristinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason (Elías Már Ómarsson 45.), Guðmundur Þórarinsson (Björn Daníel Sverrisson 72.), Rúnar Már Sigurjónsson (Guðlaugur Victor Pálsson 45.), Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ólafur Karl Finsen 61.) - Jón Daði Böðvarsson (Matthías Vilhjálmsson 45.), Hólmbert Aron Friðjónsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30 Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Ísland og Kanada skildu jöfn, 1-1, í seinni vináttuleik liðanna sem fram fór í Orlando í Flórída í kvöld, en fyrri leikinn á föstudaginn var vann Ísland, 2-1. Dwayne De Rosario, fjórfaldur MLS-meistari með San Jose og Houston, kom Kanadamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu, 1-0. Haukur Heiðar Hauksson gerðist brotlegur í teignum. De Rosario, sem er án liðs í dag, skoraði einnig mark Kanada í fyrri leiknum, en þessi 36 ára gamli leikmaður er einn af þeim bestu sem Kanada hefur framleitt.Byrjunarliðið í dag.mynd/Facebook-síða KSÍÍslenska liðið jafnaði metin á 65. mínútu. Markið skoraði Hólmbert Aron Friðjónson úr vítaspyrnu sem varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson fiskaði, 1-1. Þetta er fyrsta A-landsliðsmark Hólmberts fyrir Ísland í hans öðrum leik, en fyrsti leikurinn var sá fyrri gegn Kanada á föstudaginn var. Matthías, sem skoraði seinna mark Íslands á föstudaginn, var hársbreidd frá því að skora sigurmarkið undir lok leiksins en hann rétt missti af frábærri fyrirgjöf Elíasar Más Ómarssonar frá hægri. Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Árnason spiluðu báðir sinn fyrsta landsleik í kvöld, en í heildina fengu sex nýliðar sinn fyrsta leik í þessari vikuferð til Orlando.Lið Íslands (4-4-2): Ögmundur Kristinsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson, Hörður Árnason - Rúrik Gíslason (Elías Már Ómarsson 45.), Guðmundur Þórarinsson (Björn Daníel Sverrisson 72.), Rúnar Már Sigurjónsson (Guðlaugur Victor Pálsson 45.), Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ólafur Karl Finsen 61.) - Jón Daði Böðvarsson (Matthías Vilhjálmsson 45.), Hólmbert Aron Friðjónsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30 Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Átta breytingar fyrir seinni leikinn gegn Kanada Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson búnir að velja liðið sem mætir Kanada í vináttuleik í Orlando. 19. janúar 2015 18:30
Sigur í fyrri leiknum gegn Kanada Lærisveinar Lars og Heimis höfðu betur gegn Kanada í vináttulandsleik sem fram fór í Orlando. 16. janúar 2015 23:26