Innlent

Holumyndavél kemur sér vel

Hér ríða hestamenn um daglega.
Hér ríða hestamenn um daglega. fréttablaðið/Óskar
Vegfarendur sem fóru um reiðveginn sunnan Helgafells í Vestmannaeyjum á laugardag tóku eftir því að stór hola hafði myndast við veginn. Holan er efst á Heimaey; 200 metrum frá syðsta enda sprungunnar sem opnaðist í gosinu árið 1973.

Í dag er ætlunin að kanna holuna með myndavél sem annars er nýtt til að rannsaka lundaholur. Að því loknu verður henni lokað. Holan er tæpur metri í þvermál og um tveggja metra djúp þar sem hún þrengist en útilokað er að áætla hversu langt niður hún nær.- shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×