Innlent

Holtavörðuheiði lokuð

Aftakaveður er nú á Holtavörðuheiði og sér Vegagerðin sér ekki fært að halda henni opinni lengur. Búið er að ræsa út björgunarsveit frá Landsbjörgu til aðstoðar við ökumenn og Vegagerð en talsverð umferð er og hefur bílum verið safnað fyrir aftan snjómoksturstæki.

Unnið verður í því að hreinsa heiðina af bílum og þegar hefur verið sett upp tilkynning á skiltum Vegagerðar um lokun heiðarinnar.

Ekki er ljóst hvort hægt verður að opna heiðina síðar í kvöld eða nótt, segir í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×